Skoðanakönnun 365: Flestir vilja búa með Katrínu Jakobsdóttur Ólöf Skaftadóttir skrifar 14. maí 2016 07:00 Þegar landsmenn eru spurðir að því hvaða stjórnmálaleiðtoga þeir myndu helst vilja búa með, er Katrín Jakobsdóttir, Vinstri-græn, vinsælasti sambýlingurinn. Þetta kemur fram í niðurstöðum skoðanakönnunar fréttastofu 365. Alls vildu 13% aðspurðra búa með Katrínu, sem hafði öruggt forskot á aðra stjórnmálaleiðtoga. Óttar Proppé og Bjarni Benediktsson þóttu næst ákjósanlegustu stjórnmálaleiðtogarnir til að deila heimili með, en um 2% aðspurðra vilja búa með Óttarri annarsvegar og Bjarna hinsvegar.Margir vildu engan pólítíkus á heimiliðÞað vakti nokkra athygli þegar niðurstöður skoðanakönnunarinnar eru skoðaðar að einungis lítill hluti svarenda, eða 26 prósent, vildi nefna stjórnmálamann til að búa með. Stór hluti þeirra sem tóku þátt, um 31% vildu ekki leigja með neinum stjórnmálamanni, 24 prósent voru óákveðnir og 18 prósent neituðu að svara spurningunni. Fjögur prósent aðspurðra nefndu aðra en þá stjórnmálaleiðtoga sem voru á lista. Þar fóru fremst í flokki fyrrverandi stjórnmálamaðurinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, en 11% þeirra sem vildu búa með öðrum en þeim stjórmálaleiðtogum sem á listanum voru sögðust vilja deila heimili með Þorgerði, og nýjasti forsetaframbjóðandinn Davíð Oddsson fylgdi fast á hæla hennar, en 10% vilja leigja með forsetaefninu. Önnur 10% vilja leigja með Svandísi Svavarsdóttur, þingmanni VG. Einnig voru nefndar sem ákjósanlegir sambýlingar í þessu samhengi Lilja Dögg Alfreðsdóttir, nýr utanríkisráðherra, Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar og Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins með 5-6% prósent fylgi hver. Um 1% aðspurðra vilja búa með Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar og annað 1% með Katrínu Júlíusdóttur, varaformanni. 1% vill búa með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksins, annað 1% með Birgittu Jónsdóttur, Pírata, og enn annað 1% með Helga Hrafni Gunnarssyni, Pírata. Einungis örfáir, vel innan við 1 prósent, sögðust vilja búa með Brynhildi Pétursdóttur, Ólöfu Nordal og Sigurði Inga Jóhannssyni.Flestir vilja búa með Katrínu JakobsdótturBjarni algjör “brósef”Álitsgjöfum Fréttablaðsins kom fæstum á óvart að Katrín skyldi leiða listann yfir ákjósanlega sambýlinga. Bjarni og Óttarr væru einnig góðir sambýlingar. „Þetta virðist vera stabílt fólk sem toppar listann. Borgar alltaf sinn hluta leigunnar. Katrín virðist vera mjög þrifaleg og ekki líkleg til að halda partí í þinni óþökk. Bjarni væri líklegur til að bjóða hvað oftast í mat og Óttarr er ávísun á góða bókahillu sem er hægt að grípa í þegar í harðbakkann slær“ „Þetta er reyndar frábær hugmynd að raunveruleikaþætti; stjórnmálamenn sem þyrftu að búa með "venjulegu" fólki. Í þannig þætti myndu flestir væntanlega vilja búa með einhverjum eins og Bjarna Ben. En þegar skynsemin þarf að ráða, í raunveruleikanum, verður ára Katrínar Jakobsdóttur ákjósanleg. Hún virkar á mann sem einhver sem kemur vel fram og gengur vel um. Auðvitað vilja allir búa með þannig manneskju.“ „Kata er svo mikið með'etta.“Bjarni og Óttarr skipa saman annað og þriðja sæti yfir vinsælustu sambýlingana.„Bjarni Ben er sá sem ég væri helst til í að leigja með. Líf með Bjarna sem meðleigjanda er pottþétt eitt stórt fratpartý eins og maður sér í bandarískum háskólamyndum. Bjarni er sjálfur algjör “brósef”. Alltaf með skítkaldann í annari og til í að horfa með manni á enska boltann. „Ég sé fyrir mér að ég og Bjarni værum góð saman í eldhúsinu og gætum haldið alveg frábær matarboð saman þó svo að vinir okkar séu kannski helst til ólíkir – en eru það ekki alltaf bestu partýin? Svo sé ég líka fyrir mér að það yrði allt tipp topp, við værum með allsherjaþrif heima saman reglulega og værum jafnvel saman í hlaupahóp og myndum hvetja hvort annað áfram eins og sönnum sambýlingum sæmir.“ „Sko, ég væri massíft til í búa með Óttarri. Held að það væri geðveikt að sitja með honum undir fjögur augu, drekka rauðvín og láta sig dreyma um Bjarta framtíð.“Píratar ekki vinsælir meðleigjendur Margir álitsgjafanna lýstu þó undrun sinni á þeirri staðreynd að ekki fleiri vildu búa með Ólöfu Nordal, varaformanni Sjálfstæðisflokksins en margir skildu vel ástæður þess að fólk vildi ekki búa með leiðtogum Pírata. Sumir skildu ekki að Sigmundur Davíð væri ekki vinsælli sambýlingur. „Helgi Hrafn er sjúklega nettur gaur, en hann var náttúrlega í þáttunum margfrægu Allt í drasli þar sem þáttastjórnendur þurftu að vaða í gegnum í gegnum allskyns ósóma bara til að geta komist á salernið. Það er ekki að hjálpa honum.“ „Þessi sambúð myndi springa um leið ef ég byggi með Birgittu Jónsdóttur. Vinnusálfræðingurinn í vinnu hjá Pírötum þyrfti að koma heim með henni úr vinnunni.“ „Af hverju vill enginn búa með Ólöfu? Ég heimta nýja könnun strax!” „Ólöf Nordal er náttúrlega innanríkisráðherra og hætt við að hún myndi taka vinnuna með sér heim og taka ósjálfrátt ráðin í sambúðinni. Það er einnig hætt við að fólk yrði hrætt við að vera það sjálft af ótta við að valda jafn vandaðri manneskju og Ólöfu vonbrigðum.“ „Ég held að það væri fáránlega gaman að búa með Sigmundi Davíð. Hann er mjög uppátækjasamur, alltaf að bralla eitthvað sniðugt held ég. Svo kann hann að hita kjötbollur í kaffivél, sem er góður eiginleiki fyrir meðleigjanda.“Þorgerður er alltaf í þrumustuðiEins og áður segir svöruðu fjögur prósent aðspurðra með því að nefna aðra en þá stjórnmálaleiðtoga sem voru á lista. Þar fór fremst í flokki yfir vinsælasta sambýlinginn fyrrverandi stjórnmálamaðurinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Fast á hæla hennar fylgdi Davíð Oddsson og Svandís Svavarsdóttir. Þá kom nafn Vigdísar Hauks líka upp. „Það er ábyggilega mjög skemmtilegt að búa með Þorgerði Katrínu af því að hún er alltaf í þrumustuði. Hún veit allt um handbolta og heldur ábyggilega góð partý.“ „Ég hugsa það sé frábært að búa með Davíð. Mér skilst að konan hans eldi góðan mat og svo hlýtur að vera gaman að vera í návígi við Davíð og hans vini á góðum stundum, jafnvel verða vitni af fundum hans og Hannesar Hólmsteins.“ „Þeir sem hafa græna fingur og kunna vel að meta blóm vilja búa með Vigdísi. Hún er íslandsmeistari í blómaskreytingum og það hljóta alltaf að vera falleg blóm heima hjá henni auk þess sem hún veit allt um garðrækt.“ „Ég myndi vilja búa með Þorgerði í Hafnarfirði. Hún er FH-legend.“Samfylkingin og þungarokkið„Katrín Júlíusdóttir á unga tvíburasyni sem gæti spilað inn í það að fólk vilji síður búa með henni. Líklega er heimilishaldið ansi fjörugt. Þar að auki er hún mikill þungarokksaðdáandi og er mjög líklega vöknuð snemma um helgar að hlusta á þungarokk með tvíburunum.“ „Merkilegt að enginn vilji búa með Árna Páli – það virðist alltaf vera sól í kringum hann. Kannski telja allir sig koma illa út í samanburðinum, vont að líta út fyrir að hafa ekki farið út úr húsi í heilt ár. Svo er hann mikið í sundi, örugglega mjög hreinn gaur og vellyktandi sem er mikill kostur. En jafnaðarmenn eru eitthvað svo ómarkvissir í húsnæðismálunum sínum, líklegast vill enginn taka þátt í því.“ „Sko Sigurður Ingi er náttúrulega dýralæknir og oft í reiðbuxunum heima samkvæmt einhverju viðtali sem ég las. Ekkert persónulegt en ég vil ekki hafa hestalykt heima.“Alltof átakasæknir til að búa meðÁlitsgjafarnir sammæltust nokkurn veginn um að það væri líka skiljanlegt að fólk nennti ekki að hafa pólítíkus inni á heimilinu, en eins og áður kom fram vildu 31% aðspurðra ekki búa með neinum stjórnmálamanni. „Stjórnmálamenn eru svo átakasæknir. Þú ert kannski að tjilla yfir Barnaby ræður gátuna á föstudagskvöldi og þá eru þeir hvað líklegastir til að fara að diskútera hlutverk RÚV og hvort það að sýna Barnaby falli undir það. Í stað þess að bjóðast einfaldlega til að poppa og einbeita sér að plottinu eins og venjulegt fólk gerir.“ „Stjórnmálamenn eru svo ráðríkir og erfiðir. Vilja alltaf hafa puttana í öllu málum. Skil vel að fólk vilji hafa sitt prívasí. Ég myndi ekki vilja búa með þessu liði.“ “Það væri náttúrulega glatað að þurfa af illri nauðsyn að taka þátt í einhverjum prófkjörum endalaust. Maður gæti ekki sagt nei við sambýlinginn.”Könnunin var gerð dagana 2. – 3. maí. Hringt var í 1161 manns þar til náðist í 797 manns og var svarhlutfall því 68,6 prósent. Kosningar 2016 Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Sjá meira
Þegar landsmenn eru spurðir að því hvaða stjórnmálaleiðtoga þeir myndu helst vilja búa með, er Katrín Jakobsdóttir, Vinstri-græn, vinsælasti sambýlingurinn. Þetta kemur fram í niðurstöðum skoðanakönnunar fréttastofu 365. Alls vildu 13% aðspurðra búa með Katrínu, sem hafði öruggt forskot á aðra stjórnmálaleiðtoga. Óttar Proppé og Bjarni Benediktsson þóttu næst ákjósanlegustu stjórnmálaleiðtogarnir til að deila heimili með, en um 2% aðspurðra vilja búa með Óttarri annarsvegar og Bjarna hinsvegar.Margir vildu engan pólítíkus á heimiliðÞað vakti nokkra athygli þegar niðurstöður skoðanakönnunarinnar eru skoðaðar að einungis lítill hluti svarenda, eða 26 prósent, vildi nefna stjórnmálamann til að búa með. Stór hluti þeirra sem tóku þátt, um 31% vildu ekki leigja með neinum stjórnmálamanni, 24 prósent voru óákveðnir og 18 prósent neituðu að svara spurningunni. Fjögur prósent aðspurðra nefndu aðra en þá stjórnmálaleiðtoga sem voru á lista. Þar fóru fremst í flokki fyrrverandi stjórnmálamaðurinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, en 11% þeirra sem vildu búa með öðrum en þeim stjórmálaleiðtogum sem á listanum voru sögðust vilja deila heimili með Þorgerði, og nýjasti forsetaframbjóðandinn Davíð Oddsson fylgdi fast á hæla hennar, en 10% vilja leigja með forsetaefninu. Önnur 10% vilja leigja með Svandísi Svavarsdóttur, þingmanni VG. Einnig voru nefndar sem ákjósanlegir sambýlingar í þessu samhengi Lilja Dögg Alfreðsdóttir, nýr utanríkisráðherra, Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar og Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins með 5-6% prósent fylgi hver. Um 1% aðspurðra vilja búa með Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar og annað 1% með Katrínu Júlíusdóttur, varaformanni. 1% vill búa með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksins, annað 1% með Birgittu Jónsdóttur, Pírata, og enn annað 1% með Helga Hrafni Gunnarssyni, Pírata. Einungis örfáir, vel innan við 1 prósent, sögðust vilja búa með Brynhildi Pétursdóttur, Ólöfu Nordal og Sigurði Inga Jóhannssyni.Flestir vilja búa með Katrínu JakobsdótturBjarni algjör “brósef”Álitsgjöfum Fréttablaðsins kom fæstum á óvart að Katrín skyldi leiða listann yfir ákjósanlega sambýlinga. Bjarni og Óttarr væru einnig góðir sambýlingar. „Þetta virðist vera stabílt fólk sem toppar listann. Borgar alltaf sinn hluta leigunnar. Katrín virðist vera mjög þrifaleg og ekki líkleg til að halda partí í þinni óþökk. Bjarni væri líklegur til að bjóða hvað oftast í mat og Óttarr er ávísun á góða bókahillu sem er hægt að grípa í þegar í harðbakkann slær“ „Þetta er reyndar frábær hugmynd að raunveruleikaþætti; stjórnmálamenn sem þyrftu að búa með "venjulegu" fólki. Í þannig þætti myndu flestir væntanlega vilja búa með einhverjum eins og Bjarna Ben. En þegar skynsemin þarf að ráða, í raunveruleikanum, verður ára Katrínar Jakobsdóttur ákjósanleg. Hún virkar á mann sem einhver sem kemur vel fram og gengur vel um. Auðvitað vilja allir búa með þannig manneskju.“ „Kata er svo mikið með'etta.“Bjarni og Óttarr skipa saman annað og þriðja sæti yfir vinsælustu sambýlingana.„Bjarni Ben er sá sem ég væri helst til í að leigja með. Líf með Bjarna sem meðleigjanda er pottþétt eitt stórt fratpartý eins og maður sér í bandarískum háskólamyndum. Bjarni er sjálfur algjör “brósef”. Alltaf með skítkaldann í annari og til í að horfa með manni á enska boltann. „Ég sé fyrir mér að ég og Bjarni værum góð saman í eldhúsinu og gætum haldið alveg frábær matarboð saman þó svo að vinir okkar séu kannski helst til ólíkir – en eru það ekki alltaf bestu partýin? Svo sé ég líka fyrir mér að það yrði allt tipp topp, við værum með allsherjaþrif heima saman reglulega og værum jafnvel saman í hlaupahóp og myndum hvetja hvort annað áfram eins og sönnum sambýlingum sæmir.“ „Sko, ég væri massíft til í búa með Óttarri. Held að það væri geðveikt að sitja með honum undir fjögur augu, drekka rauðvín og láta sig dreyma um Bjarta framtíð.“Píratar ekki vinsælir meðleigjendur Margir álitsgjafanna lýstu þó undrun sinni á þeirri staðreynd að ekki fleiri vildu búa með Ólöfu Nordal, varaformanni Sjálfstæðisflokksins en margir skildu vel ástæður þess að fólk vildi ekki búa með leiðtogum Pírata. Sumir skildu ekki að Sigmundur Davíð væri ekki vinsælli sambýlingur. „Helgi Hrafn er sjúklega nettur gaur, en hann var náttúrlega í þáttunum margfrægu Allt í drasli þar sem þáttastjórnendur þurftu að vaða í gegnum í gegnum allskyns ósóma bara til að geta komist á salernið. Það er ekki að hjálpa honum.“ „Þessi sambúð myndi springa um leið ef ég byggi með Birgittu Jónsdóttur. Vinnusálfræðingurinn í vinnu hjá Pírötum þyrfti að koma heim með henni úr vinnunni.“ „Af hverju vill enginn búa með Ólöfu? Ég heimta nýja könnun strax!” „Ólöf Nordal er náttúrlega innanríkisráðherra og hætt við að hún myndi taka vinnuna með sér heim og taka ósjálfrátt ráðin í sambúðinni. Það er einnig hætt við að fólk yrði hrætt við að vera það sjálft af ótta við að valda jafn vandaðri manneskju og Ólöfu vonbrigðum.“ „Ég held að það væri fáránlega gaman að búa með Sigmundi Davíð. Hann er mjög uppátækjasamur, alltaf að bralla eitthvað sniðugt held ég. Svo kann hann að hita kjötbollur í kaffivél, sem er góður eiginleiki fyrir meðleigjanda.“Þorgerður er alltaf í þrumustuðiEins og áður segir svöruðu fjögur prósent aðspurðra með því að nefna aðra en þá stjórnmálaleiðtoga sem voru á lista. Þar fór fremst í flokki yfir vinsælasta sambýlinginn fyrrverandi stjórnmálamaðurinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Fast á hæla hennar fylgdi Davíð Oddsson og Svandís Svavarsdóttir. Þá kom nafn Vigdísar Hauks líka upp. „Það er ábyggilega mjög skemmtilegt að búa með Þorgerði Katrínu af því að hún er alltaf í þrumustuði. Hún veit allt um handbolta og heldur ábyggilega góð partý.“ „Ég hugsa það sé frábært að búa með Davíð. Mér skilst að konan hans eldi góðan mat og svo hlýtur að vera gaman að vera í návígi við Davíð og hans vini á góðum stundum, jafnvel verða vitni af fundum hans og Hannesar Hólmsteins.“ „Þeir sem hafa græna fingur og kunna vel að meta blóm vilja búa með Vigdísi. Hún er íslandsmeistari í blómaskreytingum og það hljóta alltaf að vera falleg blóm heima hjá henni auk þess sem hún veit allt um garðrækt.“ „Ég myndi vilja búa með Þorgerði í Hafnarfirði. Hún er FH-legend.“Samfylkingin og þungarokkið„Katrín Júlíusdóttir á unga tvíburasyni sem gæti spilað inn í það að fólk vilji síður búa með henni. Líklega er heimilishaldið ansi fjörugt. Þar að auki er hún mikill þungarokksaðdáandi og er mjög líklega vöknuð snemma um helgar að hlusta á þungarokk með tvíburunum.“ „Merkilegt að enginn vilji búa með Árna Páli – það virðist alltaf vera sól í kringum hann. Kannski telja allir sig koma illa út í samanburðinum, vont að líta út fyrir að hafa ekki farið út úr húsi í heilt ár. Svo er hann mikið í sundi, örugglega mjög hreinn gaur og vellyktandi sem er mikill kostur. En jafnaðarmenn eru eitthvað svo ómarkvissir í húsnæðismálunum sínum, líklegast vill enginn taka þátt í því.“ „Sko Sigurður Ingi er náttúrulega dýralæknir og oft í reiðbuxunum heima samkvæmt einhverju viðtali sem ég las. Ekkert persónulegt en ég vil ekki hafa hestalykt heima.“Alltof átakasæknir til að búa meðÁlitsgjafarnir sammæltust nokkurn veginn um að það væri líka skiljanlegt að fólk nennti ekki að hafa pólítíkus inni á heimilinu, en eins og áður kom fram vildu 31% aðspurðra ekki búa með neinum stjórnmálamanni. „Stjórnmálamenn eru svo átakasæknir. Þú ert kannski að tjilla yfir Barnaby ræður gátuna á föstudagskvöldi og þá eru þeir hvað líklegastir til að fara að diskútera hlutverk RÚV og hvort það að sýna Barnaby falli undir það. Í stað þess að bjóðast einfaldlega til að poppa og einbeita sér að plottinu eins og venjulegt fólk gerir.“ „Stjórnmálamenn eru svo ráðríkir og erfiðir. Vilja alltaf hafa puttana í öllu málum. Skil vel að fólk vilji hafa sitt prívasí. Ég myndi ekki vilja búa með þessu liði.“ “Það væri náttúrulega glatað að þurfa af illri nauðsyn að taka þátt í einhverjum prófkjörum endalaust. Maður gæti ekki sagt nei við sambýlinginn.”Könnunin var gerð dagana 2. – 3. maí. Hringt var í 1161 manns þar til náðist í 797 manns og var svarhlutfall því 68,6 prósent.
Kosningar 2016 Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Sjá meira