Fótbolti

Sigurganga Söru heldur áfram

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sigurganga Söru heldur áfram í sænska boltanum. Rosengård með fjóra sigra í fyrstu fjórum leikjunum.
Sigurganga Söru heldur áfram í sænska boltanum. Rosengård með fjóra sigra í fyrstu fjórum leikjunum. vísir/vísir
Rosengård heldur áfram sigurgöngu sinni í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrn í dag, en þær unnu 4-1 sigur á Vittsjö í dag.

Marta kom Rosengård yfir í fyrri hálfleik, áður en Natasa Andonova bætti við tveimur mörkum fyrri hlé.

Hin brasilíska Marta var svo aftur á ferðinni á 71. mínútu með sitt annað mark og fjórða mark Rosengård, en Sandra Adolfsson minnkaði muninn stundarfjórðungi fyrir leikslok.

Þetta var fyrsta markið sem Rosengård fær á sig í deildinni, en lokatölur 4-1. Rosengård því með fullt hús stiga eftir leikina fjóra.

Sara Björk Gunnarsdóttir spilaði allan leikinn á miðjunni fyrir sænsku meistarana.

Sif Atladóttir stóð vaktina í vörn Kristianstad sem gerði 1-1 jafntefli við Göteborg FC. Göteborg komst yfir með marki Engman, en Danielsson jafnaði metin á 26. mínútu.

Þetta var fyrsta stig Kristianstad í fyrstu fjórum leikjunum, en liðið er í fallsæti eftir fyrstu fjórar umferðirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×