Byggjum samfélag jöfnuðar, réttlætis og virðingar! Sema Erla Serdar skrifar 30. apríl 2016 07:00 Allir þjóðfélagsþegnar skulu, fyrir atbeina hins opinbera eða á grundvelli alþjóðasamstarfs og í samræmi við skipulag og bjargráð hvers ríkis, eiga rétt á félagslegu öryggi og þeim efnahagslegu, félagslegu og menningarlegu réttindum sem eru nauðsynleg til þess að virðing þeirra og þroski fái notið sín,“ segir í Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1948 og gott er að rifja upp í tengslum við alþjóðlegan baráttudag verkalýðsins. Að óttast um einkalíf og afkomu sína er engum auðvelt. Að þurfa að berjast fyrir því að geta náð endum saman er staða sem enginn vill upplifa. Óvissa er tilfinning sem allir vilja forðast. Mikilvægasta hlutverk þeirra sem fara með völd hverju sinni hlýtur að vera að sjá til þess að grundvallarlífsgæði allra séu tryggð og að allir geti lifað mannsæmandi lífi. Slíkt er undirstaða þess að búa í réttlátu og jöfnu samfélagi. Í dag einkennist íslenskt samfélag hins vegar af stefnuleysi, óstöðugleika og átökum. Síðustu ár hafa einkennst af mikilli ólgu og krafan um aukinn jöfnuð, réttlæti og velferð verður háværari með hverjum deginum sem líður. Það er löngu tímabært að bæta lífsgæði fólks á Íslandi og það er löngu tímabært að bæta kjör þeirra sem höllum fæti standa í samfélaginu. Mannauður er uppistaða allra samfélaga, hvort sem það er í atvinnulífinu eða á öðrum sviðum samfélagsins. Til þess að íslenskur vinnumarkaður geti verið samkeppnishæfur um vinnuafl þarf að bregðast við þeirri kröfu að almenningur geti lifað sómasamlegu lífi á launum sínum.Grípa þarf til aðgerða Til þess að koma í veg fyrir frekari landflótta ungs fólks þarf að grípa til aðgerða. Það þarf m.a. að greiða úr þeim vanda sem er kominn upp á húsnæðismarkaðinum. Fjölga þarf stuðningsúrræðunum og auka þarf framboðið á góðu og hagnýtu húsnæði. Grípa þarf til aðgerða til þess að greiða fyrir möguleikum fólks á menntun frekar en að draga úr þeim eins og verið er að gera. Allir eiga að geta stundað nám, óháð efnahag eða aldri. Bæta þarf kjör ungra og barnafjölskyldna svo þeim hugnist að búa og starfa á Íslandi, t.d. með hækkun hámarksgreiðslu og lengra fæðingarorlofi. Heilbrigðisþjónusta á að vera gjaldfrjáls fyrir alla. Bæta þarf kjör eldri borgara, t.d. með því að bæta úr húsnæðisvalkostum og möguleikum þeirra til þess að vinna lengur án þess að skerða kjörin. Tryggja þarf að allir einstaklingar, óháð líkamlegu og andlegu atgervi, njóti mannsæmandi lífskjara og jafnra möguleika til sjálfstæðs lífs og virkrar samfélagslegrar þátttöku og útrýma þarf fátækt á Íslandi. Verkefnin framundan eru mörg og hér eru einungis nefnd nokkur þeirra en samfélag stefnuleysis og óstöðugleika er samfélag sem við hljótum að hafna. Við þurfum að endurmóta íslenskt samfélag í anda jafnaðarstefnunnar þar sem félagslegt og efnahagslegt réttlæti allra er tryggt. Að enn þurfi að berjast fyrir mannsæmandi lífi og virðingu allra árið 2016 er óásættanlegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sema Erla Serdar Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Er ballið að byrja? Fastir pennar Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Allir þjóðfélagsþegnar skulu, fyrir atbeina hins opinbera eða á grundvelli alþjóðasamstarfs og í samræmi við skipulag og bjargráð hvers ríkis, eiga rétt á félagslegu öryggi og þeim efnahagslegu, félagslegu og menningarlegu réttindum sem eru nauðsynleg til þess að virðing þeirra og þroski fái notið sín,“ segir í Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1948 og gott er að rifja upp í tengslum við alþjóðlegan baráttudag verkalýðsins. Að óttast um einkalíf og afkomu sína er engum auðvelt. Að þurfa að berjast fyrir því að geta náð endum saman er staða sem enginn vill upplifa. Óvissa er tilfinning sem allir vilja forðast. Mikilvægasta hlutverk þeirra sem fara með völd hverju sinni hlýtur að vera að sjá til þess að grundvallarlífsgæði allra séu tryggð og að allir geti lifað mannsæmandi lífi. Slíkt er undirstaða þess að búa í réttlátu og jöfnu samfélagi. Í dag einkennist íslenskt samfélag hins vegar af stefnuleysi, óstöðugleika og átökum. Síðustu ár hafa einkennst af mikilli ólgu og krafan um aukinn jöfnuð, réttlæti og velferð verður háværari með hverjum deginum sem líður. Það er löngu tímabært að bæta lífsgæði fólks á Íslandi og það er löngu tímabært að bæta kjör þeirra sem höllum fæti standa í samfélaginu. Mannauður er uppistaða allra samfélaga, hvort sem það er í atvinnulífinu eða á öðrum sviðum samfélagsins. Til þess að íslenskur vinnumarkaður geti verið samkeppnishæfur um vinnuafl þarf að bregðast við þeirri kröfu að almenningur geti lifað sómasamlegu lífi á launum sínum.Grípa þarf til aðgerða Til þess að koma í veg fyrir frekari landflótta ungs fólks þarf að grípa til aðgerða. Það þarf m.a. að greiða úr þeim vanda sem er kominn upp á húsnæðismarkaðinum. Fjölga þarf stuðningsúrræðunum og auka þarf framboðið á góðu og hagnýtu húsnæði. Grípa þarf til aðgerða til þess að greiða fyrir möguleikum fólks á menntun frekar en að draga úr þeim eins og verið er að gera. Allir eiga að geta stundað nám, óháð efnahag eða aldri. Bæta þarf kjör ungra og barnafjölskyldna svo þeim hugnist að búa og starfa á Íslandi, t.d. með hækkun hámarksgreiðslu og lengra fæðingarorlofi. Heilbrigðisþjónusta á að vera gjaldfrjáls fyrir alla. Bæta þarf kjör eldri borgara, t.d. með því að bæta úr húsnæðisvalkostum og möguleikum þeirra til þess að vinna lengur án þess að skerða kjörin. Tryggja þarf að allir einstaklingar, óháð líkamlegu og andlegu atgervi, njóti mannsæmandi lífskjara og jafnra möguleika til sjálfstæðs lífs og virkrar samfélagslegrar þátttöku og útrýma þarf fátækt á Íslandi. Verkefnin framundan eru mörg og hér eru einungis nefnd nokkur þeirra en samfélag stefnuleysis og óstöðugleika er samfélag sem við hljótum að hafna. Við þurfum að endurmóta íslenskt samfélag í anda jafnaðarstefnunnar þar sem félagslegt og efnahagslegt réttlæti allra er tryggt. Að enn þurfi að berjast fyrir mannsæmandi lífi og virðingu allra árið 2016 er óásættanlegt.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun