Íslendingar, það skal takast David A. Carrillo og Stephen M. Duvernay og Brandon V. Stracener skrifa 30. apríl 2016 07:00 Nú veitist Íslandi einstakt tækifæri til að endurskapa eigin stjórnarhætti. Þjóðin tók höndum saman við Alþingi og samdi endurskoðaða stjórnarskrá með tilstuðlan Stjórnlagaráðs. Þjóðin samþykkti að leggja skyldi þau stjórnarskrárdrög til grundvallar og beindi til kjörinna fulltrúa einfaldri beiðni um að greiða atkvæði um þau, samþykkja umbæturnar eða hafna þeim. Síðan eru liðin yfir þrjú ár og Alþingi hefur ekkert gert. Hvað er framundan? Í Bandaríkjunum trúum við því að stjórnin sé stjórn þjóðarinnar, á vegum þjóðarinnar, fyrir þjóðina. Það er grundvallaratriði í fulltrúalýðveldi að þjóðin feli stjórninni völd og að þeim sé beitt í þágu þjóðarinnar. Í þessu viðhorfi felst að þjóðin eigi rétt á að breyta eða bæta stjórnina þegar stjórnin hættir að þjóna tilgangi sínum. Það er kjarninn í fullveldi þjóðar. Þjóðin skóp stjórnina, stjórnin starfar í þágu þjóðar, og þjóðin hefur vald til að endurskapa hana. Reyndar er skýrt ákvæði í stjórnarskrá Kaliforníu, þar sem þessi réttur þjóðarinnar er áskilinn, og þar er skilgreint verkferli til endurbóta á sitjandi stjórn. Endurskoðun stjórnarskrár eins og mælt er fyrir um hana er fyrsta úrræðið sem má beita við óheilbrigðri stjórn. Þetta hefur íslenska þjóðin reynt án árangurs. Þar með er ekki öllu lokið. Næsta úrræði er að reyna áfram að knýja fram endurbætur og beita þá öllum hefðbundnum ráðum og ferlum sem felast í lýðræði. Tjáið ykkur, birtið skrif ykkar, komið saman og krefjist aðgerða af hálfu þingmanna. Þeir eru í þjónustu ykkar, gefið þeim fyrirmæli. Takið eftir því hverjir leggjast gegn endurbótum og útilokið þá við næstu kosningar. Bjóðið ykkur fram gegn þeim. Missið ekki móðinn, sagan hefur sýnt fram á varanleika lýðræðislegra stofnana undir stjórn þjóðarinnar. Vilji þjóðin frelsi getur hún öðlast það.Þingmenn hlusti á kjósendur Sagan birtir okkur annan veruleika varðandi stjórnir sem vilja koma í veg fyrir að þjóðin nái markmiði sínu. Íslenskum þingmönnum væri best að hlusta vel eftir því sem kjósendur segja. Þegar framkvæmd lýðræðisins hrynur og ríkisstjórn brýtur trúnað við borgarana og vinnur að því að sitja sem lengst, en hunsar hagsmuni þjóðarinnar er aðeins eitt úrræði eftir: uppreisn þjóðarinnar. Þessi lærdómur hefur Bandaríkjamönnum verið dýrkeyptur, þar fer þjóð sem hefur tvívegis endurfæðst eftir byltingu. Sjálfstæðisyfirlýsingin er stefnuyfirlýsing byltingarsinna: þegar stjórnvöld reynast skaðleg því takmarki sem felst í „lífi, frelsi og hamingjuleit“ er það réttur þjóðarinnar að „koma á nýrri stjórn“. Forseti vor, Abraham Lincoln, talaði tæpitungulaust þegar stjórnarskrárkreppa blasti við: „Þegar [þjóðin] þreytist á sitjandi ríkisstjórn getur hún beitt stjórnarskrárbundnum rétti sínum til að breyta henni, eða rétti sínum til byltingar með því að leysa hana upp eða steypa henni.“ Stofnun Bandaríkjanna og borgarastyrjöldin eru til marks um að borgurum beri að axla ábyrgð á að stýra stjórn sinni og endurreisa fallnar stofnanir lýðræðisins. Á Íslandi er aðeins um tvo kosti að velja: annaðhvort þarf að bæta stjórnarhætti eftir löglegum leiðum, eða eftir öðrum leiðum. Við viljum taka skýrt fram að við erum ekki fylgjandi því að valdi sé beitt. Saga Bandaríkjanna einkennist af því að vopnin hafa verið látin tala, og það hefur ekki alltaf gefið góða raun. Hér eru dæmin frá Bandaríkjunum fremur víti til varnaðar en æskileg fyrirmynd. Það liggur ljóst fyrir að íslenska þjóðin á aðeins þriggja kosta völ. (Við lítum ekki á uppgjöf sem valkost.) Nú er komið á daginn að fyrsta ráðið (stjórnarskrárbætur af hálfu þjóðarinnar) hefur reynst gagnslaust. Síðasta úrræðið, bylting, er örþrifaráð. Þess vegna væri best að beita öðru ráðinu með ágengum hætti. Kjósið ekki aftur þá stjórnarliða sem hafna samvinnu. Bjóðið ykkur fram gegn þeim. Skiptið þeim út fyrir fulltrúa sem skilja að stjórnin þiggur vald sitt frá þjóðinni. Sagt er að hver þjóð kjósi sér þá stjórn sem hún á skilið. Vilji menn góða stjórn á Íslandi verða þeir að vinna fyrir henni.Ólöf Pétursdóttir þýddi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Nú veitist Íslandi einstakt tækifæri til að endurskapa eigin stjórnarhætti. Þjóðin tók höndum saman við Alþingi og samdi endurskoðaða stjórnarskrá með tilstuðlan Stjórnlagaráðs. Þjóðin samþykkti að leggja skyldi þau stjórnarskrárdrög til grundvallar og beindi til kjörinna fulltrúa einfaldri beiðni um að greiða atkvæði um þau, samþykkja umbæturnar eða hafna þeim. Síðan eru liðin yfir þrjú ár og Alþingi hefur ekkert gert. Hvað er framundan? Í Bandaríkjunum trúum við því að stjórnin sé stjórn þjóðarinnar, á vegum þjóðarinnar, fyrir þjóðina. Það er grundvallaratriði í fulltrúalýðveldi að þjóðin feli stjórninni völd og að þeim sé beitt í þágu þjóðarinnar. Í þessu viðhorfi felst að þjóðin eigi rétt á að breyta eða bæta stjórnina þegar stjórnin hættir að þjóna tilgangi sínum. Það er kjarninn í fullveldi þjóðar. Þjóðin skóp stjórnina, stjórnin starfar í þágu þjóðar, og þjóðin hefur vald til að endurskapa hana. Reyndar er skýrt ákvæði í stjórnarskrá Kaliforníu, þar sem þessi réttur þjóðarinnar er áskilinn, og þar er skilgreint verkferli til endurbóta á sitjandi stjórn. Endurskoðun stjórnarskrár eins og mælt er fyrir um hana er fyrsta úrræðið sem má beita við óheilbrigðri stjórn. Þetta hefur íslenska þjóðin reynt án árangurs. Þar með er ekki öllu lokið. Næsta úrræði er að reyna áfram að knýja fram endurbætur og beita þá öllum hefðbundnum ráðum og ferlum sem felast í lýðræði. Tjáið ykkur, birtið skrif ykkar, komið saman og krefjist aðgerða af hálfu þingmanna. Þeir eru í þjónustu ykkar, gefið þeim fyrirmæli. Takið eftir því hverjir leggjast gegn endurbótum og útilokið þá við næstu kosningar. Bjóðið ykkur fram gegn þeim. Missið ekki móðinn, sagan hefur sýnt fram á varanleika lýðræðislegra stofnana undir stjórn þjóðarinnar. Vilji þjóðin frelsi getur hún öðlast það.Þingmenn hlusti á kjósendur Sagan birtir okkur annan veruleika varðandi stjórnir sem vilja koma í veg fyrir að þjóðin nái markmiði sínu. Íslenskum þingmönnum væri best að hlusta vel eftir því sem kjósendur segja. Þegar framkvæmd lýðræðisins hrynur og ríkisstjórn brýtur trúnað við borgarana og vinnur að því að sitja sem lengst, en hunsar hagsmuni þjóðarinnar er aðeins eitt úrræði eftir: uppreisn þjóðarinnar. Þessi lærdómur hefur Bandaríkjamönnum verið dýrkeyptur, þar fer þjóð sem hefur tvívegis endurfæðst eftir byltingu. Sjálfstæðisyfirlýsingin er stefnuyfirlýsing byltingarsinna: þegar stjórnvöld reynast skaðleg því takmarki sem felst í „lífi, frelsi og hamingjuleit“ er það réttur þjóðarinnar að „koma á nýrri stjórn“. Forseti vor, Abraham Lincoln, talaði tæpitungulaust þegar stjórnarskrárkreppa blasti við: „Þegar [þjóðin] þreytist á sitjandi ríkisstjórn getur hún beitt stjórnarskrárbundnum rétti sínum til að breyta henni, eða rétti sínum til byltingar með því að leysa hana upp eða steypa henni.“ Stofnun Bandaríkjanna og borgarastyrjöldin eru til marks um að borgurum beri að axla ábyrgð á að stýra stjórn sinni og endurreisa fallnar stofnanir lýðræðisins. Á Íslandi er aðeins um tvo kosti að velja: annaðhvort þarf að bæta stjórnarhætti eftir löglegum leiðum, eða eftir öðrum leiðum. Við viljum taka skýrt fram að við erum ekki fylgjandi því að valdi sé beitt. Saga Bandaríkjanna einkennist af því að vopnin hafa verið látin tala, og það hefur ekki alltaf gefið góða raun. Hér eru dæmin frá Bandaríkjunum fremur víti til varnaðar en æskileg fyrirmynd. Það liggur ljóst fyrir að íslenska þjóðin á aðeins þriggja kosta völ. (Við lítum ekki á uppgjöf sem valkost.) Nú er komið á daginn að fyrsta ráðið (stjórnarskrárbætur af hálfu þjóðarinnar) hefur reynst gagnslaust. Síðasta úrræðið, bylting, er örþrifaráð. Þess vegna væri best að beita öðru ráðinu með ágengum hætti. Kjósið ekki aftur þá stjórnarliða sem hafna samvinnu. Bjóðið ykkur fram gegn þeim. Skiptið þeim út fyrir fulltrúa sem skilja að stjórnin þiggur vald sitt frá þjóðinni. Sagt er að hver þjóð kjósi sér þá stjórn sem hún á skilið. Vilji menn góða stjórn á Íslandi verða þeir að vinna fyrir henni.Ólöf Pétursdóttir þýddi
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar