Sporin hræða Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 30. apríl 2016 07:00 Fjármálaráðherra tilkynnti á dögunum að stofnsett hefði verið einkahlutafélagið Lindarhvoll, sem á að annast umsýslu þeirra eigna sem lagðar eru til ríkissjóðs sem hluti af svokölluðu stöðugleikaframlagi fjármálafyrirtækja. Þetta er mikilvægur hluti af risavöxnu eignaframsali sem fram undan er. Feitustu bitarnir eru stóru viðskiptabankarnir þrír: Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn. Þeir tveir síðastnefndu eru í eigu ríkisins – reyndar á hendi Bankasýslunnar ekki Lindarhvols – en Arion banki er enn sem komið er í eigu kröfuhafanna sjálfra. Þeir munu vafalaust reyna að selja hann um leið og tækifæri gefst. Fjármálaráðherra hefur gefið út að hann vilji sjálfur selja bæði Landsbankann og Íslandsbanka. Skoðanir eru skiptar innan samstarfsflokksins. Flestir stjórnarliðar virðast þó sammála um að það teljist óheilbrigt ástand að ríkið eigi tvo af þremur risum á fjármálamarkaði. Ekki síst ef sá þriðji verður seldur í hendur innlendum kaupendum, þar sem lífeyrissjóðirnir verða nánast örugglega fyrirferðarmiklir. Það er varla heilbrigt ástand að heill markaður sé í höndum hluthafa sem sýsla með annarra manna fé, og eiga ekkert undir því sjálfir að vel sé staðið að málum. Umfjöllun fjölmiðla um stofnun Lindarhvols einkenndist fyrst af óðagoti vegna misskilnings um að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra yrði sjálfur stjórnarformaður félagsins. Nú er erfitt að réttlæta fréttaflutning sem var beinlínis rangur, en kannski má sjá aumur á fréttastofu RÚV eftir það sem á undan er gengið. Ekki er nema eðlilegt og mannlegt að Íslendingum renni kalt vatn milli skinns og hörunds þegar heyrt er minnst á einkavæðingu ríkisbanka. Sporin hræða, svo einfalt er það. Þess vegna verður að vanda til verka í þetta skiptið. Verkferlar verða að vera hafnir yfir allan vafa og áherslur ríkisins við sölu á þessum eignarhlutum ætti að gefa út opinberlega þannig að hægt sé að halda stjórnvöldum við efnið. Ekki myndi spilla ef hægt væri að vinna málin í pólitískri sátt. Það er því miður ljóður á ráði íslenskra stjórnmála að hér eru gjarnan höfð endaskipti á hlutunum þegar nýir valdhafar setjast í stjórnarráðið. Það yrði ekki góð niðurstaða í þessu risavaxna máli. Gæti til dæmis náðst pólitískt samstaða um að rétt sé að halda Landsbankanum í ríkiseigu, en Íslandsbanki og Arion banki verði seldir? Íslensk viðskiptasaga alla tuttugustu öldina einkenndist af samkrulli stjórnmála og viðskipta. Fáar útvaldar fjölskyldur og kunningjahópar deildu og drottnuðu, áttu fyrirtækin, gegndu lykilhlutverkum á sviði stjórnmálanna og útdeildu gæðunum eftir því. Slík vinnubrögð biðu skipbrot í bankahruninu. Það er mikill munur á því að byggja upp arðbær fyrirtæki og auðgast af eigin rammleik, eða í skjóli ríkisvaldsins. Nú þarf að forðast forarpyttinn. Höfum allt uppi á borðum og gerum hlutina með þeim hætti að þeir standist skoðun afkomenda okkar – og færi þeim heilbrigðara atvinnulíf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Starfsemi Lindarhvols Mest lesið Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun
Fjármálaráðherra tilkynnti á dögunum að stofnsett hefði verið einkahlutafélagið Lindarhvoll, sem á að annast umsýslu þeirra eigna sem lagðar eru til ríkissjóðs sem hluti af svokölluðu stöðugleikaframlagi fjármálafyrirtækja. Þetta er mikilvægur hluti af risavöxnu eignaframsali sem fram undan er. Feitustu bitarnir eru stóru viðskiptabankarnir þrír: Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn. Þeir tveir síðastnefndu eru í eigu ríkisins – reyndar á hendi Bankasýslunnar ekki Lindarhvols – en Arion banki er enn sem komið er í eigu kröfuhafanna sjálfra. Þeir munu vafalaust reyna að selja hann um leið og tækifæri gefst. Fjármálaráðherra hefur gefið út að hann vilji sjálfur selja bæði Landsbankann og Íslandsbanka. Skoðanir eru skiptar innan samstarfsflokksins. Flestir stjórnarliðar virðast þó sammála um að það teljist óheilbrigt ástand að ríkið eigi tvo af þremur risum á fjármálamarkaði. Ekki síst ef sá þriðji verður seldur í hendur innlendum kaupendum, þar sem lífeyrissjóðirnir verða nánast örugglega fyrirferðarmiklir. Það er varla heilbrigt ástand að heill markaður sé í höndum hluthafa sem sýsla með annarra manna fé, og eiga ekkert undir því sjálfir að vel sé staðið að málum. Umfjöllun fjölmiðla um stofnun Lindarhvols einkenndist fyrst af óðagoti vegna misskilnings um að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra yrði sjálfur stjórnarformaður félagsins. Nú er erfitt að réttlæta fréttaflutning sem var beinlínis rangur, en kannski má sjá aumur á fréttastofu RÚV eftir það sem á undan er gengið. Ekki er nema eðlilegt og mannlegt að Íslendingum renni kalt vatn milli skinns og hörunds þegar heyrt er minnst á einkavæðingu ríkisbanka. Sporin hræða, svo einfalt er það. Þess vegna verður að vanda til verka í þetta skiptið. Verkferlar verða að vera hafnir yfir allan vafa og áherslur ríkisins við sölu á þessum eignarhlutum ætti að gefa út opinberlega þannig að hægt sé að halda stjórnvöldum við efnið. Ekki myndi spilla ef hægt væri að vinna málin í pólitískri sátt. Það er því miður ljóður á ráði íslenskra stjórnmála að hér eru gjarnan höfð endaskipti á hlutunum þegar nýir valdhafar setjast í stjórnarráðið. Það yrði ekki góð niðurstaða í þessu risavaxna máli. Gæti til dæmis náðst pólitískt samstaða um að rétt sé að halda Landsbankanum í ríkiseigu, en Íslandsbanki og Arion banki verði seldir? Íslensk viðskiptasaga alla tuttugustu öldina einkenndist af samkrulli stjórnmála og viðskipta. Fáar útvaldar fjölskyldur og kunningjahópar deildu og drottnuðu, áttu fyrirtækin, gegndu lykilhlutverkum á sviði stjórnmálanna og útdeildu gæðunum eftir því. Slík vinnubrögð biðu skipbrot í bankahruninu. Það er mikill munur á því að byggja upp arðbær fyrirtæki og auðgast af eigin rammleik, eða í skjóli ríkisvaldsins. Nú þarf að forðast forarpyttinn. Höfum allt uppi á borðum og gerum hlutina með þeim hætti að þeir standist skoðun afkomenda okkar – og færi þeim heilbrigðara atvinnulíf.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun