Ísland og góðu verkin Auður Guðjónsdóttir skrifar 21. apríl 2016 07:00 Fyrir skemmstu sýndi RÚV breska mynd undir heitinu „Gengið á ný“. Myndin fjallaði um vissa tegund tilraunameðferðar við mænuskaða og sýndi þá miklu áhættu, fórnir og vinnu sem lagt er í til að finna lækningu. RÚV á þakkir skilið fyrir að sýna myndina og vekja nú sem oftar athygli Íslendinga á einu erfiðasta viðfangsefni læknavísindanna. Eins og fram kemur í myndinni fjármagnaði breskur sjóður meðferðina. Sjóðurinn var stofnaður af föður hvers sonur hálsbrotnaði og lamaðist í sjósundi. Hlutverk þeirra feðga og pólska mannsins sem undirgekkst tilraunameðferðina eru jafn ómetanleg fyrir veröldina og merkilegt frumkvöðlastarf læknanna. Framfarirnar verða þegar læknavísindin og almenningur vinna saman með hugrekki og góðvild að leiðarljósi. Hér á landi er ekki mikið um rannsóknir á mænunni né heldur framkvæmdar tilraunameðferðir á henni enda þjóðin of fámenn til að starfa á öllum sviðum vísindanna. En eitt gerum við Íslendingar fyrir taugakerfið sem við getum verið afar stolt af. Við tölum pólitískt máli þess á alþjóðavettvangi. Með þeirri aðferð höfum við fengið mænuskaðann flokkaðan sem forgangsmál á Norðurlöndum. Hafin er norræn samskráning á meðferð við nýjum og gömlum mænusköðum undir forystu Noregs. Markmiðið er að samnýta norræna þekkingu meðferð og lækningu til framdráttar. Einnig höfum við náð því fram á Norðurlandavettvangi að mænuskaða hefur verið skipað í flokk sjúkdóma og skaða sem þarfnast hátæknimeðferðar. Sú viðurkenning skiptir miklu máli og er viðhorfsbreyting til tilraunameðferða á mænuskaða sem lengst af hafa þótt guðlast í hinum vestræna heimi. Árið 2014 hafði Ísland forystu í Norrænu ráðherranefndinni. Þá kölluðum við saman norræna lækna og aðra sem höfðu það hlutverk að semja leiðarvísi fyrir norrænu ráðherranefndina um hvernig taka beri á málefnum mænuskaðans. Heilbrigðisráðherra hefur nú kynnt leiðarvísinn hjá Norðurlandaráði og byrjað er að styðjast við hann. Árið 2015 lögðum við í það stórvirki að óska eftir því hjá Sameinuðu þjóðunum að taugakerfið yrði gert að einu af heimsmarkmiðum stofnunarinnar. Það leiddi til þess að taugakerfið var samþykkt inn í stefnuyfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna sem eitt af þeim málum sem þjóðum heims bæri að taka á næstu 15 árin svo að heimurinn yrði sjálfbærari. Nú hefur Mænuskaðastofnun Íslands skrifað bréf til framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar og farið þess á leit að ráðherranefndin taki upp ákvæði Sameinuðu þjóðanna um taugakerfið og láti greina gagnabanka á norrænu taugavísindasviði og samkeyra upplýsingarnar með nýjustu tölvutækni. Markmiðið er að freista þess að finna í rannsóknunum sameiginlegt mynstur sem vísindamenn geti nýtt sér til að hraðar gangi að því að finna betri meðferðir og lækningu við mænu- og heilaskaða, geðsjúkdómum, flogaveiki, Parkinsonveiki, Alzheimer, MS, MND og öðru ólagi í taugakerfinu. Svarið frá framkvæmdastjóranum lofar góðu. Einnig hefur Mænuskaðastofnun skrifað bréf til forseta Norðurlandaráðs og leitað eftir því að taugakerfið verði tekið inn í samstarfsverkefni Norðurlandaráðs og UN City í Kaupmannahöfn um framkvæmd heimsmarkmiðanna. Auk þessa hefur Mænuskaðastofnun skrifað framkvæmdastjóra Evrópudeildar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, í Kaupmannahöfn og óskað eftir liðsinni hans við verkefnið. Með verkefni þessu erum við Íslendingar að vinna veröldinni mikið gagn og um leið að bæta ímynd landsins. Til að leggja alþjóðlegu taugavísindasviði lið við að komast upp úr rannsóknarkreppunni, sem er helsta orsök þess hve erfiðlega gengur að finna lækningu í taugakerfinu, biður greinarhöfundur heilbrigðisráðherra, utanríkisráðherra og forsætisráðherra, ásamt samstarfsráðherra Norðurlanda, að beita áhrifum sínum sem áður af fullum þunga innan Norrænu ráðherranefndarinnar, innan Sameinuðu þjóðanna og innan Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 21. apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Guðjónsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Fyrir skemmstu sýndi RÚV breska mynd undir heitinu „Gengið á ný“. Myndin fjallaði um vissa tegund tilraunameðferðar við mænuskaða og sýndi þá miklu áhættu, fórnir og vinnu sem lagt er í til að finna lækningu. RÚV á þakkir skilið fyrir að sýna myndina og vekja nú sem oftar athygli Íslendinga á einu erfiðasta viðfangsefni læknavísindanna. Eins og fram kemur í myndinni fjármagnaði breskur sjóður meðferðina. Sjóðurinn var stofnaður af föður hvers sonur hálsbrotnaði og lamaðist í sjósundi. Hlutverk þeirra feðga og pólska mannsins sem undirgekkst tilraunameðferðina eru jafn ómetanleg fyrir veröldina og merkilegt frumkvöðlastarf læknanna. Framfarirnar verða þegar læknavísindin og almenningur vinna saman með hugrekki og góðvild að leiðarljósi. Hér á landi er ekki mikið um rannsóknir á mænunni né heldur framkvæmdar tilraunameðferðir á henni enda þjóðin of fámenn til að starfa á öllum sviðum vísindanna. En eitt gerum við Íslendingar fyrir taugakerfið sem við getum verið afar stolt af. Við tölum pólitískt máli þess á alþjóðavettvangi. Með þeirri aðferð höfum við fengið mænuskaðann flokkaðan sem forgangsmál á Norðurlöndum. Hafin er norræn samskráning á meðferð við nýjum og gömlum mænusköðum undir forystu Noregs. Markmiðið er að samnýta norræna þekkingu meðferð og lækningu til framdráttar. Einnig höfum við náð því fram á Norðurlandavettvangi að mænuskaða hefur verið skipað í flokk sjúkdóma og skaða sem þarfnast hátæknimeðferðar. Sú viðurkenning skiptir miklu máli og er viðhorfsbreyting til tilraunameðferða á mænuskaða sem lengst af hafa þótt guðlast í hinum vestræna heimi. Árið 2014 hafði Ísland forystu í Norrænu ráðherranefndinni. Þá kölluðum við saman norræna lækna og aðra sem höfðu það hlutverk að semja leiðarvísi fyrir norrænu ráðherranefndina um hvernig taka beri á málefnum mænuskaðans. Heilbrigðisráðherra hefur nú kynnt leiðarvísinn hjá Norðurlandaráði og byrjað er að styðjast við hann. Árið 2015 lögðum við í það stórvirki að óska eftir því hjá Sameinuðu þjóðunum að taugakerfið yrði gert að einu af heimsmarkmiðum stofnunarinnar. Það leiddi til þess að taugakerfið var samþykkt inn í stefnuyfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna sem eitt af þeim málum sem þjóðum heims bæri að taka á næstu 15 árin svo að heimurinn yrði sjálfbærari. Nú hefur Mænuskaðastofnun Íslands skrifað bréf til framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar og farið þess á leit að ráðherranefndin taki upp ákvæði Sameinuðu þjóðanna um taugakerfið og láti greina gagnabanka á norrænu taugavísindasviði og samkeyra upplýsingarnar með nýjustu tölvutækni. Markmiðið er að freista þess að finna í rannsóknunum sameiginlegt mynstur sem vísindamenn geti nýtt sér til að hraðar gangi að því að finna betri meðferðir og lækningu við mænu- og heilaskaða, geðsjúkdómum, flogaveiki, Parkinsonveiki, Alzheimer, MS, MND og öðru ólagi í taugakerfinu. Svarið frá framkvæmdastjóranum lofar góðu. Einnig hefur Mænuskaðastofnun skrifað bréf til forseta Norðurlandaráðs og leitað eftir því að taugakerfið verði tekið inn í samstarfsverkefni Norðurlandaráðs og UN City í Kaupmannahöfn um framkvæmd heimsmarkmiðanna. Auk þessa hefur Mænuskaðastofnun skrifað framkvæmdastjóra Evrópudeildar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, í Kaupmannahöfn og óskað eftir liðsinni hans við verkefnið. Með verkefni þessu erum við Íslendingar að vinna veröldinni mikið gagn og um leið að bæta ímynd landsins. Til að leggja alþjóðlegu taugavísindasviði lið við að komast upp úr rannsóknarkreppunni, sem er helsta orsök þess hve erfiðlega gengur að finna lækningu í taugakerfinu, biður greinarhöfundur heilbrigðisráðherra, utanríkisráðherra og forsætisráðherra, ásamt samstarfsráðherra Norðurlanda, að beita áhrifum sínum sem áður af fullum þunga innan Norrænu ráðherranefndarinnar, innan Sameinuðu þjóðanna og innan Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 21. apríl.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun