Sport

Diaz: Fer í frí ef ég berst ekki við Conor

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Nate Diaz sagði á blaðamannafundi UFC í kvöld að hann myndi ekki berjast á UFC 200 ef að hann myndi ekki berjast gegn Conor McGregor.

Dana White, forseti UFC, sagði á sama fundi að ekkert yrði úr bardaga Diaz gegn Conor McGregor, sem er nú staddur á Íslandi, þar sem Írinn hefði neitað að mæta á fundinn og taka þátt í kynningarstarfi fyrir UFC 200.

Sjá einnig: White: Væri ekki sanngjarnt að leyfa Conor að berjast úr þessu

Diaz sagði að fyrir sér væri málið einfalt.

„Ég kom hingað til að berjast við Conor. Ég hef ekki mikinn áhuga á öðrum. Ef við berjumst, þá berjumst við.“

„En ég bað ekki um þennan bardaga. Conor bað um hann. Og ef það verður ekkert af þessu þá fer ég í frí. Það er Conor eða enginn.“

White stóð í pontu þegar Diaz kom með sín svör og hafði orð á því að það yrðu greinilega stuttar viðræður þeirra á milli um þátttöku hans á UFC 200.

MMA

Tengdar fréttir

Conor fær ekki að keppa á UFC 200

Hlutirnir gerðust hratt hjá Conor McGregor í gærkvöldi. Nokkrum tímum eftir að hann tilkynnti á Twitter að hann væri hættur sagði Dana White, forseti UFC, að hann myndi ekki keppa á UFC 200.

Dana hótar að taka beltið af Conor

Þó svo forseti UFC, Dana White, hafi opnað hurðina fyrir endurkomu Conor McGregor á UFC 200 í gær þá mun hann grípa til aðgerða ef Conor þiggur ekki boð hans.

Conor segist vera hættur

Conor McGregor staddur á Íslandi og tilkynnti þetta á Twitter-síðu sinni í kvöld.

Conor segist ekki vera hættur og kastar boltanum yfir til UFC

Írinn Conor McGregor sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann segist ekki vera formlega hættur í MMA og segist enn vera til í að keppa í sumar. Málið er samt ekki svo einfalt að hann sé á leið út til Las Vegas í dag og allt sé í góðu.

Hvað tekur nú við hjá Conor?

Írinn Conor McGregor segist vera hættur í MMA og mun ekki keppa á UFC 200 í sumar. Það er mikið undir hjá UFC að fá hann til baka. Conor æfir á Íslandi með Gunnari Nelson þessi dægrin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×