„Vonandi verður þessi gæra næsta fórnarlamb Bill Cosby“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. apríl 2016 11:30 Bandarískur hópur sem kallar sig Just Not Sports hefur hafið átak vestanhafs undir kassamerkinu #MoreThanMean til að vekja athygli á og reyna að stöðva árásir sem bandarískar íþróttafréttakonur verða fyrir á netinu. Á hverjum degi þurfa íþróttafréttakonur í Bandaríkjunum að lesa viðurstyggileg skilaboð og svör við færslum sínum á Twitter og Facebook og fleiri samfélagsmiðlum. Slagorð átaksins er að enginn myndi segja svona ljóta hluti fyrir framan konurnar og því á ekki að skrifa svona hluti á internetinu. Julie DiCaro og Sarah Spain, tveir af allra færustu íþróttafréttamönnum Bandaríkjanna hvort sem talað um karla eða konur, tóku þátt í myndbandi sem Just Not Sports gerði fyrir átakið.Byrjar rólega Þar voru karlmenn látnir lesa Twitter-færslur um konurnar fyrir framan þær. DiCaro og Spain voru búnar að sjá hvað yrði sagt en karlmennirnir, sem skrifuðu þær ekki sjálfir, voru að sjá þær í fyrsta sinn. Þetta byrjaði rólega: „Sara Spain hljómar eins og nöldrandi eiginkona í sjónvarpinu í dag,“ sagði sá fyrsti og hló aðeins enda héldu karlmennirnir að þeir væru mættir til að lesa nokkuð hressar færslur eins og tíðkast í kvöldþætti Jimmy Kimmel. „Julie DiCaro er meðalmaður í fréttamennsku. Ekkert frábær. Hún er bara þarna,“ var önnur færsla en svo fór þetta að verða mun alvarlegra. „Einn af leikmönnunum ætti að berja þig til dauða eins og hóran sem þú ert,“ var skrifað til Julie DiCaro. Það var um þetta leyti sem karlmönnunum var hætt að standa á sama og langaði þeim ekki að lesa lengra. Sumir voru nálægt því að tárast.Vona að kærastinn berji þig „Þetta er ástæðan fyrir því að við ráðum ekki kvenmenn nema við þurfum að láta sjúga á okkur liminn eða elda fyrir okkur mat,“ sagði einn og annar: „Ég vona að hundurinn þinn verði fyrir bíl tíkin þín.“ Færslunar urðu hver annarri ljótari: „Vonandi verður þessi gæra Julie Dicaro næsta fórnarlamb Bill Cosby. Það væri klassík,“ stóð í einni Twitter-færslunni og í þeirr næstu: „Ég vona að kærastinn þinn berji þig.“ Karlmaðurinn sem las hana upp bað Söru Spain afsökunar þrátt fyrir að hafa ekki skrifað þetta sjálfur.Vonandi verður þér nauðgað aftur „Af hverju talarðu um eigin nauðgun í frétt. Er það til að svara þeim sem hafa sagt að þú getir ekki náð þér í mann,“ var sagt við Julie DiCaro og baðst sá sem las þá færslu einnig afsökunar. „Verð ég að lesa þetta allt?“ sagði einn og fékk greinilega já frá leikstjórna myndbandins. Hikandi las hann færslu sem í stóð: „Ég vona að þér verði nauðgað aftur.“ Julie DiCaro birti myndbandið á Facebook-síðu sinni þar sem hún sagði síðar í ummælakerfinu: „Ég vil koma því á framfæri að ég elska alla strákana í þessu myndbandi. Þeir héldu að þeir væru komnir til að lesa tíst eins og hjá Jimmy Kimmel en þurftu á endanum að lesa þetta sorp. Þeir endurvöktu trú mína á mannkyninu.“ Þetta magnaða myndband má sjá hér að ofan. Aðrar íþróttir Bill Cosby Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Sjá meira
Bandarískur hópur sem kallar sig Just Not Sports hefur hafið átak vestanhafs undir kassamerkinu #MoreThanMean til að vekja athygli á og reyna að stöðva árásir sem bandarískar íþróttafréttakonur verða fyrir á netinu. Á hverjum degi þurfa íþróttafréttakonur í Bandaríkjunum að lesa viðurstyggileg skilaboð og svör við færslum sínum á Twitter og Facebook og fleiri samfélagsmiðlum. Slagorð átaksins er að enginn myndi segja svona ljóta hluti fyrir framan konurnar og því á ekki að skrifa svona hluti á internetinu. Julie DiCaro og Sarah Spain, tveir af allra færustu íþróttafréttamönnum Bandaríkjanna hvort sem talað um karla eða konur, tóku þátt í myndbandi sem Just Not Sports gerði fyrir átakið.Byrjar rólega Þar voru karlmenn látnir lesa Twitter-færslur um konurnar fyrir framan þær. DiCaro og Spain voru búnar að sjá hvað yrði sagt en karlmennirnir, sem skrifuðu þær ekki sjálfir, voru að sjá þær í fyrsta sinn. Þetta byrjaði rólega: „Sara Spain hljómar eins og nöldrandi eiginkona í sjónvarpinu í dag,“ sagði sá fyrsti og hló aðeins enda héldu karlmennirnir að þeir væru mættir til að lesa nokkuð hressar færslur eins og tíðkast í kvöldþætti Jimmy Kimmel. „Julie DiCaro er meðalmaður í fréttamennsku. Ekkert frábær. Hún er bara þarna,“ var önnur færsla en svo fór þetta að verða mun alvarlegra. „Einn af leikmönnunum ætti að berja þig til dauða eins og hóran sem þú ert,“ var skrifað til Julie DiCaro. Það var um þetta leyti sem karlmönnunum var hætt að standa á sama og langaði þeim ekki að lesa lengra. Sumir voru nálægt því að tárast.Vona að kærastinn berji þig „Þetta er ástæðan fyrir því að við ráðum ekki kvenmenn nema við þurfum að láta sjúga á okkur liminn eða elda fyrir okkur mat,“ sagði einn og annar: „Ég vona að hundurinn þinn verði fyrir bíl tíkin þín.“ Færslunar urðu hver annarri ljótari: „Vonandi verður þessi gæra Julie Dicaro næsta fórnarlamb Bill Cosby. Það væri klassík,“ stóð í einni Twitter-færslunni og í þeirr næstu: „Ég vona að kærastinn þinn berji þig.“ Karlmaðurinn sem las hana upp bað Söru Spain afsökunar þrátt fyrir að hafa ekki skrifað þetta sjálfur.Vonandi verður þér nauðgað aftur „Af hverju talarðu um eigin nauðgun í frétt. Er það til að svara þeim sem hafa sagt að þú getir ekki náð þér í mann,“ var sagt við Julie DiCaro og baðst sá sem las þá færslu einnig afsökunar. „Verð ég að lesa þetta allt?“ sagði einn og fékk greinilega já frá leikstjórna myndbandins. Hikandi las hann færslu sem í stóð: „Ég vona að þér verði nauðgað aftur.“ Julie DiCaro birti myndbandið á Facebook-síðu sinni þar sem hún sagði síðar í ummælakerfinu: „Ég vil koma því á framfæri að ég elska alla strákana í þessu myndbandi. Þeir héldu að þeir væru komnir til að lesa tíst eins og hjá Jimmy Kimmel en þurftu á endanum að lesa þetta sorp. Þeir endurvöktu trú mína á mannkyninu.“ Þetta magnaða myndband má sjá hér að ofan.
Aðrar íþróttir Bill Cosby Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Sjá meira