Sótsvört neyslustýring Sigríður Á. Andersen skrifar 28. apríl 2016 07:00 Á síðasta kjörtímabili voru skattar á bensín og bensínbíla hækkaðir verulega umfram skatta á dísilolíu og dísilbíla. Þessi neyslustýring skýrir hvers vegna bensínlítrinn er 10-15 krónum dýrari á bensínstöðvunum en dísillítrinn og hví sumar tegundir bensínbíla eru vart fáanlegar í bílaumboðum lengur. En er þessi mismunun gegn bensínbílnum ekki réttlætanleg vegna mengunar? Nei. Bensínbíll kann vissulega að gefa frá sér nokkuð meira af gróðurhúsalofttegundum en sambærilegur dísilbíll. Aðeins má þó rekja um 4% af heildarútblæstri gróðurhúsalofttegunda hér á landi til bíla. Það hefur því litla þýðingu að eltast við bíleigendur sé ætlunin að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi svo nokkru nemi. Frá dísilbílnum streymir hins vegar margfalt meira sót og svokölluð NOx en frá bensínbílum. Sót og NOx eru talin skaða öndunarfæri vegfarenda. Það er því í meira lagi hæpið að skattleggja eigi bensínbíla meira en dísilbíla vegna mengunar. Dísilbílar eru almennt dýrari í innkaupum til landsins en bensínbílar og varahlutir trúlega líka. Það kemur því ekki á óvart að þar sem skattlagning er hlutlaus og engin neyslustýring til staðar eru bensínbílar vinsælli en dísilbílar. Þetta var raunin hér á landi þar til hreina vinstri stjórnin skattlagði bensínbílana út af markaðnum. Dísilbílar hafa vissulega sína kosti en ekkert virðist réttlæta að bensínbílar séu skattlagðir umfram dísilbílana. Mér sýnist því niðurstaðan af þessari neyslustýringu vera sú að landsmenn hafi á undanförnum árum keypt dýrari og meira mengandi bíla en þeir hefðu ella gert. Hreina vinstri stjórnin ýtti undir óhreinni útblástur frá bílaumferð, og það jafnvel áður en tekið er tillit til nýlegra frétta af mengunarvarnarbúnaði dísilbíla. Það er mikil þróun í hönnun bíla þessi misserin. Ný tæki og nýjar útfærslur á gamalli tækni skjóta daglega upp kollinum. Ekki er gott að spá um hvað af þessari tækni nær fótfestu. Þess vegna er mikilvægt að stjórnvöld gæti hlutleysis við skattlagningu og lagasetningu um þessi mál. Það er ekki til velfarnaðar að við stjórnmálamenn reynum að stýra þessari tækniþróun.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Á. Andersen Tengdar fréttir Óvissa um framtíð LÍN Flestir gera sér grein fyrir þeim verðmætum sem felast í menntun og mikilvægi þess að fólk hafi jafnan aðgang að námi. Menntun er fjárfesting sem skilar sér margfalt til baka í samfélaginu. 28. apríl 2016 07:00 Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Sjá meira
Á síðasta kjörtímabili voru skattar á bensín og bensínbíla hækkaðir verulega umfram skatta á dísilolíu og dísilbíla. Þessi neyslustýring skýrir hvers vegna bensínlítrinn er 10-15 krónum dýrari á bensínstöðvunum en dísillítrinn og hví sumar tegundir bensínbíla eru vart fáanlegar í bílaumboðum lengur. En er þessi mismunun gegn bensínbílnum ekki réttlætanleg vegna mengunar? Nei. Bensínbíll kann vissulega að gefa frá sér nokkuð meira af gróðurhúsalofttegundum en sambærilegur dísilbíll. Aðeins má þó rekja um 4% af heildarútblæstri gróðurhúsalofttegunda hér á landi til bíla. Það hefur því litla þýðingu að eltast við bíleigendur sé ætlunin að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi svo nokkru nemi. Frá dísilbílnum streymir hins vegar margfalt meira sót og svokölluð NOx en frá bensínbílum. Sót og NOx eru talin skaða öndunarfæri vegfarenda. Það er því í meira lagi hæpið að skattleggja eigi bensínbíla meira en dísilbíla vegna mengunar. Dísilbílar eru almennt dýrari í innkaupum til landsins en bensínbílar og varahlutir trúlega líka. Það kemur því ekki á óvart að þar sem skattlagning er hlutlaus og engin neyslustýring til staðar eru bensínbílar vinsælli en dísilbílar. Þetta var raunin hér á landi þar til hreina vinstri stjórnin skattlagði bensínbílana út af markaðnum. Dísilbílar hafa vissulega sína kosti en ekkert virðist réttlæta að bensínbílar séu skattlagðir umfram dísilbílana. Mér sýnist því niðurstaðan af þessari neyslustýringu vera sú að landsmenn hafi á undanförnum árum keypt dýrari og meira mengandi bíla en þeir hefðu ella gert. Hreina vinstri stjórnin ýtti undir óhreinni útblástur frá bílaumferð, og það jafnvel áður en tekið er tillit til nýlegra frétta af mengunarvarnarbúnaði dísilbíla. Það er mikil þróun í hönnun bíla þessi misserin. Ný tæki og nýjar útfærslur á gamalli tækni skjóta daglega upp kollinum. Ekki er gott að spá um hvað af þessari tækni nær fótfestu. Þess vegna er mikilvægt að stjórnvöld gæti hlutleysis við skattlagningu og lagasetningu um þessi mál. Það er ekki til velfarnaðar að við stjórnmálamenn reynum að stýra þessari tækniþróun.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Óvissa um framtíð LÍN Flestir gera sér grein fyrir þeim verðmætum sem felast í menntun og mikilvægi þess að fólk hafi jafnan aðgang að námi. Menntun er fjárfesting sem skilar sér margfalt til baka í samfélaginu. 28. apríl 2016 07:00
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar