Sótsvört neyslustýring Sigríður Á. Andersen skrifar 28. apríl 2016 07:00 Á síðasta kjörtímabili voru skattar á bensín og bensínbíla hækkaðir verulega umfram skatta á dísilolíu og dísilbíla. Þessi neyslustýring skýrir hvers vegna bensínlítrinn er 10-15 krónum dýrari á bensínstöðvunum en dísillítrinn og hví sumar tegundir bensínbíla eru vart fáanlegar í bílaumboðum lengur. En er þessi mismunun gegn bensínbílnum ekki réttlætanleg vegna mengunar? Nei. Bensínbíll kann vissulega að gefa frá sér nokkuð meira af gróðurhúsalofttegundum en sambærilegur dísilbíll. Aðeins má þó rekja um 4% af heildarútblæstri gróðurhúsalofttegunda hér á landi til bíla. Það hefur því litla þýðingu að eltast við bíleigendur sé ætlunin að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi svo nokkru nemi. Frá dísilbílnum streymir hins vegar margfalt meira sót og svokölluð NOx en frá bensínbílum. Sót og NOx eru talin skaða öndunarfæri vegfarenda. Það er því í meira lagi hæpið að skattleggja eigi bensínbíla meira en dísilbíla vegna mengunar. Dísilbílar eru almennt dýrari í innkaupum til landsins en bensínbílar og varahlutir trúlega líka. Það kemur því ekki á óvart að þar sem skattlagning er hlutlaus og engin neyslustýring til staðar eru bensínbílar vinsælli en dísilbílar. Þetta var raunin hér á landi þar til hreina vinstri stjórnin skattlagði bensínbílana út af markaðnum. Dísilbílar hafa vissulega sína kosti en ekkert virðist réttlæta að bensínbílar séu skattlagðir umfram dísilbílana. Mér sýnist því niðurstaðan af þessari neyslustýringu vera sú að landsmenn hafi á undanförnum árum keypt dýrari og meira mengandi bíla en þeir hefðu ella gert. Hreina vinstri stjórnin ýtti undir óhreinni útblástur frá bílaumferð, og það jafnvel áður en tekið er tillit til nýlegra frétta af mengunarvarnarbúnaði dísilbíla. Það er mikil þróun í hönnun bíla þessi misserin. Ný tæki og nýjar útfærslur á gamalli tækni skjóta daglega upp kollinum. Ekki er gott að spá um hvað af þessari tækni nær fótfestu. Þess vegna er mikilvægt að stjórnvöld gæti hlutleysis við skattlagningu og lagasetningu um þessi mál. Það er ekki til velfarnaðar að við stjórnmálamenn reynum að stýra þessari tækniþróun.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Á. Andersen Tengdar fréttir Óvissa um framtíð LÍN Flestir gera sér grein fyrir þeim verðmætum sem felast í menntun og mikilvægi þess að fólk hafi jafnan aðgang að námi. Menntun er fjárfesting sem skilar sér margfalt til baka í samfélaginu. 28. apríl 2016 07:00 Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Sjá meira
Á síðasta kjörtímabili voru skattar á bensín og bensínbíla hækkaðir verulega umfram skatta á dísilolíu og dísilbíla. Þessi neyslustýring skýrir hvers vegna bensínlítrinn er 10-15 krónum dýrari á bensínstöðvunum en dísillítrinn og hví sumar tegundir bensínbíla eru vart fáanlegar í bílaumboðum lengur. En er þessi mismunun gegn bensínbílnum ekki réttlætanleg vegna mengunar? Nei. Bensínbíll kann vissulega að gefa frá sér nokkuð meira af gróðurhúsalofttegundum en sambærilegur dísilbíll. Aðeins má þó rekja um 4% af heildarútblæstri gróðurhúsalofttegunda hér á landi til bíla. Það hefur því litla þýðingu að eltast við bíleigendur sé ætlunin að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi svo nokkru nemi. Frá dísilbílnum streymir hins vegar margfalt meira sót og svokölluð NOx en frá bensínbílum. Sót og NOx eru talin skaða öndunarfæri vegfarenda. Það er því í meira lagi hæpið að skattleggja eigi bensínbíla meira en dísilbíla vegna mengunar. Dísilbílar eru almennt dýrari í innkaupum til landsins en bensínbílar og varahlutir trúlega líka. Það kemur því ekki á óvart að þar sem skattlagning er hlutlaus og engin neyslustýring til staðar eru bensínbílar vinsælli en dísilbílar. Þetta var raunin hér á landi þar til hreina vinstri stjórnin skattlagði bensínbílana út af markaðnum. Dísilbílar hafa vissulega sína kosti en ekkert virðist réttlæta að bensínbílar séu skattlagðir umfram dísilbílana. Mér sýnist því niðurstaðan af þessari neyslustýringu vera sú að landsmenn hafi á undanförnum árum keypt dýrari og meira mengandi bíla en þeir hefðu ella gert. Hreina vinstri stjórnin ýtti undir óhreinni útblástur frá bílaumferð, og það jafnvel áður en tekið er tillit til nýlegra frétta af mengunarvarnarbúnaði dísilbíla. Það er mikil þróun í hönnun bíla þessi misserin. Ný tæki og nýjar útfærslur á gamalli tækni skjóta daglega upp kollinum. Ekki er gott að spá um hvað af þessari tækni nær fótfestu. Þess vegna er mikilvægt að stjórnvöld gæti hlutleysis við skattlagningu og lagasetningu um þessi mál. Það er ekki til velfarnaðar að við stjórnmálamenn reynum að stýra þessari tækniþróun.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Óvissa um framtíð LÍN Flestir gera sér grein fyrir þeim verðmætum sem felast í menntun og mikilvægi þess að fólk hafi jafnan aðgang að námi. Menntun er fjárfesting sem skilar sér margfalt til baka í samfélaginu. 28. apríl 2016 07:00
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar