Spánverjar missa af Ólympíuleikunum í Ríó en liðið náði ekki að tryggja sér farseðilinn á leikana í forkeppninni um helgina.
Spánverjar töpuðu óvænt fyrir Slóvenum á föstudagskvöldið í Malmö. Spánverjar urðu að vinna Svía með þremur mörkum í dag til að komast á Ólympíuleikana en þeir unnu aðeins tveggja marka sigur, 25-23.
Svíar fengu vítakast þegar nokkrar sekúndur voru eftir af leiknum og náði að skora þetta mikilvæga mark. Spánverjar reyndu að koma til baka en allt kom fyrir ekki og missa Spánverjar af fyrstu Ólympíuleikunum í fjörutíu ár.
Það verða því Svíar og Slóvena sem fara á Ólympíuleikana úr þessum riðli og Spánverjar og Íranar sitja eftir með sárt ennið.
Norðmenn komast líklega ekki á Ólympíuleika eftir tap fyrir Króötum, 27-21, í Herning í dag og þurfa þeir að treyst á að Barein vinni Dani með fjórum mörkum eða meira síðar í kvöld. Allt bendir því til að það verði Danir og Króatar sem komist til Ríó.
Spánverjar missa af Ólympíuleikunum | Von Norðmanna lítil
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið

„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn


Aubameyang syrgir fallinn félaga
Fótbolti


„Skitum á okkur í þriðja leikhluta“
Körfubolti


„Fáránlega erfið sería“
Körfubolti


Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA
Körfubolti

„Þetta var skrýtinn leikur“
Íslenski boltinn