Hvað viltu læra? Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 12. apríl 2016 07:00 Nú um stundir standa þúsundir ungmenna frammi fyrir því að velja sér námsleið að loknu grunnskólanámi. Með þeirri ákvörðun eru mörkuð skref í átt að framtíðarstarfinu. Sjaldan eða aldrei hafa möguleikar ungs fólks til menntunar verið jafn miklir og í dag. Tækifærin liggja víða. Í langan tíma hefur straumurinn legið í bóknám, það er hin hefðbundna leið til stúdentsprófs. Mig langar að vekja athygli þína lesandi góður á því að hægt er að taka stúdentspróf en ná sér á sama tíma í starfsréttindi sem eru alþjóðleg og opna möguleika til spennandi og skemmtilegra starfa. Í dag er hægur vandi að flétta saman iðnnámi og stúdentsprófi á sama tíma. Ímyndið ykkur hversu mikið forskot sá einstaklingur hefur sem kemur út úr framhaldsskóla tvítugur með bæði stúdentspróf og iðnmenntun í handraðanum. Atvinnumöguleikar þess einstaklings aukast til mikilla muna. Atvinnurekendur hafa tekið höndum saman um eflingu vinnustaðanáms og hafa nú tæplega 200 fyrirtæki innan Samtaka iðnaðarins staðfest sáttmála þess efnis að auðvelda á ungu fólki að komast á samning. Það eru gríðarlega spennandi hlutir að gerast í atvinnulífinu nú um stundir. Mikil nýsköpun og gróska. Tækninni fleygir fram á öllum sviðum sem gerir það að verkum að eðli margra starfa í iðnaði hafa gjörbreyst. Atvinnulífið þarf á ungu og öflugu fólki að halda. Við þurfum að fá hæfileikaríka einstaklinga í okkar raðir sem geta sameinað hugvit sitt og verkvit. Þannig manneskju eru allir vegir færir. Við leyfum okkur að fullyrða að fólk sem stendur sig vel í iðnnámi fái starf að loknu námi og það sem meira er, það mun fá góð og vel launuð störf. Ég vil hvetja jafnt foreldra sem ungt fólk sem nú stendur frammi fyrir námsvali að kynna sér allar þær fjölbreyttu starfsgreinar sem kenndar eru hér á landi. Á næstunni fá foreldrar og nemendur í 9. bekk upplýsingar sendar frá Samtökum iðnaðarins sem sýna möguleika sem bjóðast. Atvinnulífið mun taka vel á móti ungu fólki sem velur sér iðngrein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Nú um stundir standa þúsundir ungmenna frammi fyrir því að velja sér námsleið að loknu grunnskólanámi. Með þeirri ákvörðun eru mörkuð skref í átt að framtíðarstarfinu. Sjaldan eða aldrei hafa möguleikar ungs fólks til menntunar verið jafn miklir og í dag. Tækifærin liggja víða. Í langan tíma hefur straumurinn legið í bóknám, það er hin hefðbundna leið til stúdentsprófs. Mig langar að vekja athygli þína lesandi góður á því að hægt er að taka stúdentspróf en ná sér á sama tíma í starfsréttindi sem eru alþjóðleg og opna möguleika til spennandi og skemmtilegra starfa. Í dag er hægur vandi að flétta saman iðnnámi og stúdentsprófi á sama tíma. Ímyndið ykkur hversu mikið forskot sá einstaklingur hefur sem kemur út úr framhaldsskóla tvítugur með bæði stúdentspróf og iðnmenntun í handraðanum. Atvinnumöguleikar þess einstaklings aukast til mikilla muna. Atvinnurekendur hafa tekið höndum saman um eflingu vinnustaðanáms og hafa nú tæplega 200 fyrirtæki innan Samtaka iðnaðarins staðfest sáttmála þess efnis að auðvelda á ungu fólki að komast á samning. Það eru gríðarlega spennandi hlutir að gerast í atvinnulífinu nú um stundir. Mikil nýsköpun og gróska. Tækninni fleygir fram á öllum sviðum sem gerir það að verkum að eðli margra starfa í iðnaði hafa gjörbreyst. Atvinnulífið þarf á ungu og öflugu fólki að halda. Við þurfum að fá hæfileikaríka einstaklinga í okkar raðir sem geta sameinað hugvit sitt og verkvit. Þannig manneskju eru allir vegir færir. Við leyfum okkur að fullyrða að fólk sem stendur sig vel í iðnnámi fái starf að loknu námi og það sem meira er, það mun fá góð og vel launuð störf. Ég vil hvetja jafnt foreldra sem ungt fólk sem nú stendur frammi fyrir námsvali að kynna sér allar þær fjölbreyttu starfsgreinar sem kenndar eru hér á landi. Á næstunni fá foreldrar og nemendur í 9. bekk upplýsingar sendar frá Samtökum iðnaðarins sem sýna möguleika sem bjóðast. Atvinnulífið mun taka vel á móti ungu fólki sem velur sér iðngrein.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar