Hvað viltu læra? Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 12. apríl 2016 07:00 Nú um stundir standa þúsundir ungmenna frammi fyrir því að velja sér námsleið að loknu grunnskólanámi. Með þeirri ákvörðun eru mörkuð skref í átt að framtíðarstarfinu. Sjaldan eða aldrei hafa möguleikar ungs fólks til menntunar verið jafn miklir og í dag. Tækifærin liggja víða. Í langan tíma hefur straumurinn legið í bóknám, það er hin hefðbundna leið til stúdentsprófs. Mig langar að vekja athygli þína lesandi góður á því að hægt er að taka stúdentspróf en ná sér á sama tíma í starfsréttindi sem eru alþjóðleg og opna möguleika til spennandi og skemmtilegra starfa. Í dag er hægur vandi að flétta saman iðnnámi og stúdentsprófi á sama tíma. Ímyndið ykkur hversu mikið forskot sá einstaklingur hefur sem kemur út úr framhaldsskóla tvítugur með bæði stúdentspróf og iðnmenntun í handraðanum. Atvinnumöguleikar þess einstaklings aukast til mikilla muna. Atvinnurekendur hafa tekið höndum saman um eflingu vinnustaðanáms og hafa nú tæplega 200 fyrirtæki innan Samtaka iðnaðarins staðfest sáttmála þess efnis að auðvelda á ungu fólki að komast á samning. Það eru gríðarlega spennandi hlutir að gerast í atvinnulífinu nú um stundir. Mikil nýsköpun og gróska. Tækninni fleygir fram á öllum sviðum sem gerir það að verkum að eðli margra starfa í iðnaði hafa gjörbreyst. Atvinnulífið þarf á ungu og öflugu fólki að halda. Við þurfum að fá hæfileikaríka einstaklinga í okkar raðir sem geta sameinað hugvit sitt og verkvit. Þannig manneskju eru allir vegir færir. Við leyfum okkur að fullyrða að fólk sem stendur sig vel í iðnnámi fái starf að loknu námi og það sem meira er, það mun fá góð og vel launuð störf. Ég vil hvetja jafnt foreldra sem ungt fólk sem nú stendur frammi fyrir námsvali að kynna sér allar þær fjölbreyttu starfsgreinar sem kenndar eru hér á landi. Á næstunni fá foreldrar og nemendur í 9. bekk upplýsingar sendar frá Samtökum iðnaðarins sem sýna möguleika sem bjóðast. Atvinnulífið mun taka vel á móti ungu fólki sem velur sér iðngrein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Nú um stundir standa þúsundir ungmenna frammi fyrir því að velja sér námsleið að loknu grunnskólanámi. Með þeirri ákvörðun eru mörkuð skref í átt að framtíðarstarfinu. Sjaldan eða aldrei hafa möguleikar ungs fólks til menntunar verið jafn miklir og í dag. Tækifærin liggja víða. Í langan tíma hefur straumurinn legið í bóknám, það er hin hefðbundna leið til stúdentsprófs. Mig langar að vekja athygli þína lesandi góður á því að hægt er að taka stúdentspróf en ná sér á sama tíma í starfsréttindi sem eru alþjóðleg og opna möguleika til spennandi og skemmtilegra starfa. Í dag er hægur vandi að flétta saman iðnnámi og stúdentsprófi á sama tíma. Ímyndið ykkur hversu mikið forskot sá einstaklingur hefur sem kemur út úr framhaldsskóla tvítugur með bæði stúdentspróf og iðnmenntun í handraðanum. Atvinnumöguleikar þess einstaklings aukast til mikilla muna. Atvinnurekendur hafa tekið höndum saman um eflingu vinnustaðanáms og hafa nú tæplega 200 fyrirtæki innan Samtaka iðnaðarins staðfest sáttmála þess efnis að auðvelda á ungu fólki að komast á samning. Það eru gríðarlega spennandi hlutir að gerast í atvinnulífinu nú um stundir. Mikil nýsköpun og gróska. Tækninni fleygir fram á öllum sviðum sem gerir það að verkum að eðli margra starfa í iðnaði hafa gjörbreyst. Atvinnulífið þarf á ungu og öflugu fólki að halda. Við þurfum að fá hæfileikaríka einstaklinga í okkar raðir sem geta sameinað hugvit sitt og verkvit. Þannig manneskju eru allir vegir færir. Við leyfum okkur að fullyrða að fólk sem stendur sig vel í iðnnámi fái starf að loknu námi og það sem meira er, það mun fá góð og vel launuð störf. Ég vil hvetja jafnt foreldra sem ungt fólk sem nú stendur frammi fyrir námsvali að kynna sér allar þær fjölbreyttu starfsgreinar sem kenndar eru hér á landi. Á næstunni fá foreldrar og nemendur í 9. bekk upplýsingar sendar frá Samtökum iðnaðarins sem sýna möguleika sem bjóðast. Atvinnulífið mun taka vel á móti ungu fólki sem velur sér iðngrein.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun