James Harden búinn að bæta eitt óvinsælasta metið í NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2016 14:30 James Harden. Vísir/Getty James Harden er algjör lykilmaður í liði Houston Rockets sem er í mikilli baráttu um að komast í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Harden hefur ekki enn náð að tryggja sínu liði sæti í úrslitakeppninni þótt að aðeins einn leikur sé eftir en hann hefur aftur á móti tryggt sér eitt allra óvinsælasta metið í sögu NBA. James Harden er með flottar tölur í vetur enda að skora 28,8 stig, taka 6,2 fráköst og gefa 7,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Það er allt það besta sem hann hefur gert til þessa á tímabilinu. Harden er hinsvegar mjög mikið með boltann og það kostar sitt að búa til allar þessar sóknir Houston-liðsins. Það hefur kostað hann svo mikið að Harden er nú eigandi metsins yfir flesta tapaða bolta á einu tímabili. Harden bætti met Artis Gilmore sem var búinn að eiga metið yfir flesta tapaða bolta frá árinu 1978. Artis Gilmore tapaði 366 boltum tímabilið 1977-78 eða 4,5 að meðaltali í leik en það var einmitt fyrsta tímabilið sem þessi tölfræði var tekin saman í NBA. James Harden hefur þegar tapað 373 boltum á þessu tímabili eða 4,6 að meðaltali í leik. Russell Westbrook er einnig á topplistanum og hann á eftir einn leik. Hann gæti því hækkað sig úr 13. sæti listans enda "bara" fimm tapaðir boltar upp í áttunda sætið.Flestir tapaðir boltar á einu tímabili í NBA: 1. James Harden 373 (2015-16, Houston Rockets) 2. Artis Gilmore 366 (1977-78, Chicago Bulls) 3. Kevin Porter 360 (1977-78, Toronto Raptors) 4. Micheal Ray Richardson 359 (1979-80, New York Knicks) 5. Ricky Sobers 352 (1977-78, Indiana Pacers) 6. Charles Barkley 350 (1985-86, Philadelphia 76ers) 7. Reggie Theus 348 (1979-80, Chicago Bulls) 8. Bob McAdoo 346 (1977-78, New York Knicks) 8. George McGinnis 346 (1978-79, Denver Nuggets) 10. Ron Harper 345 (1986-87, Cleveland Cavaliers) 11. Allen Iverson 344 (2004-05, Philadelphia 76ers) 12. Isiah Thomas 343 (1986-87, Detroit Pistons) 13. Jeff Ruland 342 (1983-84, Washington Bullets) 13. Russell Westbrook 342 (2015-16, Oklahoma City Thunder) NBA Mest lesið „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Fleiri fréttir „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Sjá meira
James Harden er algjör lykilmaður í liði Houston Rockets sem er í mikilli baráttu um að komast í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Harden hefur ekki enn náð að tryggja sínu liði sæti í úrslitakeppninni þótt að aðeins einn leikur sé eftir en hann hefur aftur á móti tryggt sér eitt allra óvinsælasta metið í sögu NBA. James Harden er með flottar tölur í vetur enda að skora 28,8 stig, taka 6,2 fráköst og gefa 7,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Það er allt það besta sem hann hefur gert til þessa á tímabilinu. Harden er hinsvegar mjög mikið með boltann og það kostar sitt að búa til allar þessar sóknir Houston-liðsins. Það hefur kostað hann svo mikið að Harden er nú eigandi metsins yfir flesta tapaða bolta á einu tímabili. Harden bætti met Artis Gilmore sem var búinn að eiga metið yfir flesta tapaða bolta frá árinu 1978. Artis Gilmore tapaði 366 boltum tímabilið 1977-78 eða 4,5 að meðaltali í leik en það var einmitt fyrsta tímabilið sem þessi tölfræði var tekin saman í NBA. James Harden hefur þegar tapað 373 boltum á þessu tímabili eða 4,6 að meðaltali í leik. Russell Westbrook er einnig á topplistanum og hann á eftir einn leik. Hann gæti því hækkað sig úr 13. sæti listans enda "bara" fimm tapaðir boltar upp í áttunda sætið.Flestir tapaðir boltar á einu tímabili í NBA: 1. James Harden 373 (2015-16, Houston Rockets) 2. Artis Gilmore 366 (1977-78, Chicago Bulls) 3. Kevin Porter 360 (1977-78, Toronto Raptors) 4. Micheal Ray Richardson 359 (1979-80, New York Knicks) 5. Ricky Sobers 352 (1977-78, Indiana Pacers) 6. Charles Barkley 350 (1985-86, Philadelphia 76ers) 7. Reggie Theus 348 (1979-80, Chicago Bulls) 8. Bob McAdoo 346 (1977-78, New York Knicks) 8. George McGinnis 346 (1978-79, Denver Nuggets) 10. Ron Harper 345 (1986-87, Cleveland Cavaliers) 11. Allen Iverson 344 (2004-05, Philadelphia 76ers) 12. Isiah Thomas 343 (1986-87, Detroit Pistons) 13. Jeff Ruland 342 (1983-84, Washington Bullets) 13. Russell Westbrook 342 (2015-16, Oklahoma City Thunder)
NBA Mest lesið „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Fleiri fréttir „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Sjá meira