Körfubolti

James Harden búinn að bæta eitt óvinsælasta metið í NBA

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
James Harden.
James Harden. Vísir/Getty
James Harden er algjör lykilmaður í liði Houston Rockets sem er í mikilli baráttu um að komast í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta.

Harden hefur ekki enn náð að tryggja sínu liði sæti í úrslitakeppninni þótt að aðeins einn leikur sé eftir en hann hefur aftur á móti tryggt sér eitt allra óvinsælasta metið í sögu NBA.

James Harden er með flottar tölur í vetur enda að skora 28,8 stig, taka 6,2 fráköst og gefa 7,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Það er allt það besta sem hann hefur gert til þessa á tímabilinu.

Harden er hinsvegar mjög mikið með boltann og það kostar sitt að búa til allar þessar sóknir Houston-liðsins. Það hefur kostað hann svo mikið að Harden er nú eigandi metsins yfir flesta tapaða bolta á einu tímabili.

Harden bætti met Artis Gilmore sem var búinn að eiga metið yfir flesta tapaða bolta frá árinu 1978. Artis Gilmore tapaði 366 boltum tímabilið 1977-78 eða 4,5 að meðaltali í leik en það var einmitt fyrsta tímabilið sem þessi tölfræði var tekin saman í NBA.

James Harden hefur þegar tapað 373 boltum á þessu tímabili eða 4,6 að meðaltali í leik.

Russell Westbrook er einnig á topplistanum og hann á eftir einn leik. Hann gæti því hækkað sig úr 13. sæti listans enda "bara" fimm tapaðir boltar upp í áttunda sætið.

Flestir tapaðir boltar á einu tímabili í NBA:

1. James Harden 373 (2015-16, Houston Rockets)

2. Artis Gilmore 366 (1977-78, Chicago Bulls)

3. Kevin Porter    360 (1977-78, Toronto Raptors)

4. Micheal Ray Richardson 359 (1979-80, New York Knicks)

5. Ricky Sobers    352 (1977-78, Indiana Pacers)

6. Charles Barkley 350 (1985-86, Philadelphia 76ers)

7. Reggie Theus    348 (1979-80, Chicago Bulls)

8. Bob McAdoo    346 (1977-78, New York Knicks)

8. George McGinnis 346 (1978-79, Denver Nuggets)

10. Ron Harper    345 (1986-87, Cleveland Cavaliers)

11. Allen Iverson 344 (2004-05, Philadelphia 76ers)

12. Isiah Thomas 343 (1986-87, Detroit Pistons)

13. Jeff Ruland    342 (1983-84, Washington Bullets)

13. Russell Westbrook 342 (2015-16, Oklahoma City Thunder)

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×