Betra að telja upp að tíu Skjóðan skrifar 13. apríl 2016 09:00 Mönnum hættir til að gera mistök í hita leiksins. Stundum er gott að telja upp að tíu áður en rokið er áfram. Íslenska þjóðin er núna í hita leiksins og ætti kannski að telja upp að tíu. Er það í þágu bestu hagsmuna þjóðarinnar að rjúka í kosningar á þessu ári? Er einhver tilbúinn í kosningar? Líkast til er hvorki stjórnarandstaðan né ríkisstjórnarflokkarnir, möguleg ný framboð eða þjóðin sjálf tilbúin í kosningar núna. Það er spurning hvort réttlætanlegt sé að leggja í mikil átök til að flýta kosningum um nokkra mánuði. Staða þjóðarbúsins er þokkaleg núna. Jafnvægi er nokkuð gott og atvinnuleysi hverfandi. Ef frá eru taldir himinháir vextir er ekki sjáanleg nein bein ógn við heimilin í landinu að svo stöddu. Lífeyrissjóðirnir skila góðri ávöxtun. Staða fyrirtækja hefur batnað þó að hátt vaxtaumhverfi og launahækkanir valdi vanda hjá sumum minni fyrirtækjum. Ef við tækjum púlsinn á þjóðarbúinu myndi heilsan mælast yfir meðallagi góð. Í pólitísku hamfaraveðri síðustu viku báru tveir menn af. Forseti Íslands hafði trausta hönd á stýri og fjármálaráðherra hélt ró sinni, en naut vitanlega samanburðarins við fyrrverandi forsætisráðherra. Undanfari hinnar viðburðaríku viku var Facebook-færsla frá eiginkonu forsætisráðherra um miðjan mars. Hefðu hlutirnir þróast öðruvísi ef færslan hefði byrjað „Eiginmaður minn var spurður út í spurningar sem tengjast félagi á mínum vegum. Hann brást rangt við og gekk út úr sjónvarpsviðtali?…“? Stundum getur verið gott að telja upp að tíu. Væri ekki betra að ljúka kjörtímabilinu og kjósa til Alþingis eftir ár? Þá verður Bjarni Benediktsson búinn að leggja öll spil á borðið og skýra sitt mál. Hann verður búinn að endurnýja umboð sitt eða Sjálfstæðisflokkurinn búinn að velja sér nýjan formann. Samfylkingin verður búin að útkljá leiðtogamál sín og undirbúa sig fyrir kosningar. Framsóknarflokkurinn verður búinn að finna sér nýjan leiðtoga og mögulega endurreisa trúverðugleika gagnvart kjósendum. Píratar verða búnir að manna framboðslista sína, en það er ekkert áhlaupaverk að manna vel lista hjá framboði sem er líklegt til að fá fleiri en einn kjörinn fulltrúa í öllum kjördæmum landsins. Steingrímur J. Sigfússon verður búinn að tilkynna brottför úr stjórnmálunum og mögulega Ögmundur líka þannig að Katrín Jakobsdóttir þarf ekki að burðast með pólitísk lík í skottinu inn í kosningar. Verði kosið á þessu ári er mjög líklegt að flest eða öll stjórnmálaöfl landsins verði illa undirbúin. Slíkt er ávísun á skammlífa ríkisstjórn og pólitísk upplausn, sem fylgir tíðum kosningum, er ekki í þágu þjóðarinnar. Skjóðan Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur „Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Atvinnulíf Musk selur enn fleiri bréf í Tesla Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira
Mönnum hættir til að gera mistök í hita leiksins. Stundum er gott að telja upp að tíu áður en rokið er áfram. Íslenska þjóðin er núna í hita leiksins og ætti kannski að telja upp að tíu. Er það í þágu bestu hagsmuna þjóðarinnar að rjúka í kosningar á þessu ári? Er einhver tilbúinn í kosningar? Líkast til er hvorki stjórnarandstaðan né ríkisstjórnarflokkarnir, möguleg ný framboð eða þjóðin sjálf tilbúin í kosningar núna. Það er spurning hvort réttlætanlegt sé að leggja í mikil átök til að flýta kosningum um nokkra mánuði. Staða þjóðarbúsins er þokkaleg núna. Jafnvægi er nokkuð gott og atvinnuleysi hverfandi. Ef frá eru taldir himinháir vextir er ekki sjáanleg nein bein ógn við heimilin í landinu að svo stöddu. Lífeyrissjóðirnir skila góðri ávöxtun. Staða fyrirtækja hefur batnað þó að hátt vaxtaumhverfi og launahækkanir valdi vanda hjá sumum minni fyrirtækjum. Ef við tækjum púlsinn á þjóðarbúinu myndi heilsan mælast yfir meðallagi góð. Í pólitísku hamfaraveðri síðustu viku báru tveir menn af. Forseti Íslands hafði trausta hönd á stýri og fjármálaráðherra hélt ró sinni, en naut vitanlega samanburðarins við fyrrverandi forsætisráðherra. Undanfari hinnar viðburðaríku viku var Facebook-færsla frá eiginkonu forsætisráðherra um miðjan mars. Hefðu hlutirnir þróast öðruvísi ef færslan hefði byrjað „Eiginmaður minn var spurður út í spurningar sem tengjast félagi á mínum vegum. Hann brást rangt við og gekk út úr sjónvarpsviðtali?…“? Stundum getur verið gott að telja upp að tíu. Væri ekki betra að ljúka kjörtímabilinu og kjósa til Alþingis eftir ár? Þá verður Bjarni Benediktsson búinn að leggja öll spil á borðið og skýra sitt mál. Hann verður búinn að endurnýja umboð sitt eða Sjálfstæðisflokkurinn búinn að velja sér nýjan formann. Samfylkingin verður búin að útkljá leiðtogamál sín og undirbúa sig fyrir kosningar. Framsóknarflokkurinn verður búinn að finna sér nýjan leiðtoga og mögulega endurreisa trúverðugleika gagnvart kjósendum. Píratar verða búnir að manna framboðslista sína, en það er ekkert áhlaupaverk að manna vel lista hjá framboði sem er líklegt til að fá fleiri en einn kjörinn fulltrúa í öllum kjördæmum landsins. Steingrímur J. Sigfússon verður búinn að tilkynna brottför úr stjórnmálunum og mögulega Ögmundur líka þannig að Katrín Jakobsdóttir þarf ekki að burðast með pólitísk lík í skottinu inn í kosningar. Verði kosið á þessu ári er mjög líklegt að flest eða öll stjórnmálaöfl landsins verði illa undirbúin. Slíkt er ávísun á skammlífa ríkisstjórn og pólitísk upplausn, sem fylgir tíðum kosningum, er ekki í þágu þjóðarinnar.
Skjóðan Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur „Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Atvinnulíf Musk selur enn fleiri bréf í Tesla Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira