Sparisjóður Austurlands kannar stöðu sína gagnvart Borgun Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. apríl 2016 21:00 Útibú Sparisjóðs Austurlands á Norðfirði. mynd/kristín hávarðsdóttir - austurfrétt Sparisjóður Austurlands hefur falið lögfræðingi sjóðsins að skoða hvernig staðið var að sölu hlutabréfa sinna í Borgun og meta í kjölfarið hvort ástæða sé til að grípa til aðgerða. Þetta kemur í fréttatilkynningu frá Sparisjóðnum sem send var út að loknum aðalfundi sjóðsins. Í árslok 2014 seldi sparisjóðurinn hlutabréf í Borgun til félags í eigu stjórnenda Borgunar. Hlutaféð nam 0,32 prósentum af heildarhlutafé félagsins og var verðið 22,2 milljónir króna. „Ef það upplýsingar sem fram hafa komið í fjölmiðlum undanfarið um virði Borgunar eru réttar gæti virði hlutar Sparisjóðsins á þessum tíma hafa verið umtalsvert hærri en 22,2 milljónir,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að hagnaður sjóðsins fyrir skatta og lögbundið fimm prósenta framlag til samfélagslegra verkefna hafi numið 36,2 milljónum króna. Hagnaður eftir skatta var 25,8 milljónir en það er talsvert lægri upphæð en gert var ráð fyrir. Á áætlun yfirstandandi árs er gert ráð fyrir því að hagnaður muni nema um sextíu milljónum króna. Þá kemur einnig fram að viðskiptavinum sjóðsins hafi fjölgað mjög á síðasta ári og vikulega bætist í hóp þeirra. „Þetta er bæði innan fjórðungs, sem og annars staðar á landinu, og í mörgum tilfellum viðskiptavinir fyrrverandi sparisjóða sem vilja vera áfram í viðskiptum hjá sparisjóði.“ Borgunarmálið Tengdar fréttir FME: Salan á Borgun ekki í samræmi við eðlilega viðskiptahætti FME telur verklag Landsbankans við söluna á Borgun ekki hafa verið til þess fallið að skila bestri niðurstöðu fyrir bankann. 31. mars 2016 13:11 Forstjóri Borgunar undrast boðaða málsókn Landsbankans Haukur hafnar því að stjórnendur Borgunar hafi leynt Landsbankann einhverjum upplýsingum í viðræðunum. 17. mars 2016 07:00 Telur bankaráð Landsbankans vanhæft til að ákveða málshöfðun Hæstaréttarlögmaður telur heppilegra að nýtt bankaráð Landsbankans eða Bankasýslan ákveði málshöfðun vegna sölunnar á 31 prósents hlut bankans í Borgun. Hagsmunir s 30. mars 2016 08:45 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Sparisjóður Austurlands hefur falið lögfræðingi sjóðsins að skoða hvernig staðið var að sölu hlutabréfa sinna í Borgun og meta í kjölfarið hvort ástæða sé til að grípa til aðgerða. Þetta kemur í fréttatilkynningu frá Sparisjóðnum sem send var út að loknum aðalfundi sjóðsins. Í árslok 2014 seldi sparisjóðurinn hlutabréf í Borgun til félags í eigu stjórnenda Borgunar. Hlutaféð nam 0,32 prósentum af heildarhlutafé félagsins og var verðið 22,2 milljónir króna. „Ef það upplýsingar sem fram hafa komið í fjölmiðlum undanfarið um virði Borgunar eru réttar gæti virði hlutar Sparisjóðsins á þessum tíma hafa verið umtalsvert hærri en 22,2 milljónir,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að hagnaður sjóðsins fyrir skatta og lögbundið fimm prósenta framlag til samfélagslegra verkefna hafi numið 36,2 milljónum króna. Hagnaður eftir skatta var 25,8 milljónir en það er talsvert lægri upphæð en gert var ráð fyrir. Á áætlun yfirstandandi árs er gert ráð fyrir því að hagnaður muni nema um sextíu milljónum króna. Þá kemur einnig fram að viðskiptavinum sjóðsins hafi fjölgað mjög á síðasta ári og vikulega bætist í hóp þeirra. „Þetta er bæði innan fjórðungs, sem og annars staðar á landinu, og í mörgum tilfellum viðskiptavinir fyrrverandi sparisjóða sem vilja vera áfram í viðskiptum hjá sparisjóði.“
Borgunarmálið Tengdar fréttir FME: Salan á Borgun ekki í samræmi við eðlilega viðskiptahætti FME telur verklag Landsbankans við söluna á Borgun ekki hafa verið til þess fallið að skila bestri niðurstöðu fyrir bankann. 31. mars 2016 13:11 Forstjóri Borgunar undrast boðaða málsókn Landsbankans Haukur hafnar því að stjórnendur Borgunar hafi leynt Landsbankann einhverjum upplýsingum í viðræðunum. 17. mars 2016 07:00 Telur bankaráð Landsbankans vanhæft til að ákveða málshöfðun Hæstaréttarlögmaður telur heppilegra að nýtt bankaráð Landsbankans eða Bankasýslan ákveði málshöfðun vegna sölunnar á 31 prósents hlut bankans í Borgun. Hagsmunir s 30. mars 2016 08:45 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
FME: Salan á Borgun ekki í samræmi við eðlilega viðskiptahætti FME telur verklag Landsbankans við söluna á Borgun ekki hafa verið til þess fallið að skila bestri niðurstöðu fyrir bankann. 31. mars 2016 13:11
Forstjóri Borgunar undrast boðaða málsókn Landsbankans Haukur hafnar því að stjórnendur Borgunar hafi leynt Landsbankann einhverjum upplýsingum í viðræðunum. 17. mars 2016 07:00
Telur bankaráð Landsbankans vanhæft til að ákveða málshöfðun Hæstaréttarlögmaður telur heppilegra að nýtt bankaráð Landsbankans eða Bankasýslan ákveði málshöfðun vegna sölunnar á 31 prósents hlut bankans í Borgun. Hagsmunir s 30. mars 2016 08:45