Ekki náðist að kjósa nýtt bankaráð Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. apríl 2016 07:00 Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, var ánægður með síðasta ár og sagði það "gríðarlega gott“. vísir/anton brink Ekki tókst að kjósa í nýtt bankaráð Landsbankans á aðalfundi bankans í Hörpu í gær. Kosningunum var frestað til 22. apríl en Birgir Björn Sigurjónsson, fjármálastjóri Reykjavíkurborgar, dró sitt framboð til baka í gær eftir að borgaryfirvöld sögðu honum að seta í bankaráði færi ekki saman við starf hans sem fjármálastjóri borgarinnar. Þar sem framboðsfrestur var runninn út þurfti að fresta kosningunum. „Mínir yfirmenn töldu það ekki fara saman við starf mitt sem fjármálastjóri borgarinnar. Í valinu þess á milli fannst mér eðlilegast að ég veldi borgina,“ segir Birgir.Þau Berglind Svavarsdóttir, Danielle Pamela Neben, Helga Björk Eiríksdóttir, Hersir Sigurgeirsson, Jón Guðmann Pétursson, Magnús Pétursson og Einar Þór Bjarnason eru tilnefnd, en Einar kemur í stað Birgis. Lagt er til að Helga verði formaður ráðsins. Tryggvi Pálsson, fráfarandi formaður bankaráðs, og Steinþór Pálsson bankastjóri voru að mestu ánægðir með liðið ár á aðalfundinum í gær en bankinn skilaði 36,5 milljarða króna hagnaði og sagði Tryggvi árið besta rekstarár frá stofnun bankans er hann steig í ræðustól. Þó sagði Tryggvi að bankaráðið iðraðist hvernig staðið hafi verið að sölu bankans á hlut hans í Borgun. „Við iðrumst þess og hefðum betur getað staðið öðruvísi að sölunni og haft hana í opnu ferli árið 2014. Við hefðum betur áttað okkur á því að þarna væri happdrættisvinningur sem gæti fallið Borgun í skaut,“ sagði Tryggvi og vísaði til þess að Borgun mun hagnast mikið vegna kaupa Visa Inc á Visa Europe.Tryggvi Pálsson, fráfarandi formaður bankaráðs Landsbankansvísir/anton brinkTryggvi vék að húsnæðismálum bankans í ræðu sinni og sagði vandann óleystan en að bygging nýs húsnæðis á Austurhöfninni í Reykjavík væri hagkvæmasti kostur. Steinþór sagðist verða að bíða eftir nýju bankaráði með að ákveða hvað gert verður í þeim málum. „Nýtt bankaráð tekur ákvarðanir í svona málum og við bíðum eftir nýju bankaraði.“ Hann segir stöðu bankans vera að batna hvert sem litið er. „Þetta var gríðarlega gott ár á alla mælikvarða. Við sjáum að tekjur eru að vaxa vegna aukinna viðskipta. Við erum að auka markaðshlutdeild og lækka kostnað á sama tíma,“ segir Steinþór og bætir við: „Það er góð tilfinning sem gerir bankann hæfari til að standa sig. Hann þarf að geta bætt sig til framtíðar fyrir sína viðskiptavini.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. apríl Borgunarmálið Tengdar fréttir FME: Salan á Borgun ekki í samræmi við eðlilega viðskiptahætti FME telur verklag Landsbankans við söluna á Borgun ekki hafa verið til þess fallið að skila bestri niðurstöðu fyrir bankann. 31. mars 2016 13:11 Stjórnendur Landsbankans óttuðust um rekstrarhæfi bankans Stjórnendur Landsbankans óttuðust árið 2010 að eiginfjárhlutfall bankans færi undir lögbundin mörk, sem eru átta prósent. Samkvæmt lögum á peningastefnunefnd Seðlabankans að vara við slíkum aðstæðum. Það gerði nefndin þó ekki. 13. apríl 2016 11:00 Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira
Ekki tókst að kjósa í nýtt bankaráð Landsbankans á aðalfundi bankans í Hörpu í gær. Kosningunum var frestað til 22. apríl en Birgir Björn Sigurjónsson, fjármálastjóri Reykjavíkurborgar, dró sitt framboð til baka í gær eftir að borgaryfirvöld sögðu honum að seta í bankaráði færi ekki saman við starf hans sem fjármálastjóri borgarinnar. Þar sem framboðsfrestur var runninn út þurfti að fresta kosningunum. „Mínir yfirmenn töldu það ekki fara saman við starf mitt sem fjármálastjóri borgarinnar. Í valinu þess á milli fannst mér eðlilegast að ég veldi borgina,“ segir Birgir.Þau Berglind Svavarsdóttir, Danielle Pamela Neben, Helga Björk Eiríksdóttir, Hersir Sigurgeirsson, Jón Guðmann Pétursson, Magnús Pétursson og Einar Þór Bjarnason eru tilnefnd, en Einar kemur í stað Birgis. Lagt er til að Helga verði formaður ráðsins. Tryggvi Pálsson, fráfarandi formaður bankaráðs, og Steinþór Pálsson bankastjóri voru að mestu ánægðir með liðið ár á aðalfundinum í gær en bankinn skilaði 36,5 milljarða króna hagnaði og sagði Tryggvi árið besta rekstarár frá stofnun bankans er hann steig í ræðustól. Þó sagði Tryggvi að bankaráðið iðraðist hvernig staðið hafi verið að sölu bankans á hlut hans í Borgun. „Við iðrumst þess og hefðum betur getað staðið öðruvísi að sölunni og haft hana í opnu ferli árið 2014. Við hefðum betur áttað okkur á því að þarna væri happdrættisvinningur sem gæti fallið Borgun í skaut,“ sagði Tryggvi og vísaði til þess að Borgun mun hagnast mikið vegna kaupa Visa Inc á Visa Europe.Tryggvi Pálsson, fráfarandi formaður bankaráðs Landsbankansvísir/anton brinkTryggvi vék að húsnæðismálum bankans í ræðu sinni og sagði vandann óleystan en að bygging nýs húsnæðis á Austurhöfninni í Reykjavík væri hagkvæmasti kostur. Steinþór sagðist verða að bíða eftir nýju bankaráði með að ákveða hvað gert verður í þeim málum. „Nýtt bankaráð tekur ákvarðanir í svona málum og við bíðum eftir nýju bankaraði.“ Hann segir stöðu bankans vera að batna hvert sem litið er. „Þetta var gríðarlega gott ár á alla mælikvarða. Við sjáum að tekjur eru að vaxa vegna aukinna viðskipta. Við erum að auka markaðshlutdeild og lækka kostnað á sama tíma,“ segir Steinþór og bætir við: „Það er góð tilfinning sem gerir bankann hæfari til að standa sig. Hann þarf að geta bætt sig til framtíðar fyrir sína viðskiptavini.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. apríl
Borgunarmálið Tengdar fréttir FME: Salan á Borgun ekki í samræmi við eðlilega viðskiptahætti FME telur verklag Landsbankans við söluna á Borgun ekki hafa verið til þess fallið að skila bestri niðurstöðu fyrir bankann. 31. mars 2016 13:11 Stjórnendur Landsbankans óttuðust um rekstrarhæfi bankans Stjórnendur Landsbankans óttuðust árið 2010 að eiginfjárhlutfall bankans færi undir lögbundin mörk, sem eru átta prósent. Samkvæmt lögum á peningastefnunefnd Seðlabankans að vara við slíkum aðstæðum. Það gerði nefndin þó ekki. 13. apríl 2016 11:00 Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira
FME: Salan á Borgun ekki í samræmi við eðlilega viðskiptahætti FME telur verklag Landsbankans við söluna á Borgun ekki hafa verið til þess fallið að skila bestri niðurstöðu fyrir bankann. 31. mars 2016 13:11
Stjórnendur Landsbankans óttuðust um rekstrarhæfi bankans Stjórnendur Landsbankans óttuðust árið 2010 að eiginfjárhlutfall bankans færi undir lögbundin mörk, sem eru átta prósent. Samkvæmt lögum á peningastefnunefnd Seðlabankans að vara við slíkum aðstæðum. Það gerði nefndin þó ekki. 13. apríl 2016 11:00