Endurkoma arnarins Pétur Marinó Jónsson skrifar 16. apríl 2016 12:45 Vísir/Getty Rússinn Khabib Nurmagomedov mun loksins snúa aftur í búrið í kvöld eftir tveggja ára fjarveru vegna meiðsla. Mikil eftirvænting ríkir fyrir endurkomu hans en hvers vegna? Fyrir það fyrsta hefur Khabib „The Eagle“ Nurmagomedov sigrað alla 22 bardaga sína á MMA ferlinum. Í UFC hefur honum tekist að sigra alla sex bardaga sína án þess að lenda í teljandi vandræðum. Síðast sáum hann gjörsigraði Rafael Dos Anjos. Í dag er Brasilíumaðurinn léttvigtarmeistarinn og telja margir að mætist þeir aftur muni Nurmagomedov standa uppi sem sigurvegari og verða þar með léttvigtarmeistari UFC. Bardagi þeirra var einhliða frá fyrstu sekúndu og er Nurmagomedov eini maðurinn sem sigrað hefur Dos Anjos á síðustu fimm árum. Síðan Nurmagomedov sigraði Dos Anjos hefur sá síðarnefndi sigrað fimm bardaga á meðan Rússinn hefur setið á hliðarlínunni vegna meiðsla. Þrívegis hefur hann þurft að draga sig úr bardaga vegna meiðsla en loksins munum við fá að sjá hann í kvöld. Nurmagomedov er þó ekki með neitt sérstaklega fallegan stíl. Hann brýtur menn niður með fellu eftir fellu og virðist hafa lítið fyrir því að lyfta mönnum hátt upp til lofts og skella þeim á rassinn. Ef hann nær taki á andstæðingnum er hann að fara í flugferð. Svo einfalt er það. Nurmagomedov leikur sér að taka sterka glímumenn niður aftur og aftur. Nurmagomedov kláraði 21 fellu gegn Abel Trujillo (sem er sjálfur alls ekki slæmur glímumaður) á 15 mínútum en það er met í UFC. Trujillo var ráðalaus í 3. lotu og gerði lítið annað en að hrista hausinn og skildi ekkert hvernig hann ætti að verjast fellunum. Þessi stíll hans er kannski ekki sá áhorfendavænsti en samt er hann mjög vinsæll bardagamaður. Það er eitthvað undarlega heillandi hvernig hann rífur kjaft á bjagaðri ensku og nýtir hvert tækifærið til að skjóta á aðra bardagamenn. Þá vakti gamalt myndband af níu ára Nurmagomedov að glíma við bjarnarhún gríðarlega athygli á sínum tíma. Myndbandið var auðvitað afar umdeilt en um leið vakti þetta ákveðna aðdáun á þessum kaldrifjuðu rússnesku bardagamönnum sem æfa oft við óvenjulegar aðstæður. Nurmagomedov mætir nýliðanum Darrell Horcher í kvöld sem kemur inn með skömmum fyrirvara eftir að upprunalegi andstæðingurinn, Tony Ferguson, meiddist. Ef Nurmagomedov verður í sama formi og fyrir tveimur árum á Horcher von á flugferð (sennilega flugferðum) í kvöld. Bardagakvöldið verður sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á miðnætti í kvöld og eru eftirtaldir fjórir bardagar á dagskrá:Léttþungavigt: Glover Teixeira gegn Rashad Evans Strávigt kvenna: Rose Namajunas gegn Tecia Torres Hentivigt: Khabib Nurmagomedov gegn Darrell Horcher Fjaðurvigt: Cub Swanson gegn Hacran Diaz MMA Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Fleiri fréttir Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Jöfnuðu metin gegn Dortmund Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Sjá meira
Rússinn Khabib Nurmagomedov mun loksins snúa aftur í búrið í kvöld eftir tveggja ára fjarveru vegna meiðsla. Mikil eftirvænting ríkir fyrir endurkomu hans en hvers vegna? Fyrir það fyrsta hefur Khabib „The Eagle“ Nurmagomedov sigrað alla 22 bardaga sína á MMA ferlinum. Í UFC hefur honum tekist að sigra alla sex bardaga sína án þess að lenda í teljandi vandræðum. Síðast sáum hann gjörsigraði Rafael Dos Anjos. Í dag er Brasilíumaðurinn léttvigtarmeistarinn og telja margir að mætist þeir aftur muni Nurmagomedov standa uppi sem sigurvegari og verða þar með léttvigtarmeistari UFC. Bardagi þeirra var einhliða frá fyrstu sekúndu og er Nurmagomedov eini maðurinn sem sigrað hefur Dos Anjos á síðustu fimm árum. Síðan Nurmagomedov sigraði Dos Anjos hefur sá síðarnefndi sigrað fimm bardaga á meðan Rússinn hefur setið á hliðarlínunni vegna meiðsla. Þrívegis hefur hann þurft að draga sig úr bardaga vegna meiðsla en loksins munum við fá að sjá hann í kvöld. Nurmagomedov er þó ekki með neitt sérstaklega fallegan stíl. Hann brýtur menn niður með fellu eftir fellu og virðist hafa lítið fyrir því að lyfta mönnum hátt upp til lofts og skella þeim á rassinn. Ef hann nær taki á andstæðingnum er hann að fara í flugferð. Svo einfalt er það. Nurmagomedov leikur sér að taka sterka glímumenn niður aftur og aftur. Nurmagomedov kláraði 21 fellu gegn Abel Trujillo (sem er sjálfur alls ekki slæmur glímumaður) á 15 mínútum en það er met í UFC. Trujillo var ráðalaus í 3. lotu og gerði lítið annað en að hrista hausinn og skildi ekkert hvernig hann ætti að verjast fellunum. Þessi stíll hans er kannski ekki sá áhorfendavænsti en samt er hann mjög vinsæll bardagamaður. Það er eitthvað undarlega heillandi hvernig hann rífur kjaft á bjagaðri ensku og nýtir hvert tækifærið til að skjóta á aðra bardagamenn. Þá vakti gamalt myndband af níu ára Nurmagomedov að glíma við bjarnarhún gríðarlega athygli á sínum tíma. Myndbandið var auðvitað afar umdeilt en um leið vakti þetta ákveðna aðdáun á þessum kaldrifjuðu rússnesku bardagamönnum sem æfa oft við óvenjulegar aðstæður. Nurmagomedov mætir nýliðanum Darrell Horcher í kvöld sem kemur inn með skömmum fyrirvara eftir að upprunalegi andstæðingurinn, Tony Ferguson, meiddist. Ef Nurmagomedov verður í sama formi og fyrir tveimur árum á Horcher von á flugferð (sennilega flugferðum) í kvöld. Bardagakvöldið verður sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á miðnætti í kvöld og eru eftirtaldir fjórir bardagar á dagskrá:Léttþungavigt: Glover Teixeira gegn Rashad Evans Strávigt kvenna: Rose Namajunas gegn Tecia Torres Hentivigt: Khabib Nurmagomedov gegn Darrell Horcher Fjaðurvigt: Cub Swanson gegn Hacran Diaz
MMA Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Fleiri fréttir Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Jöfnuðu metin gegn Dortmund Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Sjá meira
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn