Endurkoma arnarins Pétur Marinó Jónsson skrifar 16. apríl 2016 12:45 Vísir/Getty Rússinn Khabib Nurmagomedov mun loksins snúa aftur í búrið í kvöld eftir tveggja ára fjarveru vegna meiðsla. Mikil eftirvænting ríkir fyrir endurkomu hans en hvers vegna? Fyrir það fyrsta hefur Khabib „The Eagle“ Nurmagomedov sigrað alla 22 bardaga sína á MMA ferlinum. Í UFC hefur honum tekist að sigra alla sex bardaga sína án þess að lenda í teljandi vandræðum. Síðast sáum hann gjörsigraði Rafael Dos Anjos. Í dag er Brasilíumaðurinn léttvigtarmeistarinn og telja margir að mætist þeir aftur muni Nurmagomedov standa uppi sem sigurvegari og verða þar með léttvigtarmeistari UFC. Bardagi þeirra var einhliða frá fyrstu sekúndu og er Nurmagomedov eini maðurinn sem sigrað hefur Dos Anjos á síðustu fimm árum. Síðan Nurmagomedov sigraði Dos Anjos hefur sá síðarnefndi sigrað fimm bardaga á meðan Rússinn hefur setið á hliðarlínunni vegna meiðsla. Þrívegis hefur hann þurft að draga sig úr bardaga vegna meiðsla en loksins munum við fá að sjá hann í kvöld. Nurmagomedov er þó ekki með neitt sérstaklega fallegan stíl. Hann brýtur menn niður með fellu eftir fellu og virðist hafa lítið fyrir því að lyfta mönnum hátt upp til lofts og skella þeim á rassinn. Ef hann nær taki á andstæðingnum er hann að fara í flugferð. Svo einfalt er það. Nurmagomedov leikur sér að taka sterka glímumenn niður aftur og aftur. Nurmagomedov kláraði 21 fellu gegn Abel Trujillo (sem er sjálfur alls ekki slæmur glímumaður) á 15 mínútum en það er met í UFC. Trujillo var ráðalaus í 3. lotu og gerði lítið annað en að hrista hausinn og skildi ekkert hvernig hann ætti að verjast fellunum. Þessi stíll hans er kannski ekki sá áhorfendavænsti en samt er hann mjög vinsæll bardagamaður. Það er eitthvað undarlega heillandi hvernig hann rífur kjaft á bjagaðri ensku og nýtir hvert tækifærið til að skjóta á aðra bardagamenn. Þá vakti gamalt myndband af níu ára Nurmagomedov að glíma við bjarnarhún gríðarlega athygli á sínum tíma. Myndbandið var auðvitað afar umdeilt en um leið vakti þetta ákveðna aðdáun á þessum kaldrifjuðu rússnesku bardagamönnum sem æfa oft við óvenjulegar aðstæður. Nurmagomedov mætir nýliðanum Darrell Horcher í kvöld sem kemur inn með skömmum fyrirvara eftir að upprunalegi andstæðingurinn, Tony Ferguson, meiddist. Ef Nurmagomedov verður í sama formi og fyrir tveimur árum á Horcher von á flugferð (sennilega flugferðum) í kvöld. Bardagakvöldið verður sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á miðnætti í kvöld og eru eftirtaldir fjórir bardagar á dagskrá:Léttþungavigt: Glover Teixeira gegn Rashad Evans Strávigt kvenna: Rose Namajunas gegn Tecia Torres Hentivigt: Khabib Nurmagomedov gegn Darrell Horcher Fjaðurvigt: Cub Swanson gegn Hacran Diaz MMA Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Sakaði mótherjana um að nota vúdú Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja Sjá meira
Rússinn Khabib Nurmagomedov mun loksins snúa aftur í búrið í kvöld eftir tveggja ára fjarveru vegna meiðsla. Mikil eftirvænting ríkir fyrir endurkomu hans en hvers vegna? Fyrir það fyrsta hefur Khabib „The Eagle“ Nurmagomedov sigrað alla 22 bardaga sína á MMA ferlinum. Í UFC hefur honum tekist að sigra alla sex bardaga sína án þess að lenda í teljandi vandræðum. Síðast sáum hann gjörsigraði Rafael Dos Anjos. Í dag er Brasilíumaðurinn léttvigtarmeistarinn og telja margir að mætist þeir aftur muni Nurmagomedov standa uppi sem sigurvegari og verða þar með léttvigtarmeistari UFC. Bardagi þeirra var einhliða frá fyrstu sekúndu og er Nurmagomedov eini maðurinn sem sigrað hefur Dos Anjos á síðustu fimm árum. Síðan Nurmagomedov sigraði Dos Anjos hefur sá síðarnefndi sigrað fimm bardaga á meðan Rússinn hefur setið á hliðarlínunni vegna meiðsla. Þrívegis hefur hann þurft að draga sig úr bardaga vegna meiðsla en loksins munum við fá að sjá hann í kvöld. Nurmagomedov er þó ekki með neitt sérstaklega fallegan stíl. Hann brýtur menn niður með fellu eftir fellu og virðist hafa lítið fyrir því að lyfta mönnum hátt upp til lofts og skella þeim á rassinn. Ef hann nær taki á andstæðingnum er hann að fara í flugferð. Svo einfalt er það. Nurmagomedov leikur sér að taka sterka glímumenn niður aftur og aftur. Nurmagomedov kláraði 21 fellu gegn Abel Trujillo (sem er sjálfur alls ekki slæmur glímumaður) á 15 mínútum en það er met í UFC. Trujillo var ráðalaus í 3. lotu og gerði lítið annað en að hrista hausinn og skildi ekkert hvernig hann ætti að verjast fellunum. Þessi stíll hans er kannski ekki sá áhorfendavænsti en samt er hann mjög vinsæll bardagamaður. Það er eitthvað undarlega heillandi hvernig hann rífur kjaft á bjagaðri ensku og nýtir hvert tækifærið til að skjóta á aðra bardagamenn. Þá vakti gamalt myndband af níu ára Nurmagomedov að glíma við bjarnarhún gríðarlega athygli á sínum tíma. Myndbandið var auðvitað afar umdeilt en um leið vakti þetta ákveðna aðdáun á þessum kaldrifjuðu rússnesku bardagamönnum sem æfa oft við óvenjulegar aðstæður. Nurmagomedov mætir nýliðanum Darrell Horcher í kvöld sem kemur inn með skömmum fyrirvara eftir að upprunalegi andstæðingurinn, Tony Ferguson, meiddist. Ef Nurmagomedov verður í sama formi og fyrir tveimur árum á Horcher von á flugferð (sennilega flugferðum) í kvöld. Bardagakvöldið verður sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á miðnætti í kvöld og eru eftirtaldir fjórir bardagar á dagskrá:Léttþungavigt: Glover Teixeira gegn Rashad Evans Strávigt kvenna: Rose Namajunas gegn Tecia Torres Hentivigt: Khabib Nurmagomedov gegn Darrell Horcher Fjaðurvigt: Cub Swanson gegn Hacran Diaz
MMA Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Sakaði mótherjana um að nota vúdú Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja Sjá meira