Nico Rosberg vann í Kína Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 17. apríl 2016 07:40 Nico Rosberg var einmanna í forystunni í dag. Vísir/Getty Nico Rosberg á Mercedes vann sína sjöttu keppni í röð með því að vinna í Kína. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Daniil Kvyat á Red Bull varð þriðji. Rosberg leiðir nú með 36 stigum eftir að hafa náð í 25 stig í dag. Rosberg var aleinn nánast alla keppnina, hann náði í hundraðasta verðlaunapall Mercedes í Formúlu 1. Lewis Hamilton sem ræsti aftastur endaði í sjöunda sæti. Keppnin var gríðarlega viðburðarík og spennandi. Vettel og Kimi Raikkonen lentu í samstuði í fyrstu beygju. Hamilton varð einnig fyrir skaða í fyrstu beygju. Hamilton var um tíma með framvænginn undir bílnum. Raikkonen og Hamilton komu inn á þjónustusvæðið undir lok fyrsta hrings fyrir nýjan framvæng. Daniel Ricciardo stal fyrsta sætinu af Rosberg á fyrsta hring. Rosberg náði forystunni aftur og vinstra afturdekkið flettist af felgunni í sömu andrá á þriðja hring. Ricciardo kom því inn á þjónustusvæðið fyrir ný dekk. Öryggisbíllinn kom út á fimmta hring. Það þurfti að hreinsa koltrefjabúta af brautinni eftir klaufalegan fyrsta hring. Ökumenn nýttu sér öryggisbílinn til að taka þjónustuhlé, Vettel var þar á meðal og fékk nýjan framvæng. Röðin á eftir öryggisbílnum var mjög óhefðbundin, Pascal Wehrlein á Manor var til að mynda fjórði við endurræsinguna, Raikkonen 19. og Rio Haryanto á Manor áttundi þegar endurræsingin átti sér stað við lok áttunda hringjar.Ræsingin og fyrstu beygjurnar sköpuðu fjöruga keppni.Vísir/GettyAtburðarásin eftir endurræsinguna var hröð og fjörleg. Vettel lent í samstuð við Valtteri Bottas á Williams og braut aftur hluta af framvængnum en gat haldið áfram. Rosberg tók þjónustuhlé á hring 21. hann hélt forystunni. Hamilton tók sitt fjórða þjónustuhlé á hring 22 og kom inn á þjónustusvæðið í þriðja sæti og fór út í 14. sæti. Hulkenberg fékk fimm sekúndna refsingu fyrir að aka óþarflega hægt á leiðinni inn á þjónustusvæðið. Hamilton tók þjónustuhlé á hring 31 og fékk millihörð dekk undir og ætlaði að reyna að keyra til loka. Sem hann gerði en gripið var lítið sem ekkert síðustu 10 hringina eða svo. Á hring 32 var Vettel kominn í DRS færi við Kvyat í öðru sæti. Þeir komu svo inn á þjónustusvæðið á sama tíma á hring 35 og komu út og veittu Raikkonen félagsskap í smástund á brautinni. Vettel tók þriðja sætið af Kyat í upphafi 37 hringjar. Ricciardo var þá annar og tók svo þjónustuhlé og Vettel þá orðinn annar á eftir Rosberg sem sigldi auðan sjó fremstur. Baráttan um fjórða sæti var afar spennandi, Felipe Massa, Hamilton og Ricciardo börðust harkalega. Á hring 43 tók Ricciardo fimmta sætið af Hamilton. Á næsta hring hélt Ricciardo áfram og tók fram úr Massa. Raikkonen tók svo fram úr Bottas á Hring 45 og hóf að elta Hamilton. Raikkonen tók svo fram úr Hamilton á 47. hring og stal sjötta sætinu af heimsmeistaranum. Raikkonen stal svo fimmta sætinu af Massa á næsta hring. Hamilton náði að halda sjöunda sætinu.Hér fyrir neðan má sjá öll úrslit helgarinnar. Formúla Tengdar fréttir Rosberg á ráspól og Hamilton ræsir aftastur í Kína Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir Formúlu 1 kappaksturinn í Kína á morgun. Daniel Ricciardo á Red Bull varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. 16. apríl 2016 08:10 Milljónamæringar skiptu reikningnum í 17 hluta Þó svo ökuþórarnir í Formúlu 1 séu milljónamæringar þá virðast þeir halda ansi fast um budduna. 15. apríl 2016 12:00 Horner: Ég veit ekki hvaðan þetta kom Nico Rosberg á Mercedes náði sínum fyrsta ráspól í ár í Kína í morgun. Tímatakan var full af atvikum. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 16. apríl 2016 12:15 Rosberg og Raikkonen fljótastir, Alonso má keppa Nico Rosberg, ökumaður Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir kínverska kappaksturinn. Kimi Raikkonen á Ferrari varð fljótastur á seinni æfingunni. 15. apríl 2016 15:30 Button notar sína aðra vél í Kína Jenson Button ökumaður Mclaren-Honda liðsins mun nota vél númer tvö í Formúlu 1 kappakstrinum í Kína um helgina. Honda vélin í Mclaren bílnum bilaði í Bahrein. 13. apríl 2016 23:15 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Nico Rosberg á Mercedes vann sína sjöttu keppni í röð með því að vinna í Kína. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Daniil Kvyat á Red Bull varð þriðji. Rosberg leiðir nú með 36 stigum eftir að hafa náð í 25 stig í dag. Rosberg var aleinn nánast alla keppnina, hann náði í hundraðasta verðlaunapall Mercedes í Formúlu 1. Lewis Hamilton sem ræsti aftastur endaði í sjöunda sæti. Keppnin var gríðarlega viðburðarík og spennandi. Vettel og Kimi Raikkonen lentu í samstuði í fyrstu beygju. Hamilton varð einnig fyrir skaða í fyrstu beygju. Hamilton var um tíma með framvænginn undir bílnum. Raikkonen og Hamilton komu inn á þjónustusvæðið undir lok fyrsta hrings fyrir nýjan framvæng. Daniel Ricciardo stal fyrsta sætinu af Rosberg á fyrsta hring. Rosberg náði forystunni aftur og vinstra afturdekkið flettist af felgunni í sömu andrá á þriðja hring. Ricciardo kom því inn á þjónustusvæðið fyrir ný dekk. Öryggisbíllinn kom út á fimmta hring. Það þurfti að hreinsa koltrefjabúta af brautinni eftir klaufalegan fyrsta hring. Ökumenn nýttu sér öryggisbílinn til að taka þjónustuhlé, Vettel var þar á meðal og fékk nýjan framvæng. Röðin á eftir öryggisbílnum var mjög óhefðbundin, Pascal Wehrlein á Manor var til að mynda fjórði við endurræsinguna, Raikkonen 19. og Rio Haryanto á Manor áttundi þegar endurræsingin átti sér stað við lok áttunda hringjar.Ræsingin og fyrstu beygjurnar sköpuðu fjöruga keppni.Vísir/GettyAtburðarásin eftir endurræsinguna var hröð og fjörleg. Vettel lent í samstuð við Valtteri Bottas á Williams og braut aftur hluta af framvængnum en gat haldið áfram. Rosberg tók þjónustuhlé á hring 21. hann hélt forystunni. Hamilton tók sitt fjórða þjónustuhlé á hring 22 og kom inn á þjónustusvæðið í þriðja sæti og fór út í 14. sæti. Hulkenberg fékk fimm sekúndna refsingu fyrir að aka óþarflega hægt á leiðinni inn á þjónustusvæðið. Hamilton tók þjónustuhlé á hring 31 og fékk millihörð dekk undir og ætlaði að reyna að keyra til loka. Sem hann gerði en gripið var lítið sem ekkert síðustu 10 hringina eða svo. Á hring 32 var Vettel kominn í DRS færi við Kvyat í öðru sæti. Þeir komu svo inn á þjónustusvæðið á sama tíma á hring 35 og komu út og veittu Raikkonen félagsskap í smástund á brautinni. Vettel tók þriðja sætið af Kyat í upphafi 37 hringjar. Ricciardo var þá annar og tók svo þjónustuhlé og Vettel þá orðinn annar á eftir Rosberg sem sigldi auðan sjó fremstur. Baráttan um fjórða sæti var afar spennandi, Felipe Massa, Hamilton og Ricciardo börðust harkalega. Á hring 43 tók Ricciardo fimmta sætið af Hamilton. Á næsta hring hélt Ricciardo áfram og tók fram úr Massa. Raikkonen tók svo fram úr Bottas á Hring 45 og hóf að elta Hamilton. Raikkonen tók svo fram úr Hamilton á 47. hring og stal sjötta sætinu af heimsmeistaranum. Raikkonen stal svo fimmta sætinu af Massa á næsta hring. Hamilton náði að halda sjöunda sætinu.Hér fyrir neðan má sjá öll úrslit helgarinnar.
Formúla Tengdar fréttir Rosberg á ráspól og Hamilton ræsir aftastur í Kína Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir Formúlu 1 kappaksturinn í Kína á morgun. Daniel Ricciardo á Red Bull varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. 16. apríl 2016 08:10 Milljónamæringar skiptu reikningnum í 17 hluta Þó svo ökuþórarnir í Formúlu 1 séu milljónamæringar þá virðast þeir halda ansi fast um budduna. 15. apríl 2016 12:00 Horner: Ég veit ekki hvaðan þetta kom Nico Rosberg á Mercedes náði sínum fyrsta ráspól í ár í Kína í morgun. Tímatakan var full af atvikum. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 16. apríl 2016 12:15 Rosberg og Raikkonen fljótastir, Alonso má keppa Nico Rosberg, ökumaður Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir kínverska kappaksturinn. Kimi Raikkonen á Ferrari varð fljótastur á seinni æfingunni. 15. apríl 2016 15:30 Button notar sína aðra vél í Kína Jenson Button ökumaður Mclaren-Honda liðsins mun nota vél númer tvö í Formúlu 1 kappakstrinum í Kína um helgina. Honda vélin í Mclaren bílnum bilaði í Bahrein. 13. apríl 2016 23:15 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Rosberg á ráspól og Hamilton ræsir aftastur í Kína Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir Formúlu 1 kappaksturinn í Kína á morgun. Daniel Ricciardo á Red Bull varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. 16. apríl 2016 08:10
Milljónamæringar skiptu reikningnum í 17 hluta Þó svo ökuþórarnir í Formúlu 1 séu milljónamæringar þá virðast þeir halda ansi fast um budduna. 15. apríl 2016 12:00
Horner: Ég veit ekki hvaðan þetta kom Nico Rosberg á Mercedes náði sínum fyrsta ráspól í ár í Kína í morgun. Tímatakan var full af atvikum. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 16. apríl 2016 12:15
Rosberg og Raikkonen fljótastir, Alonso má keppa Nico Rosberg, ökumaður Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir kínverska kappaksturinn. Kimi Raikkonen á Ferrari varð fljótastur á seinni æfingunni. 15. apríl 2016 15:30
Button notar sína aðra vél í Kína Jenson Button ökumaður Mclaren-Honda liðsins mun nota vél númer tvö í Formúlu 1 kappakstrinum í Kína um helgina. Honda vélin í Mclaren bílnum bilaði í Bahrein. 13. apríl 2016 23:15