Óþolið og bresturinn Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. apríl 2016 07:00 Hvers vegna fluttu svona margir efnaðir Íslendingar eignir sínar í aflandsfélög á árunum fyrir hrun? Og hvers vegna vilja auðmenn geyma sparnaðinn sinn erlendis? Að einhverju leyti er svarið fólgið í óstöðugleika íslenskrar krónu. Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi upplýsti í gær að hann ætti vörslureikning fyrir séreignarsparnað sem skráður er í Panama. Júlíus Vífill bætist þar með í hóp flokkssystkina sinna, Bjarna Benediktssonar og Ólafar Nordal, sem eiga, hafa átt eða hafa verið skráð fyrir félögum á aflandssvæðum. Forsætisráðherrahjónin eiga síðan jafnvirði 1,2 milljarða króna á Jómfrúaeyjum. Umræða síðustu daga hefur borið þess vitni að það sé á einhvern hátt slæmt að ráðherrar eða stjórnmálamenn almennt eigi peninga í útlöndum. Tvær hliðar eru á því máli en aðeins önnur þeirra hefur verið í kastljósinu. Það getur verið kostur að stjórnmálamenn séu efnaðir því þá eru minni líkur á því að hægt sé að hafa áhrif á þá. Of margir alþingismenn voru styrktir af bönkum og útrásarfyrirtækjum fyrir hrunið. Í sumum tilvikum námu styrkir til einstakra stjórnmálamanna samtals tugum milljóna króna. Í prófkjörum einstakra flokka, eins og Sjálfstæðisflokksins, var það regla fremur en undantekning að frambjóðendur væru styrktir af ríku fólki. Auðmenn „keyptu“ þessa stjórnmálamenn því þeir sáu hagnaðarvon í því að styrkja þá í prófkjörum. Margir þeirra sitja enn á Alþingi. Fjársterkur einstaklingur sem fer í stjórnmál er ekki fjárhagslega háður öðrum. Minni líkur eru á því að hægt sé að hafa áhrif á viðkomandi með styrkjum eða gjöfum. Bæði þegar beinir styrkir eru annars vegar en einnig þegar um er að ræða mögulegar hagsbætur í framtíðinni. Til dæmis þegar ferli í stjórnmálum lýkur. Þegar fólk tekur ákvarðanir litast þær oft af eigin hagsmunum í framtíðinni og það getur mengað dómgreindina. Umræða síðustu daga um eignarhald stjórnmálamanna á aflandsfélögum má ekki verða til þess að það skapist óþol gagnvart fólki sem á peninga. Það fælir hæft fólk frá stjórnmálaþátttöku og almenningur situr þá uppi með framboð eintómra kverúlanta. Starf þingmannsins á að vera eftirsóknarvert og þangað á að veljast hæft fólk með góða menntun, þótt á þingi eigi auðvitað að sitja fulltrúar allra stétta. Hæfileikar og fjárhagslegt sjálfstæði haldast gjarnan í hendur. Siðferðisbrestur stjórnmálamanna sem eiga aflandsfélög og eignir í erlendum gjaldeyri felst ekki í eignarhaldinu eða auðlegðinni. Siðferðisbresturinn felst í skilaboðum innanlands um hvað sé almenningi fyrir bestu. Enda er þetta fólk allt krónusinnar í orði en evrusinnar á borði. Það er ekki víst að það þjóni langtímahagsmunum íslensku þjóðarinnar að fara í myntsamstarf um evru. Þvert á móti bendir margt til þess í augnablikinu að ókostirnir sem fylgi slíku séu fleiri en kostirnir. Hins vegar gerum við þá einföldu kröfu til stjórnmálamanna sem tala fyrir ágæti krónunnar að þeir fylgi eigin trúarboðskap. Allt annað er hræsni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna fluttu svona margir efnaðir Íslendingar eignir sínar í aflandsfélög á árunum fyrir hrun? Og hvers vegna vilja auðmenn geyma sparnaðinn sinn erlendis? Að einhverju leyti er svarið fólgið í óstöðugleika íslenskrar krónu. Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi upplýsti í gær að hann ætti vörslureikning fyrir séreignarsparnað sem skráður er í Panama. Júlíus Vífill bætist þar með í hóp flokkssystkina sinna, Bjarna Benediktssonar og Ólafar Nordal, sem eiga, hafa átt eða hafa verið skráð fyrir félögum á aflandssvæðum. Forsætisráðherrahjónin eiga síðan jafnvirði 1,2 milljarða króna á Jómfrúaeyjum. Umræða síðustu daga hefur borið þess vitni að það sé á einhvern hátt slæmt að ráðherrar eða stjórnmálamenn almennt eigi peninga í útlöndum. Tvær hliðar eru á því máli en aðeins önnur þeirra hefur verið í kastljósinu. Það getur verið kostur að stjórnmálamenn séu efnaðir því þá eru minni líkur á því að hægt sé að hafa áhrif á þá. Of margir alþingismenn voru styrktir af bönkum og útrásarfyrirtækjum fyrir hrunið. Í sumum tilvikum námu styrkir til einstakra stjórnmálamanna samtals tugum milljóna króna. Í prófkjörum einstakra flokka, eins og Sjálfstæðisflokksins, var það regla fremur en undantekning að frambjóðendur væru styrktir af ríku fólki. Auðmenn „keyptu“ þessa stjórnmálamenn því þeir sáu hagnaðarvon í því að styrkja þá í prófkjörum. Margir þeirra sitja enn á Alþingi. Fjársterkur einstaklingur sem fer í stjórnmál er ekki fjárhagslega háður öðrum. Minni líkur eru á því að hægt sé að hafa áhrif á viðkomandi með styrkjum eða gjöfum. Bæði þegar beinir styrkir eru annars vegar en einnig þegar um er að ræða mögulegar hagsbætur í framtíðinni. Til dæmis þegar ferli í stjórnmálum lýkur. Þegar fólk tekur ákvarðanir litast þær oft af eigin hagsmunum í framtíðinni og það getur mengað dómgreindina. Umræða síðustu daga um eignarhald stjórnmálamanna á aflandsfélögum má ekki verða til þess að það skapist óþol gagnvart fólki sem á peninga. Það fælir hæft fólk frá stjórnmálaþátttöku og almenningur situr þá uppi með framboð eintómra kverúlanta. Starf þingmannsins á að vera eftirsóknarvert og þangað á að veljast hæft fólk með góða menntun, þótt á þingi eigi auðvitað að sitja fulltrúar allra stétta. Hæfileikar og fjárhagslegt sjálfstæði haldast gjarnan í hendur. Siðferðisbrestur stjórnmálamanna sem eiga aflandsfélög og eignir í erlendum gjaldeyri felst ekki í eignarhaldinu eða auðlegðinni. Siðferðisbresturinn felst í skilaboðum innanlands um hvað sé almenningi fyrir bestu. Enda er þetta fólk allt krónusinnar í orði en evrusinnar á borði. Það er ekki víst að það þjóni langtímahagsmunum íslensku þjóðarinnar að fara í myntsamstarf um evru. Þvert á móti bendir margt til þess í augnablikinu að ókostirnir sem fylgi slíku séu fleiri en kostirnir. Hins vegar gerum við þá einföldu kröfu til stjórnmálamanna sem tala fyrir ágæti krónunnar að þeir fylgi eigin trúarboðskap. Allt annað er hræsni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. apríl.