Olíuleitarleiðangur á Drekasvæðið í vor Kristján Már Unnarsson skrifar 2. apríl 2016 19:00 Kanadíska olíufélagið Íþaka hefur samið við norskt olíurannsóknafyrirtæki um að senda leitarleiðangur á Drekasvæðið í sumarbyrjun. Þar með verða báðir sérleyfishóparnir komnir af stað í olíuleitina. Fyrsti olíuleitarleiðangurinn á vegum sérleyfishafa lagði upp á frá Reyðarfirði í byrjun septembermánaðar í fyrra. Þá sigldi rannsóknarskip ásamt aðstoðarskipi í fjögurra vikna leiðangur en tilgangurinn var að leita merkja um olíu á Drekasvæðinu með bergmálsmælingum. Drekasvæðið er djúpt norðaustur af Langanesi, tveir hópar hafa þar sérleyfi til olíuleitar, en leiðangurinn í haust var á vegum hópsins sem kínverska ríkisolíufélagið CNOOC fer fyrir. En nú er hinn hópurinn einnig að fara af stað, hópur undir forystu kanadíska félagsins Ithaca, en sérleyfi hans er norðar á svæðinu og nær alveg að lögsögumörkunum við Jan Mayen. Norska ríkisolíufélagið Petoro er fjórðungshluthafi í báðum leyfum en íslenskir aðilar, báðir á vegum Eykons Energy, eru einnig meðeigendur. Búist er við að rannsóknarskipið Harrier Explorer, í eigu norska félagsins Seabird Exploration, verði sent á Drekasvæðið fyrri hluta sumars, en Seabird tilkynnti nýlega að það hefði tekið að sér að gera þar tvívíðar bergmálsmælingar. Fram kom í tilkynningunni að gert sé ráð fyrir að leiðangurinn taki tvær til þrjár vikur og að honum ljúki fyrir lok júnímánaðar. Ithaca var raunar ekki nefnt í tilkynningunni en ljóst má vera að kanadíska félagið er kaupandi rannsóknargagnanna, vegna skuldbindinga sem sérleyfið felur í sér. Sérleyfið, sem íslensk stjórnvöld veittu, felur nefnilega ekki aðeins í sér rétt til að leita að olíu og vinna hana, heldur einnig skyldu til að framkvæma ákveðnar grunnrannsóknir og afhenda íslenskum stjórnvöldum niðurstöðurnar fyrir tilskilin tímamörk, í tilviki Ithaca fyrir næstu áramót. Skuldbindingarnar knýja kanadíska félagið því til standa fyrir mörghundruð milljóna króna leiðangri í sumar til að rannsaka Drekasvæðið. Fyrstu sérleyfum á Drekasvæðið var úthlutað í Ráðherrabústaðnum fyrir þremur árum.Vísir/Stefán. Olíuleit á Drekasvæði Bensín og olía Tengdar fréttir Reyðarfjörður valinn sem olíubær Íslands Eykon Energy hefur valið Reyðarfjörð sem þjónustumiðstöð fyrir bæði olíuleit og olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar segir þetta skapa gríðarleg tækifæri. 11. maí 2014 19:15 Afturköllun sérleyfa gæti kallað á skaðabótakröfur Íslenska ríkið gæti búist við skaðabótakröfum, ef hætt yrði við olíuleit á Drekasvæðinu, að mati orkumálastjóra. 14. desember 2015 19:00 Vísbendingar um stórar olíulindir hvetja til leitar á Drekasvæðinu Dýrasta olíuleit við Ísland til þessa á vegum sérleyfishafa hefst í kvöld þegar rannsóknarleiðangur tveggja skipa heldur á Drekasvæðið frá Austfjörðum. 2. september 2015 19:45 Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Kanadíska olíufélagið Íþaka hefur samið við norskt olíurannsóknafyrirtæki um að senda leitarleiðangur á Drekasvæðið í sumarbyrjun. Þar með verða báðir sérleyfishóparnir komnir af stað í olíuleitina. Fyrsti olíuleitarleiðangurinn á vegum sérleyfishafa lagði upp á frá Reyðarfirði í byrjun septembermánaðar í fyrra. Þá sigldi rannsóknarskip ásamt aðstoðarskipi í fjögurra vikna leiðangur en tilgangurinn var að leita merkja um olíu á Drekasvæðinu með bergmálsmælingum. Drekasvæðið er djúpt norðaustur af Langanesi, tveir hópar hafa þar sérleyfi til olíuleitar, en leiðangurinn í haust var á vegum hópsins sem kínverska ríkisolíufélagið CNOOC fer fyrir. En nú er hinn hópurinn einnig að fara af stað, hópur undir forystu kanadíska félagsins Ithaca, en sérleyfi hans er norðar á svæðinu og nær alveg að lögsögumörkunum við Jan Mayen. Norska ríkisolíufélagið Petoro er fjórðungshluthafi í báðum leyfum en íslenskir aðilar, báðir á vegum Eykons Energy, eru einnig meðeigendur. Búist er við að rannsóknarskipið Harrier Explorer, í eigu norska félagsins Seabird Exploration, verði sent á Drekasvæðið fyrri hluta sumars, en Seabird tilkynnti nýlega að það hefði tekið að sér að gera þar tvívíðar bergmálsmælingar. Fram kom í tilkynningunni að gert sé ráð fyrir að leiðangurinn taki tvær til þrjár vikur og að honum ljúki fyrir lok júnímánaðar. Ithaca var raunar ekki nefnt í tilkynningunni en ljóst má vera að kanadíska félagið er kaupandi rannsóknargagnanna, vegna skuldbindinga sem sérleyfið felur í sér. Sérleyfið, sem íslensk stjórnvöld veittu, felur nefnilega ekki aðeins í sér rétt til að leita að olíu og vinna hana, heldur einnig skyldu til að framkvæma ákveðnar grunnrannsóknir og afhenda íslenskum stjórnvöldum niðurstöðurnar fyrir tilskilin tímamörk, í tilviki Ithaca fyrir næstu áramót. Skuldbindingarnar knýja kanadíska félagið því til standa fyrir mörghundruð milljóna króna leiðangri í sumar til að rannsaka Drekasvæðið. Fyrstu sérleyfum á Drekasvæðið var úthlutað í Ráðherrabústaðnum fyrir þremur árum.Vísir/Stefán.
Olíuleit á Drekasvæði Bensín og olía Tengdar fréttir Reyðarfjörður valinn sem olíubær Íslands Eykon Energy hefur valið Reyðarfjörð sem þjónustumiðstöð fyrir bæði olíuleit og olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar segir þetta skapa gríðarleg tækifæri. 11. maí 2014 19:15 Afturköllun sérleyfa gæti kallað á skaðabótakröfur Íslenska ríkið gæti búist við skaðabótakröfum, ef hætt yrði við olíuleit á Drekasvæðinu, að mati orkumálastjóra. 14. desember 2015 19:00 Vísbendingar um stórar olíulindir hvetja til leitar á Drekasvæðinu Dýrasta olíuleit við Ísland til þessa á vegum sérleyfishafa hefst í kvöld þegar rannsóknarleiðangur tveggja skipa heldur á Drekasvæðið frá Austfjörðum. 2. september 2015 19:45 Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Reyðarfjörður valinn sem olíubær Íslands Eykon Energy hefur valið Reyðarfjörð sem þjónustumiðstöð fyrir bæði olíuleit og olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar segir þetta skapa gríðarleg tækifæri. 11. maí 2014 19:15
Afturköllun sérleyfa gæti kallað á skaðabótakröfur Íslenska ríkið gæti búist við skaðabótakröfum, ef hætt yrði við olíuleit á Drekasvæðinu, að mati orkumálastjóra. 14. desember 2015 19:00
Vísbendingar um stórar olíulindir hvetja til leitar á Drekasvæðinu Dýrasta olíuleit við Ísland til þessa á vegum sérleyfishafa hefst í kvöld þegar rannsóknarleiðangur tveggja skipa heldur á Drekasvæðið frá Austfjörðum. 2. september 2015 19:45