Gamla Ísland er nýja Ísland Skjóðan skrifar 30. mars 2016 10:00 Gríðarlegur uppgangur ríkti hér á landi á árunum fyrir hrun. Gamlir, staðnaðir ríkisbankar í úreltu fjármagnskerfi voru seldir lykilfjárfestum. Í kjölfarið fylgdi óhjákvæmilega mikill vöxtur íslenska bankakerfisins, sem sleit af sér öll bönd og nýtti sér aðgang að ódýru alþjóðlegu fjármagni til að umbreyta íslensku fjármálakerfi. Sumt var til góðs en annað síður. Fjármálakerfið sjálft lagaði sig aldrei að nýju bönkunum og alþjóðlegum umsvifum þeirra. Kerfið bannaði m.a. bönkunum að gera upp í alþjóðlegri mynt þó að 80-90 prósent af umsvifum þeirra færu fram utan íslenska krónuhagkerfisins. En bankarnir léku á als oddi rétt eins og beljur sem hleypt er úr fjósi að vori. Ásamt lífeyrissjóðunum fylgdu þeir íslenskum fjárfestum í kraftmikla útrás. En útrásin var ekki það eina. Hér innanlands var sem fjármálakerfið væri losað úr höftum og vitanlega var það svo í bókstaflegri merkingu. Eignarhald fyrirtækja, sem í áratugi höfðu verið í eigu sömu fjölskyldna riðlaðist. Lífeyrissjóðir fjármögnuðu, fyrir milligöngu bankanna, yfirtöku framsækinna fjárfesta og athafnamanna á mörgum helstu fyrirtækjum landsins. Verðið var hátt í sögulegu samhengi en sjaldan ef nokkurn tíma höfðu peningar í heiminum verið jafn ódýrir. Bankarnir geystust inn á íbúðalánamarkaðinn, lækkuðu vexti og hækkuðu lánshlutföll. Þetta gerði venjulegu fólki, sem fram til þess tíma hafði mátt una því að flytja inn í eitt herbergi í ókláraðri íbúð og nota sturtuhengi fyrir hurðir innandyra árum saman og klára svo íbúðina fyrir fjölskylduna um svipað leyti og síðasti unginn flaug úr hreiðrinu, kleift að eignast og flytjast í húsnæði á meðan enn þurfti á því að halda. Eigendur gömlu fjölskyldufyrirtækjanna fóru með söluhagnaðinn og fengu bankann sinn til að flytja peningana úr landi, koma þeim í trygga alþjóðlega mynt og öruggt skjól fyrir íslenskum sveiflum og sköttum. Þetta er einn angi þess vanda sem forsætisráðherrahjónin eru búin að koma sér í. Svo varð hrun. Kallað var eftir nýju Íslandi. Þá voru gömlu fjölskyldurnar komnar með sitt fé úr landi og í alvöru mynt. Eftir hrun hefur kapp verið lagt á að leiðrétta misvægið sem hér varð. Íbúðirnar hafa verið hirtar af fólkinu sem var svo bláeygt að nýta íbúðalán bankanna. Gömlu fjölskyldufyrirtækin hafa verið hirt af þeim sem tekið höfðu himinhá lán til að kaupa þau af gömlu fjölskyldunum. Bráðum verður allt sem fyrr eða jafnvel enn betra. Gömlu fjölskyldurnar ríkari en áður. Þeir sem keyptu fjölskyldufyrirtækin eignalausir og ærulausir rétt eins og bankamennirnir sem lánuðu þeim peningana. Fólkið étur það sem úti frýs. Nýja Ísland er gamla Ísland. Skjóðan Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent „Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Atvinnulíf Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Neytendur Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Svarta ekkjan í hart við Disney Viðskipti erlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Kvika kaupir GAMMA á 2,4 milljarða Viðskipti innlent Hluthafar greiða atkvæði um að nafni Festi verði breytt í Sundrung Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira
Gríðarlegur uppgangur ríkti hér á landi á árunum fyrir hrun. Gamlir, staðnaðir ríkisbankar í úreltu fjármagnskerfi voru seldir lykilfjárfestum. Í kjölfarið fylgdi óhjákvæmilega mikill vöxtur íslenska bankakerfisins, sem sleit af sér öll bönd og nýtti sér aðgang að ódýru alþjóðlegu fjármagni til að umbreyta íslensku fjármálakerfi. Sumt var til góðs en annað síður. Fjármálakerfið sjálft lagaði sig aldrei að nýju bönkunum og alþjóðlegum umsvifum þeirra. Kerfið bannaði m.a. bönkunum að gera upp í alþjóðlegri mynt þó að 80-90 prósent af umsvifum þeirra færu fram utan íslenska krónuhagkerfisins. En bankarnir léku á als oddi rétt eins og beljur sem hleypt er úr fjósi að vori. Ásamt lífeyrissjóðunum fylgdu þeir íslenskum fjárfestum í kraftmikla útrás. En útrásin var ekki það eina. Hér innanlands var sem fjármálakerfið væri losað úr höftum og vitanlega var það svo í bókstaflegri merkingu. Eignarhald fyrirtækja, sem í áratugi höfðu verið í eigu sömu fjölskyldna riðlaðist. Lífeyrissjóðir fjármögnuðu, fyrir milligöngu bankanna, yfirtöku framsækinna fjárfesta og athafnamanna á mörgum helstu fyrirtækjum landsins. Verðið var hátt í sögulegu samhengi en sjaldan ef nokkurn tíma höfðu peningar í heiminum verið jafn ódýrir. Bankarnir geystust inn á íbúðalánamarkaðinn, lækkuðu vexti og hækkuðu lánshlutföll. Þetta gerði venjulegu fólki, sem fram til þess tíma hafði mátt una því að flytja inn í eitt herbergi í ókláraðri íbúð og nota sturtuhengi fyrir hurðir innandyra árum saman og klára svo íbúðina fyrir fjölskylduna um svipað leyti og síðasti unginn flaug úr hreiðrinu, kleift að eignast og flytjast í húsnæði á meðan enn þurfti á því að halda. Eigendur gömlu fjölskyldufyrirtækjanna fóru með söluhagnaðinn og fengu bankann sinn til að flytja peningana úr landi, koma þeim í trygga alþjóðlega mynt og öruggt skjól fyrir íslenskum sveiflum og sköttum. Þetta er einn angi þess vanda sem forsætisráðherrahjónin eru búin að koma sér í. Svo varð hrun. Kallað var eftir nýju Íslandi. Þá voru gömlu fjölskyldurnar komnar með sitt fé úr landi og í alvöru mynt. Eftir hrun hefur kapp verið lagt á að leiðrétta misvægið sem hér varð. Íbúðirnar hafa verið hirtar af fólkinu sem var svo bláeygt að nýta íbúðalán bankanna. Gömlu fjölskyldufyrirtækin hafa verið hirt af þeim sem tekið höfðu himinhá lán til að kaupa þau af gömlu fjölskyldunum. Bráðum verður allt sem fyrr eða jafnvel enn betra. Gömlu fjölskyldurnar ríkari en áður. Þeir sem keyptu fjölskyldufyrirtækin eignalausir og ærulausir rétt eins og bankamennirnir sem lánuðu þeim peningana. Fólkið étur það sem úti frýs. Nýja Ísland er gamla Ísland.
Skjóðan Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent „Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Atvinnulíf Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Neytendur Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Svarta ekkjan í hart við Disney Viðskipti erlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Kvika kaupir GAMMA á 2,4 milljarða Viðskipti innlent Hluthafar greiða atkvæði um að nafni Festi verði breytt í Sundrung Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira