Sport

Aníta fimmta á HM innanhúss

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Aníta Hinriksdóttir stóð sig frábærlega í kvöld.
Aníta Hinriksdóttir stóð sig frábærlega í kvöld. vísir/getty
Aníta Hinriksdóttir, hlaupadrottningin úr ÍR, varð í fimmta sæti á HM innanhúss sem fram fer í Portland í Bandaríkjum en úrslitahlaupið fór fram í kvöld.

Aníta var öftust fyrri hluta hlaupsins en tók svo flottan sprett og komst í fjórða sætið. Hún missti það svo á lokahringnum en kom í mark á 2:02,58 mínútum og hafnaði sem fyrr segir í fimmta sæti.

Sjá einnig:Þjálfari Anítu: Ég er sáttur en Aníta vildi meira

Hún komst í úrslitin með því að hlaupa á 2:01,96 í gær en náði því miður ekki að bæta sig. Francine Niyonsaba frá Búrúndi varð heimsmeistari en hún kom í mark á 2:00,01 mínútum sem er besti tími ársins.

Þetta er annað stórmót fullorðinna innanhúss í röð þar sem hin tvítuga Aníta Hinriksdóttir nær fimmta sæti. Hún varð einnig fimmta á EM innanhúss í fyrra og náði 20. sæti á HM í Peking á síðasta ári.

Aníta hefur nú á sínum ferli unnið gull í 800 metra hlaupi á Smáþjóðaleikunum (2013), orðið heimsmeistari æskunnar (2013) og Evrópumeistari unglina (2013).

Þá vann hún silfur á Smáþjóðaleikunum í fyrra í 800 metra hlaupi en fagnaði sigri í 1.500 metra hlaupi. Einnig vann Aníta gull á norðurlandamótinu innanhúss í Vaxjö í Svíþjóð fyrr á þessu ári.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×