403 látið lífið í árásum íslamista í Evrópu frá 2004 Samúel Karl Ólason skrifar 22. mars 2016 15:15 Frá árásunum í París í nóvember. Vísir/AFP Alls hafa 403 látið lífið í árásum íslamista í Evrópu frá árinu 2004. Þá eru ekki taldir með þeir sem hafa látið lífið í árásunum í Brussel í morgun. Minnst 34 eru látnir þar en sú tala á líklega eftir að hækka. Þessar árásir eru þær nýjustu röð hryðjuverkaárása frá árinu 2004 þegar sprengjur voru sprengdar í lestum í Madrid. AFP fréttaveitan fór yfir árásirnar, sem hundruð manna hafa særst í. Þann 11. mars 2004 voru tólf sprengjur sprengdar um borð í fjórum lestum í Madrid. 191 lét lífið í árásinni og um tvö þúsund manns særðust. Hópur vígamanna sem framkvæmdu árásirnar sögðust hafa verið á vegum al-Qaeda. Tilefni árásarinnar var að refsa Spánverjum fyrir að taka þátt í innrásinni í Írak árið 2003. Sjö menn sem grunaðir voru um að hafa framkvæmt árásina sprengdu sig í loft upp þegar lögreglan gerði atlögu að íbúð þeirra nærri Madrid. Einn lögregluþjónn lét lífið.Fjórir sjálfsmorðsárásarmenn sprengdu sig í loft upp í London þann 7. júlí 2005. Þrír þeirra um borð í neðanjarðarlestum og einn í strætó. 52 létu lífið og um 700 særðust.Al-Qaeda lýsti yfir ábyrgð á árásinni, sem er sú versta á breskri grundu frá því að flugvél var sprengd í loft upp yfir Lockerbie í Skotlandi árið 1988.Á dögunum 11. til 19. mars 2012 myrti hinn 23 ára gamli Mohamed Merah þrjá franska hermenn í borgunum Toulouse og Montauban í suðurhluta-Frakklands. Þá myrti hann þrjú börn af gyðingaættum og kennara í Toulouse. Sjálfur sagðist Merah aðhyllast al-Qaeda samtökunum, en hann var felldur af lögreglu eftir 32 tíma umsátur um íbúð hans.Þann 24. maí 2014 skaut Mehdi Nemmouche á hóp fólks á safni gyðinga í Brussel. Hann myrti fjóra og þar með tvo ferðamenn frá Ísrael. Hann var fæddur í Frakklandi, en upprunalega frá Alsír. Hann var svo handtekinn í Frakklandi og framseldur til Belgíu.Tveir þungvopnaðir menn ruddust inn á skrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo í París í janúar í fyrra. Þar myrtu þeir tólf einstaklinga. Þar með taldir eru tveir lögregluþjónar sem þeir skutu á flótta frá Charlie Hebdo. Næsta dag lét lögreglukona lífið fyrir utan París og fjórir aðrir þegar vopnaður maður tók yfir matvöruverslun gyðinga í París. Allir árásarmennirnir létu lífið í skotbardögum við lögreglu. Mennirnir sem réðust á Charlie Hebdo sögðust vera á vegum ISIS en maðurinn sem réðst á matvöruverslunina sagðist vera á vegum al-Qaeda.Þann 14. febrúar 2015 réðst hinn 22 ára gamli Omar El-Hussein á hóp fólks á málþingi um íslam og málfrelsi í Kaupmannahöfn. Hann skaut kvikmyndagerðarmann til bana og særði þrjá lögregluþjóna. Skömmu seinna myrti hann öryggisvörð við bænahús gyðinga og særði tvo aðra lögregluþjóna. Hann var skotinn til bana af lögreglu nokkrum klukkustundum seinna.Þann 13. nóvember réðst hópur vígamanna iSIS á París. Vígamenn sprengdi sig í loft upp við Stade de France þar sem Frakkar og Þýskaland kepptu í fótbolta. Vígamenn skutu á kaffihús og réðust á tónleikastaðinn Bataclan. 130 manns létu lífið og rúmlega 350 særðust í árásunum. Þetta er alvarlegasta hryðjuverkaárásin í sögu Frakklands. Árásarmennirnir voru felldir af lögreglu, nema Salah Abdeslam sem flúði til Belgíu.Í dag voru sprengdar sprengjur á flugvelli í Brussel og á lestarstöð. Einungis nokkrum dögum eftir að einn af Abdeslam var handtekinn. Hryðjuverk í Brussel Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Alls hafa 403 látið lífið í árásum íslamista í Evrópu frá árinu 2004. Þá eru ekki taldir með þeir sem hafa látið lífið í árásunum í Brussel í morgun. Minnst 34 eru látnir þar en sú tala á líklega eftir að hækka. Þessar árásir eru þær nýjustu röð hryðjuverkaárása frá árinu 2004 þegar sprengjur voru sprengdar í lestum í Madrid. AFP fréttaveitan fór yfir árásirnar, sem hundruð manna hafa særst í. Þann 11. mars 2004 voru tólf sprengjur sprengdar um borð í fjórum lestum í Madrid. 191 lét lífið í árásinni og um tvö þúsund manns særðust. Hópur vígamanna sem framkvæmdu árásirnar sögðust hafa verið á vegum al-Qaeda. Tilefni árásarinnar var að refsa Spánverjum fyrir að taka þátt í innrásinni í Írak árið 2003. Sjö menn sem grunaðir voru um að hafa framkvæmt árásina sprengdu sig í loft upp þegar lögreglan gerði atlögu að íbúð þeirra nærri Madrid. Einn lögregluþjónn lét lífið.Fjórir sjálfsmorðsárásarmenn sprengdu sig í loft upp í London þann 7. júlí 2005. Þrír þeirra um borð í neðanjarðarlestum og einn í strætó. 52 létu lífið og um 700 særðust.Al-Qaeda lýsti yfir ábyrgð á árásinni, sem er sú versta á breskri grundu frá því að flugvél var sprengd í loft upp yfir Lockerbie í Skotlandi árið 1988.Á dögunum 11. til 19. mars 2012 myrti hinn 23 ára gamli Mohamed Merah þrjá franska hermenn í borgunum Toulouse og Montauban í suðurhluta-Frakklands. Þá myrti hann þrjú börn af gyðingaættum og kennara í Toulouse. Sjálfur sagðist Merah aðhyllast al-Qaeda samtökunum, en hann var felldur af lögreglu eftir 32 tíma umsátur um íbúð hans.Þann 24. maí 2014 skaut Mehdi Nemmouche á hóp fólks á safni gyðinga í Brussel. Hann myrti fjóra og þar með tvo ferðamenn frá Ísrael. Hann var fæddur í Frakklandi, en upprunalega frá Alsír. Hann var svo handtekinn í Frakklandi og framseldur til Belgíu.Tveir þungvopnaðir menn ruddust inn á skrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo í París í janúar í fyrra. Þar myrtu þeir tólf einstaklinga. Þar með taldir eru tveir lögregluþjónar sem þeir skutu á flótta frá Charlie Hebdo. Næsta dag lét lögreglukona lífið fyrir utan París og fjórir aðrir þegar vopnaður maður tók yfir matvöruverslun gyðinga í París. Allir árásarmennirnir létu lífið í skotbardögum við lögreglu. Mennirnir sem réðust á Charlie Hebdo sögðust vera á vegum ISIS en maðurinn sem réðst á matvöruverslunina sagðist vera á vegum al-Qaeda.Þann 14. febrúar 2015 réðst hinn 22 ára gamli Omar El-Hussein á hóp fólks á málþingi um íslam og málfrelsi í Kaupmannahöfn. Hann skaut kvikmyndagerðarmann til bana og særði þrjá lögregluþjóna. Skömmu seinna myrti hann öryggisvörð við bænahús gyðinga og særði tvo aðra lögregluþjóna. Hann var skotinn til bana af lögreglu nokkrum klukkustundum seinna.Þann 13. nóvember réðst hópur vígamanna iSIS á París. Vígamenn sprengdi sig í loft upp við Stade de France þar sem Frakkar og Þýskaland kepptu í fótbolta. Vígamenn skutu á kaffihús og réðust á tónleikastaðinn Bataclan. 130 manns létu lífið og rúmlega 350 særðust í árásunum. Þetta er alvarlegasta hryðjuverkaárásin í sögu Frakklands. Árásarmennirnir voru felldir af lögreglu, nema Salah Abdeslam sem flúði til Belgíu.Í dag voru sprengdar sprengjur á flugvelli í Brussel og á lestarstöð. Einungis nokkrum dögum eftir að einn af Abdeslam var handtekinn.
Hryðjuverk í Brussel Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira