Sprengingar á flugvelli og lestarstöð í Brussel Samúel Karl Ólason skrifar 22. mars 2016 07:31 Fólk yfirgefur Zaventem flugvöllinn, sem hefur verið lokað í dag. Vísir/AFP Þrjár sprengingar urðu í Brussel í morgun; á Zaventem flugvellinum og í lest nærri Maelbeek lestarstöðinni. Staðfest er að 34 eru látnir eftir sprengingarnar; 20 á lestarstöðinni og 14 á flugvellinum. Maggie de Block, heilbrigðisráðherra Belgíu, staðfestir að 14 hafi látist í árásinni á flugvellinum og að 81 hafi slasast. Borgarstjóri Brussel hefur staðfest að 20 hafi látist í neðanjarðarlestargöngunum við Maelbeek lestarstöðina, í grennd við skrifstofur Evrópusambandsins. Sprengjur á tveimur stöðum Minnst þrjár sprengjur voru sprengdar í Brussel í morgun í samræmdum hryðjuverkaárásum á borgina. Belgíski ríkissaksóknarinnar hefur staðfest að um sjálfsmorðssprengjuárás hafi verið að ræða á alþjóðaflugvellinum. Tvær háværar sprengingar heyrðust á Zaventem flugvellinum í Brussel um klukkan sjö í morgun. Belgíska almannaútvarpið VRT segir að þrettán séu látnir eftir sprengingarnar en tala látinna hefur verið á reiki í morgun og hefur hún hækkað talsvert frá fyrstu fréttum.Kort sem sýnir staðina þar sem sprengjuárásir voru gerðar í Belgíu í morgun. pic.twitter.com/v8S5yHoKsP — Vísir (@visir_is) March 22, 2016 Búið er að loka flugvellinum fram til klukkan sex í fyrramálið hið minnsta, samkvæmt tilkynningu frá stjórnendum flugvallarins. Öllum flugferðum hefur verið aflýst, þar á meðal ferðum Icelandair. Seinni árásin gerð klukkutíma síðar Um klukkutíma seinna var önnur sprenging á neðanjarðarlestarstöðinni Maelbeek, sem er í grennd við skrifstofur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Evrópuráðsins og skrifstofur Sameinuðu þjóðanna. Belgíska almannaútvarpið VRT segir að minnst tíu séu látnir eftir sprenginguna. Samgöngukerfi borgarinnar er lamað og var lestarferðum með Eurostar til og frá Brussel aflýst í dag.Nálægð sprengingarinnar á lestarstöðinni við skrifstofur Evrópusambandsins er mikil. pic.twitter.com/u8DxE6u5Ri — Vísir (@visir_is) March 22, 2016 Síðustu daga hefur viðbúnaður lögreglu í Brussel verið gífurlega mikill. Salah Abdeslam, sem talinn er hafa tekið þátt í árásunum í París í nóvember, var handtekinn á föstudaginn. Enn stendur yfir leit að minnst tveimur vitorðsmönnum hans. Ljóst er að Abdeslam hafði verið að skipuleggja hryðjuverk í Brussel. Innanríkisráðherra Belgíu sagði í gær að yfirvöld þar hefðu áhyggjur af hefndaraðgerðum. Belgar hafa nú hækkað viðbúnað sinn á hæsta stig.Var að taka af stað frá Maelbeek Samgönguyfirvöld í Brussel segja að sprenging hafi orðið um borð í neðanjarðarlest þegar hún var að taka af stað frá Maelbeek stöðinni á leið sinni stutta vegalengd yfir á Arts-Loi stöðina. Lestin var samsett af þremur vögnum og var sprengjan staðsett í miðjuvagninum. Lestarstjórinn stöðvaði lestina samstundis og voru fremsti og aftasti vagninn tæmdur. Samkvæmt belgísku fréttastofunni VTM hefur lögreglan fundi ósprungið sprengjuvesti á flugvellinum í Brussel. Fyrr í dag var greint frá því að Kalashnikov hríðskotariffill hafi fundist á flugvellinum.PHOTO: Explosion at #Maelbeek métro station in #Brussels. - @alxdmpic.twitter.com/utlPFt0Ezr — Conflict News (@Conflicts) March 22, 2016Didier Reynders, utanríkisráðherra Belgíu, sagði í sjónvarpsviðtali að rannsókn væri yfirstandandi á því hvort vígamenn sem tengist árásunum gengu enn lausir. Lögreglan í Brussel hefur ráðist til atlögu gegn grunuðum hryðjuverkamönnum í borginni og voru fjölmiðlar ytra beðnir um að segja ekki frá þeim aðgerðum. Stjórnvöld hafa hvatt skóla til að halda börnum innandyra og hefur því verið beint til fyrirtækja að hvetja starfsmenn sína til að fara ekki út á götur borgarinnar. Viðbúnaður í borginni er kominn á hæsta stig en það gerðist síðast í nóvember síðastliðnum, í kjölfar hryðjuverkaárásanna á París.Létust bæði á flugvellinum og á lestarstöðinni Forsætisráðherra Belgíu sagði á blaðamannafundi rétt fyrir ellefu í dag að hryðjuverkamenn hefðu framið morð bæði á flugvellinum og á lestarstöðinni. Á fundinum greindi hann frá því að herinn hefði verið kallaður til. Hann staðfesti að sprengjuárásin á flugvellinum hafi verið framkvæmd af sjálfsmorðsárásarmanni. Amercian Airlines hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem bornar eru til baka fréttir um að sprengingarnar hafi átt sér stað við innritunarborð flugfélagsins. Í tilkynningunni segir að verið sé að huga að starfsfólki félagsins, sem allt hafi lifað af árásina.This footage shows the scene in Brussels airport just after the explosions #Brusselsattackhttps://t.co/S3jN3r9fvl — Sky News (@SkyNews) March 22, 2016Bjóða fólki gistingu Þúsundir eru nú fastir í Brussel þar sem samgöngur eru stopp og fólk sem var ef til vill á leið frá borginni kemst ekki þaðan. Íbúar borgarinnar hafa nú tekið upp á því að bjóða þeim sem eru fastir í borginni gistingu á samfélagsmiðlum. Kassamerkið #OpenHouse hefur nú verið notað margsinnis á Twitter. Þjóðarleiðtogar um allan heim hafa tjáð sig um árásirnar og lýst yfir stuðningi við Belgíu. Þeirra á meðal eru Francois Hollande, David Cameron og Vladimir Putin.Þessi frétta var síðast uppfærð klukkan 15.00 í dag en hún hefur verið stöðugt uppfærð frá því í morgun þegar fyrstu fréttir bárust frá Belgíu.#Maalbeek metro í #Brussels núna. Minnst 10 látnir. pic.twitter.com/rur4MpqxDJ— Thorfinnur Omarsson (@thorfinnur) March 22, 2016 Video Airport #Brüssel #ExplosionRT @AAhronheim: #BREAKING: Two loud explosions at #Zaventem airport in #Brussels pic.twitter.com/riZnLzLvVL— Muschelschloss ️☕ (@Muschelschloss) March 22, 2016 Hryðjuverk í Brussel Tengdar fréttir Abdeslam var á hlaupum frá lögreglu þegar hann var skotinn Búið er að bera kennsl á vitorðsmann hans sem er enn í felum í Brussel. 21. mars 2016 14:00 Salah Abdeslam ákærður fyrir aðild sína að hryðjuverkunum í París Abdeslam er í haldi lögreglu í Brussel. Sýnir hann samstarfsvilja en vill ekki verða framseldur til Frakklands. 19. mars 2016 15:01 Abdeslam hugðist fremja hryðjuverkaárás í Brussel Utanríkisráðherra Belgíu segir að framundan séu fleiri handtökur. 20. mars 2016 21:30 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Þrjár sprengingar urðu í Brussel í morgun; á Zaventem flugvellinum og í lest nærri Maelbeek lestarstöðinni. Staðfest er að 34 eru látnir eftir sprengingarnar; 20 á lestarstöðinni og 14 á flugvellinum. Maggie de Block, heilbrigðisráðherra Belgíu, staðfestir að 14 hafi látist í árásinni á flugvellinum og að 81 hafi slasast. Borgarstjóri Brussel hefur staðfest að 20 hafi látist í neðanjarðarlestargöngunum við Maelbeek lestarstöðina, í grennd við skrifstofur Evrópusambandsins. Sprengjur á tveimur stöðum Minnst þrjár sprengjur voru sprengdar í Brussel í morgun í samræmdum hryðjuverkaárásum á borgina. Belgíski ríkissaksóknarinnar hefur staðfest að um sjálfsmorðssprengjuárás hafi verið að ræða á alþjóðaflugvellinum. Tvær háværar sprengingar heyrðust á Zaventem flugvellinum í Brussel um klukkan sjö í morgun. Belgíska almannaútvarpið VRT segir að þrettán séu látnir eftir sprengingarnar en tala látinna hefur verið á reiki í morgun og hefur hún hækkað talsvert frá fyrstu fréttum.Kort sem sýnir staðina þar sem sprengjuárásir voru gerðar í Belgíu í morgun. pic.twitter.com/v8S5yHoKsP — Vísir (@visir_is) March 22, 2016 Búið er að loka flugvellinum fram til klukkan sex í fyrramálið hið minnsta, samkvæmt tilkynningu frá stjórnendum flugvallarins. Öllum flugferðum hefur verið aflýst, þar á meðal ferðum Icelandair. Seinni árásin gerð klukkutíma síðar Um klukkutíma seinna var önnur sprenging á neðanjarðarlestarstöðinni Maelbeek, sem er í grennd við skrifstofur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Evrópuráðsins og skrifstofur Sameinuðu þjóðanna. Belgíska almannaútvarpið VRT segir að minnst tíu séu látnir eftir sprenginguna. Samgöngukerfi borgarinnar er lamað og var lestarferðum með Eurostar til og frá Brussel aflýst í dag.Nálægð sprengingarinnar á lestarstöðinni við skrifstofur Evrópusambandsins er mikil. pic.twitter.com/u8DxE6u5Ri — Vísir (@visir_is) March 22, 2016 Síðustu daga hefur viðbúnaður lögreglu í Brussel verið gífurlega mikill. Salah Abdeslam, sem talinn er hafa tekið þátt í árásunum í París í nóvember, var handtekinn á föstudaginn. Enn stendur yfir leit að minnst tveimur vitorðsmönnum hans. Ljóst er að Abdeslam hafði verið að skipuleggja hryðjuverk í Brussel. Innanríkisráðherra Belgíu sagði í gær að yfirvöld þar hefðu áhyggjur af hefndaraðgerðum. Belgar hafa nú hækkað viðbúnað sinn á hæsta stig.Var að taka af stað frá Maelbeek Samgönguyfirvöld í Brussel segja að sprenging hafi orðið um borð í neðanjarðarlest þegar hún var að taka af stað frá Maelbeek stöðinni á leið sinni stutta vegalengd yfir á Arts-Loi stöðina. Lestin var samsett af þremur vögnum og var sprengjan staðsett í miðjuvagninum. Lestarstjórinn stöðvaði lestina samstundis og voru fremsti og aftasti vagninn tæmdur. Samkvæmt belgísku fréttastofunni VTM hefur lögreglan fundi ósprungið sprengjuvesti á flugvellinum í Brussel. Fyrr í dag var greint frá því að Kalashnikov hríðskotariffill hafi fundist á flugvellinum.PHOTO: Explosion at #Maelbeek métro station in #Brussels. - @alxdmpic.twitter.com/utlPFt0Ezr — Conflict News (@Conflicts) March 22, 2016Didier Reynders, utanríkisráðherra Belgíu, sagði í sjónvarpsviðtali að rannsókn væri yfirstandandi á því hvort vígamenn sem tengist árásunum gengu enn lausir. Lögreglan í Brussel hefur ráðist til atlögu gegn grunuðum hryðjuverkamönnum í borginni og voru fjölmiðlar ytra beðnir um að segja ekki frá þeim aðgerðum. Stjórnvöld hafa hvatt skóla til að halda börnum innandyra og hefur því verið beint til fyrirtækja að hvetja starfsmenn sína til að fara ekki út á götur borgarinnar. Viðbúnaður í borginni er kominn á hæsta stig en það gerðist síðast í nóvember síðastliðnum, í kjölfar hryðjuverkaárásanna á París.Létust bæði á flugvellinum og á lestarstöðinni Forsætisráðherra Belgíu sagði á blaðamannafundi rétt fyrir ellefu í dag að hryðjuverkamenn hefðu framið morð bæði á flugvellinum og á lestarstöðinni. Á fundinum greindi hann frá því að herinn hefði verið kallaður til. Hann staðfesti að sprengjuárásin á flugvellinum hafi verið framkvæmd af sjálfsmorðsárásarmanni. Amercian Airlines hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem bornar eru til baka fréttir um að sprengingarnar hafi átt sér stað við innritunarborð flugfélagsins. Í tilkynningunni segir að verið sé að huga að starfsfólki félagsins, sem allt hafi lifað af árásina.This footage shows the scene in Brussels airport just after the explosions #Brusselsattackhttps://t.co/S3jN3r9fvl — Sky News (@SkyNews) March 22, 2016Bjóða fólki gistingu Þúsundir eru nú fastir í Brussel þar sem samgöngur eru stopp og fólk sem var ef til vill á leið frá borginni kemst ekki þaðan. Íbúar borgarinnar hafa nú tekið upp á því að bjóða þeim sem eru fastir í borginni gistingu á samfélagsmiðlum. Kassamerkið #OpenHouse hefur nú verið notað margsinnis á Twitter. Þjóðarleiðtogar um allan heim hafa tjáð sig um árásirnar og lýst yfir stuðningi við Belgíu. Þeirra á meðal eru Francois Hollande, David Cameron og Vladimir Putin.Þessi frétta var síðast uppfærð klukkan 15.00 í dag en hún hefur verið stöðugt uppfærð frá því í morgun þegar fyrstu fréttir bárust frá Belgíu.#Maalbeek metro í #Brussels núna. Minnst 10 látnir. pic.twitter.com/rur4MpqxDJ— Thorfinnur Omarsson (@thorfinnur) March 22, 2016 Video Airport #Brüssel #ExplosionRT @AAhronheim: #BREAKING: Two loud explosions at #Zaventem airport in #Brussels pic.twitter.com/riZnLzLvVL— Muschelschloss ️☕ (@Muschelschloss) March 22, 2016
Hryðjuverk í Brussel Tengdar fréttir Abdeslam var á hlaupum frá lögreglu þegar hann var skotinn Búið er að bera kennsl á vitorðsmann hans sem er enn í felum í Brussel. 21. mars 2016 14:00 Salah Abdeslam ákærður fyrir aðild sína að hryðjuverkunum í París Abdeslam er í haldi lögreglu í Brussel. Sýnir hann samstarfsvilja en vill ekki verða framseldur til Frakklands. 19. mars 2016 15:01 Abdeslam hugðist fremja hryðjuverkaárás í Brussel Utanríkisráðherra Belgíu segir að framundan séu fleiri handtökur. 20. mars 2016 21:30 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Abdeslam var á hlaupum frá lögreglu þegar hann var skotinn Búið er að bera kennsl á vitorðsmann hans sem er enn í felum í Brussel. 21. mars 2016 14:00
Salah Abdeslam ákærður fyrir aðild sína að hryðjuverkunum í París Abdeslam er í haldi lögreglu í Brussel. Sýnir hann samstarfsvilja en vill ekki verða framseldur til Frakklands. 19. mars 2016 15:01
Abdeslam hugðist fremja hryðjuverkaárás í Brussel Utanríkisráðherra Belgíu segir að framundan séu fleiri handtökur. 20. mars 2016 21:30