Ekki bara peningar Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 26. mars 2016 07:00 Guðmundur Jóhannsson, lyf- og bráðalæknir á Landspítalanum, sagði í föstudagsviðtali Fréttablaðsins á dögunum að auknir fjármunir til Landspítalans mættu sín lítils nema Íslendingar tækju ábyrgð á eigin heilsu. Samkvæmt nýlegri könnun erum við feitasta þjóð í Evrópu. Læknirinn líkti offitu og lífsstílssjúkdómum við flóðbylgju. Samhliða öldrun þjóðarinnar stöndum við sennilega frammi fyrir erfiðasta og dýrasta vandamáli sögunnar. Þróunin á Íslandi er ekkert einsdæmi, en hún er uggvænleg engu að síður. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur verulegar áhyggjur af því að krónískir lífsstílssjúkdómar séu ein mesta heilbrigðisógn sem að okkur steðjar. Undanfarið hefur Kári Stefánsson farið fyrir þeim sem vilja verja auknu fé til heilbrigðismála. Drjúgur hluti þjóðarinnar er Kára sammála. Undirskriftasöfnun hans hefur slegið öll met. En líkt og Guðmundur bendir á er ekki nóg að hækka fjárframlög til Landspítalans, þó að verulega verði í bætt, ef ekki er ráðist að rót vandans. Í Bandaríkjunum er talað um að ef ekki fer að hægja á offitufaraldrinum þar í landi muni hann fyrr en varir gleypa öll heilbrigðisútgjöld. Ekki þarf sérfræðing í heilbrigðismálum til að sjá, að ef bandaríska kerfið getur ekki tekist á við vandann, megum við okkur lítils. Von okkar felst kannski í því að það er stundum auðveldara að breyta áherslum í litlu samfélagi en stóru. Efla þarf forvarnir, auka samstarf milli fagstétta um bættan lífsstíl og vekja lækna til vitundar um hollan mat. Það er grundvallaratriði. Stjórnvöld þurfa að setja sér skýr markmið í baráttunni gegn lífsstílssjúkdómum. Til dæmis mætti afnema tolla á hollum mat. En forvarnir kosta peninga, sem síðan skila sér margfalt í betra lífi og minni útgjöldum. Það þarf að fara í skólana. Það þarf að hvetja þá sem hafa tileinkað sér óheilsusamlegan lífsstíl til að snúa við blaðinu. Í næstu kosningum, líkt og svo oft áður, munu fyrirheit um úrbætur í heilbrigðiskerfinu verða bitbein. Sitjandi ríkisstjórn mun hreykja sér af því hversu vel hefur verið staðið að uppbyggingu og þeir sem vonast til að fella valdhafana munu segja að ekki sé nóg að gert. Við þurfum meira kjöt á beinin. Hlusta þarf á raddir úr mörgum áttum. Kunnáttan er fyrir hendi hér og þar. Margir hafa unnið stóra sigra í baráttunni við lífsstílssjúkdóma. Við þurfum að heyra þeirra raddir. Það þarf að finna leiðir til að sameina kraftana, flétta saman góðar hugmyndir svo úr verði skynsamleg stefna. Þetta snýst nefnilega ekki bara um að verja peningum í dýr lyf, tæki og húsakynni. Markmið hvers og eins á að vera að forðast spítalavist með því að taka ábyrgð á eigin heilsu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun
Guðmundur Jóhannsson, lyf- og bráðalæknir á Landspítalanum, sagði í föstudagsviðtali Fréttablaðsins á dögunum að auknir fjármunir til Landspítalans mættu sín lítils nema Íslendingar tækju ábyrgð á eigin heilsu. Samkvæmt nýlegri könnun erum við feitasta þjóð í Evrópu. Læknirinn líkti offitu og lífsstílssjúkdómum við flóðbylgju. Samhliða öldrun þjóðarinnar stöndum við sennilega frammi fyrir erfiðasta og dýrasta vandamáli sögunnar. Þróunin á Íslandi er ekkert einsdæmi, en hún er uggvænleg engu að síður. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur verulegar áhyggjur af því að krónískir lífsstílssjúkdómar séu ein mesta heilbrigðisógn sem að okkur steðjar. Undanfarið hefur Kári Stefánsson farið fyrir þeim sem vilja verja auknu fé til heilbrigðismála. Drjúgur hluti þjóðarinnar er Kára sammála. Undirskriftasöfnun hans hefur slegið öll met. En líkt og Guðmundur bendir á er ekki nóg að hækka fjárframlög til Landspítalans, þó að verulega verði í bætt, ef ekki er ráðist að rót vandans. Í Bandaríkjunum er talað um að ef ekki fer að hægja á offitufaraldrinum þar í landi muni hann fyrr en varir gleypa öll heilbrigðisútgjöld. Ekki þarf sérfræðing í heilbrigðismálum til að sjá, að ef bandaríska kerfið getur ekki tekist á við vandann, megum við okkur lítils. Von okkar felst kannski í því að það er stundum auðveldara að breyta áherslum í litlu samfélagi en stóru. Efla þarf forvarnir, auka samstarf milli fagstétta um bættan lífsstíl og vekja lækna til vitundar um hollan mat. Það er grundvallaratriði. Stjórnvöld þurfa að setja sér skýr markmið í baráttunni gegn lífsstílssjúkdómum. Til dæmis mætti afnema tolla á hollum mat. En forvarnir kosta peninga, sem síðan skila sér margfalt í betra lífi og minni útgjöldum. Það þarf að fara í skólana. Það þarf að hvetja þá sem hafa tileinkað sér óheilsusamlegan lífsstíl til að snúa við blaðinu. Í næstu kosningum, líkt og svo oft áður, munu fyrirheit um úrbætur í heilbrigðiskerfinu verða bitbein. Sitjandi ríkisstjórn mun hreykja sér af því hversu vel hefur verið staðið að uppbyggingu og þeir sem vonast til að fella valdhafana munu segja að ekki sé nóg að gert. Við þurfum meira kjöt á beinin. Hlusta þarf á raddir úr mörgum áttum. Kunnáttan er fyrir hendi hér og þar. Margir hafa unnið stóra sigra í baráttunni við lífsstílssjúkdóma. Við þurfum að heyra þeirra raddir. Það þarf að finna leiðir til að sameina kraftana, flétta saman góðar hugmyndir svo úr verði skynsamleg stefna. Þetta snýst nefnilega ekki bara um að verja peningum í dýr lyf, tæki og húsakynni. Markmið hvers og eins á að vera að forðast spítalavist með því að taka ábyrgð á eigin heilsu.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun