Þær tvær komast á annað level Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 11. mars 2016 09:30 Vala Kristín Eiríksdóttir og Júlíana Sara Gunnarsdóttir leikkonur slógu heldur betur í gegn í fyrstu seríu þáttanna og fengu frábær viðbrögð. Vísir/Pjetur „Það var eitt skipti sem við vinkonurnar vorum úti að hlaupa saman að við áttuðum okkur á því að við værum með mjög svipaðar hugsanir, við hlógum okkur auðvitað máttlausar, en það var þá sem við áttuðum okkur á því að við væru algjörlega frábærar saman,“ segja þær Júlíana Sara Gunnarsdóttir og Vala Kristín Eiríksdóttir, sem eru um þessar mundir að leggja lokahönd á handritsskrif fyrir aðra seríu af sprenghlægilegu þáttunum Þær tvær, en þættirnir verða sýndir á Stöð 2 næstkomandi haust. Það er óhætt að segja að Þær tvær hafi fengið góð viðbrögð frá áhorfendum. Húmorinn í þáttunum er mikill og stelpurnar eru alls ekki feimnar við að gera skemmtilegt grín til að fá áhorfendurnar til hlæja. „Þegar við fórum af stað með hugmyndina um Þær tvær, komum við með mjög gróft handrit til að sýna hvaða húmor við vorum með og í kjölfarið var okkur boðið að gera svokallaðan prufuþátt sem heppnaðist vel og okkur boðið að gera sex þætti af grínefni sem var mikið ævintýri,“ segir Vala Kristín leikkona. Í kjölfar fyrstu seríu, var augljóst að stelpurnar höfðu sannað sig fyrir framleiðendum og þjóðinni og ekki leið á löngu þar til þeim var boðið að gera nýja seríu þar sem meiri peningur og stærra teymi kæmi til með að fylgja þeim í framleiðsluferlinu.Júlíana Sara og Vala Kristín eru Þær tvær.„Við fáum meiri mannskap með okkur í þetta skipti. Þegar við fórum af stað með fyrstu seríuna voru báðir aðilar að taka mikla áhættu, við vorum í því að redda okkur búningum og alls konar heimagerðar reddingar áttu sér stað. Núna fáum við hins vegar búningahönnuð ásamt framleiðsluteymi sem verður okkur innan handar og aðstoðar okkur við tilfallandi verkefni sem tengjast tökunum,“ segja stelpurnar ánægðar með viðbrögðin sem þær hafa fengið. Stelpurnar lofa frábærri skemmtun og miklu gríni í nýju seríunni þar sem bæði nýjum og gömlum persónum bregður fyrir í allskyns vandræðalegum og asnalegum aðstæðum. „Í nýju þáttunum verða persónur sem birtast áhorfendum aftur og aftur í bland við annars konar sketsa. Við munum endurvekja persónur úr fyrri seríunni, og það er alveg á hreinu að systurnar Ágústa og Gróa verða í miklu stuði ásamt keppnisvinkonunum, en þær halda áfram að keppa um allt milli himins og jarðar. Svo verðum við með fullt af nýjum og spennandi persónum líka,“ segja þær Vala Kristín og Júlíana Sara og hlakka mikið til þegar tökurnar hefjast í næstu viku. Þær tvær Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Sjá meira
„Það var eitt skipti sem við vinkonurnar vorum úti að hlaupa saman að við áttuðum okkur á því að við værum með mjög svipaðar hugsanir, við hlógum okkur auðvitað máttlausar, en það var þá sem við áttuðum okkur á því að við væru algjörlega frábærar saman,“ segja þær Júlíana Sara Gunnarsdóttir og Vala Kristín Eiríksdóttir, sem eru um þessar mundir að leggja lokahönd á handritsskrif fyrir aðra seríu af sprenghlægilegu þáttunum Þær tvær, en þættirnir verða sýndir á Stöð 2 næstkomandi haust. Það er óhætt að segja að Þær tvær hafi fengið góð viðbrögð frá áhorfendum. Húmorinn í þáttunum er mikill og stelpurnar eru alls ekki feimnar við að gera skemmtilegt grín til að fá áhorfendurnar til hlæja. „Þegar við fórum af stað með hugmyndina um Þær tvær, komum við með mjög gróft handrit til að sýna hvaða húmor við vorum með og í kjölfarið var okkur boðið að gera svokallaðan prufuþátt sem heppnaðist vel og okkur boðið að gera sex þætti af grínefni sem var mikið ævintýri,“ segir Vala Kristín leikkona. Í kjölfar fyrstu seríu, var augljóst að stelpurnar höfðu sannað sig fyrir framleiðendum og þjóðinni og ekki leið á löngu þar til þeim var boðið að gera nýja seríu þar sem meiri peningur og stærra teymi kæmi til með að fylgja þeim í framleiðsluferlinu.Júlíana Sara og Vala Kristín eru Þær tvær.„Við fáum meiri mannskap með okkur í þetta skipti. Þegar við fórum af stað með fyrstu seríuna voru báðir aðilar að taka mikla áhættu, við vorum í því að redda okkur búningum og alls konar heimagerðar reddingar áttu sér stað. Núna fáum við hins vegar búningahönnuð ásamt framleiðsluteymi sem verður okkur innan handar og aðstoðar okkur við tilfallandi verkefni sem tengjast tökunum,“ segja stelpurnar ánægðar með viðbrögðin sem þær hafa fengið. Stelpurnar lofa frábærri skemmtun og miklu gríni í nýju seríunni þar sem bæði nýjum og gömlum persónum bregður fyrir í allskyns vandræðalegum og asnalegum aðstæðum. „Í nýju þáttunum verða persónur sem birtast áhorfendum aftur og aftur í bland við annars konar sketsa. Við munum endurvekja persónur úr fyrri seríunni, og það er alveg á hreinu að systurnar Ágústa og Gróa verða í miklu stuði ásamt keppnisvinkonunum, en þær halda áfram að keppa um allt milli himins og jarðar. Svo verðum við með fullt af nýjum og spennandi persónum líka,“ segja þær Vala Kristín og Júlíana Sara og hlakka mikið til þegar tökurnar hefjast í næstu viku.
Þær tvær Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Sjá meira