Don Giovanni og siðleysingjar Óttar Guðmundsson skrifar 12. mars 2016 07:00 Fór að sjá Don Giovanni í íslensku óperunni á dögunum. Tónlistin var stórkostleg og söngurinn hljómfagur. Höfuðpersónan, kvennabósinn og siðblindinginn Don Giovanni, fer á fjörurnar við hverja yngismeyna á fætur annarri og nýtur dyggrar aðstoðar þjónsins, Leporello. Í þessari uppfærslu eru þó græddir englavængir á Don Giovanni svo að hann er ekki eins djöfullegur og venjulega. Hann er ekki lengur nauðgari og morðingi heldur glaðvær daðrari sem gerir sig kannski sekan um manndráp af gáleysi. Fyrir mörgum árum skrifaði Megas bókina Björn og Sveinn sem var íslensk útgáfa af Don Giovanni. Bókin fjallaði um þá feðga Axlar-Björn og Svein skotta, þekktustu glæpamenn Íslandssögunnar, og ferðalag þeirra um myrkviði og undirheima Reykjavíkur eftirstríðsáranna. Þeir voru líkt og ítalska fyrirmyndin siðvilltir og þjónuðu hvötum sínum af stakri samviskusemi. Þessi bók, sem er mikið meistaraverk, vakti litla athygli og seldist einungis í 300 eintökum. Hún er nú ófáanleg. Boðskapur óperunnar og Megasar er þó sá sami. Glæpahundarnir Don Giovanni, Axlar-Björn og Sveinn skotti fá allir makleg málagjöld. Logar helvítis gleypa Don Giovanni í lok síðasta þáttar. Engum dylst hver var endanlegur áfangastaður feðganna hjá Megasi. Þetta er sannkirkjuleg kenning þar sem laun syndarinnar eru dauði og tortíming. Mörgum nútímamanninum finnst þetta þó ósennilegt. Allir vita að Don Giovanni væri í dag á Tinder og félli vel að tíðarandanum. Siðblinda hans mundi njóta sín og væri honum til framdráttar. Björn og Sveinn skotti hefðu hagnast vel á glæpum sínum og bæði keypt og selt hlutabréf af sjálfum sér. Þeir hefðu síðan keypt tryggingafélög fyrir ágóðann og greitt sér út arð úr bótasjóðunum. Í sögulok fara þeir ekki til vítis heldur í skattaskjól á Tortólaeyjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Halldór 01.03.2025 Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun
Fór að sjá Don Giovanni í íslensku óperunni á dögunum. Tónlistin var stórkostleg og söngurinn hljómfagur. Höfuðpersónan, kvennabósinn og siðblindinginn Don Giovanni, fer á fjörurnar við hverja yngismeyna á fætur annarri og nýtur dyggrar aðstoðar þjónsins, Leporello. Í þessari uppfærslu eru þó græddir englavængir á Don Giovanni svo að hann er ekki eins djöfullegur og venjulega. Hann er ekki lengur nauðgari og morðingi heldur glaðvær daðrari sem gerir sig kannski sekan um manndráp af gáleysi. Fyrir mörgum árum skrifaði Megas bókina Björn og Sveinn sem var íslensk útgáfa af Don Giovanni. Bókin fjallaði um þá feðga Axlar-Björn og Svein skotta, þekktustu glæpamenn Íslandssögunnar, og ferðalag þeirra um myrkviði og undirheima Reykjavíkur eftirstríðsáranna. Þeir voru líkt og ítalska fyrirmyndin siðvilltir og þjónuðu hvötum sínum af stakri samviskusemi. Þessi bók, sem er mikið meistaraverk, vakti litla athygli og seldist einungis í 300 eintökum. Hún er nú ófáanleg. Boðskapur óperunnar og Megasar er þó sá sami. Glæpahundarnir Don Giovanni, Axlar-Björn og Sveinn skotti fá allir makleg málagjöld. Logar helvítis gleypa Don Giovanni í lok síðasta þáttar. Engum dylst hver var endanlegur áfangastaður feðganna hjá Megasi. Þetta er sannkirkjuleg kenning þar sem laun syndarinnar eru dauði og tortíming. Mörgum nútímamanninum finnst þetta þó ósennilegt. Allir vita að Don Giovanni væri í dag á Tinder og félli vel að tíðarandanum. Siðblinda hans mundi njóta sín og væri honum til framdráttar. Björn og Sveinn skotti hefðu hagnast vel á glæpum sínum og bæði keypt og selt hlutabréf af sjálfum sér. Þeir hefðu síðan keypt tryggingafélög fyrir ágóðann og greitt sér út arð úr bótasjóðunum. Í sögulok fara þeir ekki til vítis heldur í skattaskjól á Tortólaeyjum.
Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun
Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun