Kjósið mig Berglind Pétursdóttir skrifar 14. mars 2016 07:00 Allir eru að bjóða sig fram til forseta nema ég, en ég er reyndar of ung til að bjóða mig fram. Af hverju þarf maður að vera svona gamall til að fara í framboð? Væri ekki frískandi að fá eina 26 ára með háskólapróf í dansi í forsetaembættið? Ég gæti haldið ógleymanlegar veislur á Bessastöðum. Ég keypti nýlega skrautborða sem á stendur ’Party with my Bitches‘ í partíbúð og hef notað hann óspart í hinum ýmsu teitum. Hann myndi sannarlega koma sér vel þegar ég væri búin að negla fálkaorður og bókmenntaverðlaun í broddborgara héðan og þaðan. Þá gæti ég sko hrist tappann úr einni Bollinger og sýnt ráðamönnum og -konum erlendra þjóða að forseti Íslands er ógeðslega hress og kátur. Þetta er náttúrulega bara bull. Ég ætla ekki að bjóða mig fram fyrr en í fyrsta lagi um sextugt. Kona verður að enda ferilinn á forsetaembættinu. Hvað ætti ég til dæmis að fara að gera eftir fyrsta kjörtímabilið þegar allir væru búnir að átta sig á að ég kann ekkert að vera forseti og einhver heilsteyptur, vel menntaður einstaklingur tæki minn stað? Færi ég aftur í auglýsingabransann? Væri það ekki óþægilegt fyrir vinnufélaga mína að vita til þess að ég væri búin að fara á fundi með Trump Bandaríkjaforseta og sæti núna á fundi með þeim í Skeifunni? Eða væri þeim alveg sama? Ég þyrfti að spyrja þau. Ég ætla að láta þetta eiga sig í bili, njóta þess að fylgjast með kosningabaráttu hinna og fullnýta kosningarétt minn. Ég er löngu búin að ákveða hvern ég ætla að kjósa. Einu sinni fór ég nefnilega í Góða hirðinn og sá Sturlu Jónsson, vörubílstjóra og forsetaframbjóðanda. Hann var að kaupa sér möppu. Ég vil forseta sem kaupir möppur í Góða hirðinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun
Allir eru að bjóða sig fram til forseta nema ég, en ég er reyndar of ung til að bjóða mig fram. Af hverju þarf maður að vera svona gamall til að fara í framboð? Væri ekki frískandi að fá eina 26 ára með háskólapróf í dansi í forsetaembættið? Ég gæti haldið ógleymanlegar veislur á Bessastöðum. Ég keypti nýlega skrautborða sem á stendur ’Party with my Bitches‘ í partíbúð og hef notað hann óspart í hinum ýmsu teitum. Hann myndi sannarlega koma sér vel þegar ég væri búin að negla fálkaorður og bókmenntaverðlaun í broddborgara héðan og þaðan. Þá gæti ég sko hrist tappann úr einni Bollinger og sýnt ráðamönnum og -konum erlendra þjóða að forseti Íslands er ógeðslega hress og kátur. Þetta er náttúrulega bara bull. Ég ætla ekki að bjóða mig fram fyrr en í fyrsta lagi um sextugt. Kona verður að enda ferilinn á forsetaembættinu. Hvað ætti ég til dæmis að fara að gera eftir fyrsta kjörtímabilið þegar allir væru búnir að átta sig á að ég kann ekkert að vera forseti og einhver heilsteyptur, vel menntaður einstaklingur tæki minn stað? Færi ég aftur í auglýsingabransann? Væri það ekki óþægilegt fyrir vinnufélaga mína að vita til þess að ég væri búin að fara á fundi með Trump Bandaríkjaforseta og sæti núna á fundi með þeim í Skeifunni? Eða væri þeim alveg sama? Ég þyrfti að spyrja þau. Ég ætla að láta þetta eiga sig í bili, njóta þess að fylgjast með kosningabaráttu hinna og fullnýta kosningarétt minn. Ég er löngu búin að ákveða hvern ég ætla að kjósa. Einu sinni fór ég nefnilega í Góða hirðinn og sá Sturlu Jónsson, vörubílstjóra og forsetaframbjóðanda. Hann var að kaupa sér möppu. Ég vil forseta sem kaupir möppur í Góða hirðinum.