Telja óeðlilegt að stjórnendur hafi verið í hópi einu fjárfestanna í Borgun Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. mars 2016 10:33 Steinþór Pálsson er forstjóri Landsbankans. Bankasýsla ríkisins telur að Landsbankinn hafi ekki rökstutt ákvörðun um að selja Borgun í lokuðu söluferli með fullnægjandi hætti. Þetta kemur fram í bréfi sem Bankasýslan hefur sent bankaráði Landsbankans. „Þannig bendir margt til þess að bankinn hafi dregið rangar ályktanir af samskiptum sínum við Samkeppniseftirlitið varðandi mögulega fresti og svigrúm til að selja eignarhlut sinn í félaginu. Hins vegar telur Bankasýla ríkisins að frumkvæði bankans og góður samstarfsvilji hafi verið honum til málsbóta við ákvarðanir Samkeppniseftirlitsins.“ Þá telur Bankasýslan að verklagið við samningagerð Landsbankans hafi að sumu leyti verið ábótavant. Bankasýslan tekur fram að það sé jákvætt að Landsbankinn hafi samið um hlutdeild í þátttöku Valitors vegna mögulegrar sölu á Visa Europe, en engin haldbær rök hafi komið fram fyrir því að hann hafi ekki gert sömu fyrirvara vegna sölunnar á Borgun. Sala á þessum tveimur félögum hafi farið fram samhliða. Telur Bankasýsla ríkisins jafnframt að Landsbankinn sem stærsta fjármálafyrirtæki landsins geti ekki borið fyrir sig grandleysi annarra kaupenda á eignarhlutum í Borgun. Bankasýslan segir að spurningar hafi vaknað um verðmat bankans á eignarhlutnum í Borgun. Upplýsingar sem birst hafi opinberlega hafi gefið til kynna að verðmæti alls hlutafjár Borgunar hafi aukist mun meira en virði skráðrar hlutabréfa á Íslandi frá því að Landsbankinn samþykkti tilboð kaupenda. Það hafi valdið þvi að trausti til bankans og stjórnenda hans hafi beðið hnekki. „Hefði Landsbankinn selt hluti sína í opnu og gagnsæju ferli þar sem markaðurinn hefði verðlagt bréfin má ætla að það hefði ekki gerst,“ segir í bréfinu. Bankasýslan telur það jafnframt gagnrýnisvert að bankinn skuli hafa komið sér í þá stöðu að eini viðsemjandinn hafi verið hópur fjárfesta sem innihélt meðal annars stjórnendur Borgunar. Jafnframt verði að gera þá kröfu til bankans að viðhafa sérstaka aðgæslu við mat á rekstraráætlunum, sem gerðar eru af aðilum innan kaupendahópsins (þ.e. stjórnendum). „Að síðustu hafa svör bankans við þeirri gagnrýni sem salan hefur hlotið ekki verið sannfærandi. Að þessu sögðu telur Bankasýsla ríkisins að hafi Landsbankinn athugasemdir við upplýsingagjöf af hálfu annarra aðila i tengslum við sölumeðferð á eignarhluti í Borgun að bankinn leiti réttar síns ef hann telur tilefni til,“ segir í bréfinu til bankaráðsins. Borgunarmálið Tengdar fréttir Útilokar ekki málsókn vegna Borgunarmálsins Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, vill ekki útiloka að bankinn leiti réttar síns í Borgunarmálinu, þrátt fyrir svör stjórnenda Borgunar við fyrirspurn bankans. Landsbankinn hafi verið grandalaus varðandi mögulegar greiðslur til Borgunar vegna yfirtöku Vísa í Bandaríkjunum á Vísa í Evrópu. 12. febrúar 2016 19:46 Milljarðar króna skiptu um hendur og enginn veit hver vissi hvað Vísir fer yfir eitt umdeildasta málið í íslensku samfélagi í dag frá upphafi. 17. febrúar 2016 11:30 Segja Steinþór fara ítrekað fram „með dylgjur og óbeinar ásakanir“ Stjórn Borgunar segir allt tal um blekkingar vera algerlega fráleitt. 15. febrúar 2016 22:10 Bankasýslan snuprar stjórnendur Landsbankans Bankasýslan telur að fagleg ásýnd Landsbankans og stjórnenda hans hafi beðið hnekki. 14. mars 2016 10:04 Milljarðabónusgreiðslur og Borgunarmálið: „Erum að fara aftur til fyrirhrunsáranna“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona Vinstri grænna, ræddi um Borgunarmálið og bónusgreiðslur á þingi í morgun. 16. febrúar 2016 15:13 Einar ræddi Borgunarmálið ekki við Bjarna frænda sinn Fjárfestirinn Einar Sveinsson vill ekki tjá sig um það hvort hann sé tilbúinn að rifta samningnum um kaup sín á hlut í fyrirtækinu Borgun. 18. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Bankasýsla ríkisins telur að Landsbankinn hafi ekki rökstutt ákvörðun um að selja Borgun í lokuðu söluferli með fullnægjandi hætti. Þetta kemur fram í bréfi sem Bankasýslan hefur sent bankaráði Landsbankans. „Þannig bendir margt til þess að bankinn hafi dregið rangar ályktanir af samskiptum sínum við Samkeppniseftirlitið varðandi mögulega fresti og svigrúm til að selja eignarhlut sinn í félaginu. Hins vegar telur Bankasýla ríkisins að frumkvæði bankans og góður samstarfsvilji hafi verið honum til málsbóta við ákvarðanir Samkeppniseftirlitsins.“ Þá telur Bankasýslan að verklagið við samningagerð Landsbankans hafi að sumu leyti verið ábótavant. Bankasýslan tekur fram að það sé jákvætt að Landsbankinn hafi samið um hlutdeild í þátttöku Valitors vegna mögulegrar sölu á Visa Europe, en engin haldbær rök hafi komið fram fyrir því að hann hafi ekki gert sömu fyrirvara vegna sölunnar á Borgun. Sala á þessum tveimur félögum hafi farið fram samhliða. Telur Bankasýsla ríkisins jafnframt að Landsbankinn sem stærsta fjármálafyrirtæki landsins geti ekki borið fyrir sig grandleysi annarra kaupenda á eignarhlutum í Borgun. Bankasýslan segir að spurningar hafi vaknað um verðmat bankans á eignarhlutnum í Borgun. Upplýsingar sem birst hafi opinberlega hafi gefið til kynna að verðmæti alls hlutafjár Borgunar hafi aukist mun meira en virði skráðrar hlutabréfa á Íslandi frá því að Landsbankinn samþykkti tilboð kaupenda. Það hafi valdið þvi að trausti til bankans og stjórnenda hans hafi beðið hnekki. „Hefði Landsbankinn selt hluti sína í opnu og gagnsæju ferli þar sem markaðurinn hefði verðlagt bréfin má ætla að það hefði ekki gerst,“ segir í bréfinu. Bankasýslan telur það jafnframt gagnrýnisvert að bankinn skuli hafa komið sér í þá stöðu að eini viðsemjandinn hafi verið hópur fjárfesta sem innihélt meðal annars stjórnendur Borgunar. Jafnframt verði að gera þá kröfu til bankans að viðhafa sérstaka aðgæslu við mat á rekstraráætlunum, sem gerðar eru af aðilum innan kaupendahópsins (þ.e. stjórnendum). „Að síðustu hafa svör bankans við þeirri gagnrýni sem salan hefur hlotið ekki verið sannfærandi. Að þessu sögðu telur Bankasýsla ríkisins að hafi Landsbankinn athugasemdir við upplýsingagjöf af hálfu annarra aðila i tengslum við sölumeðferð á eignarhluti í Borgun að bankinn leiti réttar síns ef hann telur tilefni til,“ segir í bréfinu til bankaráðsins.
Borgunarmálið Tengdar fréttir Útilokar ekki málsókn vegna Borgunarmálsins Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, vill ekki útiloka að bankinn leiti réttar síns í Borgunarmálinu, þrátt fyrir svör stjórnenda Borgunar við fyrirspurn bankans. Landsbankinn hafi verið grandalaus varðandi mögulegar greiðslur til Borgunar vegna yfirtöku Vísa í Bandaríkjunum á Vísa í Evrópu. 12. febrúar 2016 19:46 Milljarðar króna skiptu um hendur og enginn veit hver vissi hvað Vísir fer yfir eitt umdeildasta málið í íslensku samfélagi í dag frá upphafi. 17. febrúar 2016 11:30 Segja Steinþór fara ítrekað fram „með dylgjur og óbeinar ásakanir“ Stjórn Borgunar segir allt tal um blekkingar vera algerlega fráleitt. 15. febrúar 2016 22:10 Bankasýslan snuprar stjórnendur Landsbankans Bankasýslan telur að fagleg ásýnd Landsbankans og stjórnenda hans hafi beðið hnekki. 14. mars 2016 10:04 Milljarðabónusgreiðslur og Borgunarmálið: „Erum að fara aftur til fyrirhrunsáranna“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona Vinstri grænna, ræddi um Borgunarmálið og bónusgreiðslur á þingi í morgun. 16. febrúar 2016 15:13 Einar ræddi Borgunarmálið ekki við Bjarna frænda sinn Fjárfestirinn Einar Sveinsson vill ekki tjá sig um það hvort hann sé tilbúinn að rifta samningnum um kaup sín á hlut í fyrirtækinu Borgun. 18. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Útilokar ekki málsókn vegna Borgunarmálsins Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, vill ekki útiloka að bankinn leiti réttar síns í Borgunarmálinu, þrátt fyrir svör stjórnenda Borgunar við fyrirspurn bankans. Landsbankinn hafi verið grandalaus varðandi mögulegar greiðslur til Borgunar vegna yfirtöku Vísa í Bandaríkjunum á Vísa í Evrópu. 12. febrúar 2016 19:46
Milljarðar króna skiptu um hendur og enginn veit hver vissi hvað Vísir fer yfir eitt umdeildasta málið í íslensku samfélagi í dag frá upphafi. 17. febrúar 2016 11:30
Segja Steinþór fara ítrekað fram „með dylgjur og óbeinar ásakanir“ Stjórn Borgunar segir allt tal um blekkingar vera algerlega fráleitt. 15. febrúar 2016 22:10
Bankasýslan snuprar stjórnendur Landsbankans Bankasýslan telur að fagleg ásýnd Landsbankans og stjórnenda hans hafi beðið hnekki. 14. mars 2016 10:04
Milljarðabónusgreiðslur og Borgunarmálið: „Erum að fara aftur til fyrirhrunsáranna“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona Vinstri grænna, ræddi um Borgunarmálið og bónusgreiðslur á þingi í morgun. 16. febrúar 2016 15:13
Einar ræddi Borgunarmálið ekki við Bjarna frænda sinn Fjárfestirinn Einar Sveinsson vill ekki tjá sig um það hvort hann sé tilbúinn að rifta samningnum um kaup sín á hlut í fyrirtækinu Borgun. 18. febrúar 2016 07:00