Nýir símar Samsung fá að kenna á því Samúel Karl Ólason skrifar 14. mars 2016 17:39 Samsung Galaxy S7 og S7 edge bornir saman við iPhone 6s og 6s Plus. Nýjustu símar Samsung, Galaxy S7 og S7 edge, eru sagðir vera vatnsþolnir, en ljóst er að þeir þola ekki gangstéttar. Tryggingafyrirtækið Square Trade skoðaði símana á dögunum og hvað þeir þola. Niðurstöðurnar voru svo bornar saman við síðustu útgáfu af snjallsímum Apple. Próf sem þessi eru orðin mjög algeng við útgáfu nýrra síma eftir Bendgate málið svokallaða. Samsung hefur gefið út að símarnir eigi að vera vatnsþolnir eins og hálfs metra dýpi í 30 mínútur og var sú staðhæfing tekin til skoðunar. Eftir að hafa verið á um eins og hálfs metra dýpi í 30 mínútur, virkuðu báðir Samsung símarnir nærri því að fullu. Hátalarar símanna höfðu þó skemmst og var hljóð mjög slæmt. Eftir 30 mínútur á kafi heyrðist ekkert hljóð frá iPhone 6s og skjárinn skemmdist. iPhone 6s Plus byrjaði að bila eftir tíu mínútur og varð ónýtur eftir 24 mínútur. Í myndbandi Square Trade, sem sjá má hér að neðan, er einnig farið yfir hvernig símarnir standa af sér fall og hvort þeir bogni auðveldlega. Á vef Mashable er rifjað upp að við útgáfu Galaxy S6 símanna gagnrýndi Samsung prófanir Square Trade. Fyrirtækið fór fram á að átaksprófið yrði gert aftur með þremur átakspunktum í stað eins. Samsung Galaxy 7S edge brenndur og rispaður. Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Nýjustu símar Samsung, Galaxy S7 og S7 edge, eru sagðir vera vatnsþolnir, en ljóst er að þeir þola ekki gangstéttar. Tryggingafyrirtækið Square Trade skoðaði símana á dögunum og hvað þeir þola. Niðurstöðurnar voru svo bornar saman við síðustu útgáfu af snjallsímum Apple. Próf sem þessi eru orðin mjög algeng við útgáfu nýrra síma eftir Bendgate málið svokallaða. Samsung hefur gefið út að símarnir eigi að vera vatnsþolnir eins og hálfs metra dýpi í 30 mínútur og var sú staðhæfing tekin til skoðunar. Eftir að hafa verið á um eins og hálfs metra dýpi í 30 mínútur, virkuðu báðir Samsung símarnir nærri því að fullu. Hátalarar símanna höfðu þó skemmst og var hljóð mjög slæmt. Eftir 30 mínútur á kafi heyrðist ekkert hljóð frá iPhone 6s og skjárinn skemmdist. iPhone 6s Plus byrjaði að bila eftir tíu mínútur og varð ónýtur eftir 24 mínútur. Í myndbandi Square Trade, sem sjá má hér að neðan, er einnig farið yfir hvernig símarnir standa af sér fall og hvort þeir bogni auðveldlega. Á vef Mashable er rifjað upp að við útgáfu Galaxy S6 símanna gagnrýndi Samsung prófanir Square Trade. Fyrirtækið fór fram á að átaksprófið yrði gert aftur með þremur átakspunktum í stað eins. Samsung Galaxy 7S edge brenndur og rispaður.
Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira