Bayern áfram eftir magnaðan sex marka leik | Sjáðu mörkin Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. mars 2016 22:15 Thomas Müller fagnar markinu sem skaut Bayern í framlenginu. vísir/getty Bayern München komst áfram í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í kvöld eftir magnaðan 4-2 sigur á Juventus í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum. Liðin skildu jöfn, 2-2, í Tórínó þar sem Bayern kastaði frá sér tveggja marka forskoti. Leikurinn var ekki fimm mínútna gamall þegar Paul Pogba kom Juventus yfir, 1-0. Frakkinn renndi boltanum úr teignum í autt netið eftir skógarhlaup hjá Manuel Neuer. Juventus komst svo í 2-0 þegar Juan Cuadrado skoraði fallegt mark eftir glæsilega skyndisókn gestanna frá Tórínó. Álvaro Morata bar upp boltann og lagði hann á Kólumbíumanninn sem fíflaði einn og hamraði boltann svo í netið. Þar með var Juventus búið að skora fjögur mörk í röð í einvíginu eftir að lenda 2-0 undir á heimavelli í fyrri leiknum. Það tók Bæjara 73 mínútur að koma sér á blað í kvöld en Robert Lewandowski minnkaði muninn í 2-1 (3-4) með skalla. Upphófst þá mikil og þung sókn Bayern-liðsins. Þegar Juventus virtist ætla að sigla glæsilegum sigri í hús í venjulegum leiktíma skoraði Thomas Müller skallamark á fyrstu mínútu í uppbótartíma, 2-2 (4-4), og þurfti því að grípa til framlengingar. Müller lagði svo upp fimmta mark leiksins fyrir varamanninn Thiago Alcantara. Thiago tók nettan þríhyrning við Müller í vítateig Juventus á 108. mínútu og lagði boltann snyrtilega í hornið, 3-2 (5-4). Thiago skoraði á 108. mínútu og tveimur mínútum síðar gekk Frakkinn Kingsley Coeman frá einvíginu með fallegu marki, 4-2. Samanlögð staða þá orðin 6-4 fyrir Bayern. Coeman, sem er lánsmaður frá Juventus, smellti boltanum í hornið framhjá Buffon með föstu skoti úr teignum. Fjórum mínútum fyrir leiksloks fengu Stefano Sturaro og Mario Mandzukic báðir góð færi í sömu sókninni til að minnka muninn og hleypa spennu í lokakaflann en þeim brást bogalistin. Eftir að fá á sig fjögur mörk í röð í einvíginu skoraði Bayern fjögur í röð í leiknum í kvöld eftir að lenda 2-0 undir og komst áfram í átta liða úrslitin. Silfurlið síðasta árs úr leik eftir magnað tíu marka einvígi.Paul Pogba kemur Juve í 0-1 (2-3) Juan Cuadrado kemur Juventus í 0-2 (2-4). Robert Lewandowski minnkar muninn í 1-2 (3-4): Thomas Müller jafnar fyrir Bayern 2-2 (4-4): Thiago Alcantara kemur Bayern í 3-2 (5-4): Kingsley Coeman kemur Bayern í 4-2 (6-4): Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Fótbolti Fleiri fréttir Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Sjá meira
Bayern München komst áfram í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í kvöld eftir magnaðan 4-2 sigur á Juventus í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum. Liðin skildu jöfn, 2-2, í Tórínó þar sem Bayern kastaði frá sér tveggja marka forskoti. Leikurinn var ekki fimm mínútna gamall þegar Paul Pogba kom Juventus yfir, 1-0. Frakkinn renndi boltanum úr teignum í autt netið eftir skógarhlaup hjá Manuel Neuer. Juventus komst svo í 2-0 þegar Juan Cuadrado skoraði fallegt mark eftir glæsilega skyndisókn gestanna frá Tórínó. Álvaro Morata bar upp boltann og lagði hann á Kólumbíumanninn sem fíflaði einn og hamraði boltann svo í netið. Þar með var Juventus búið að skora fjögur mörk í röð í einvíginu eftir að lenda 2-0 undir á heimavelli í fyrri leiknum. Það tók Bæjara 73 mínútur að koma sér á blað í kvöld en Robert Lewandowski minnkaði muninn í 2-1 (3-4) með skalla. Upphófst þá mikil og þung sókn Bayern-liðsins. Þegar Juventus virtist ætla að sigla glæsilegum sigri í hús í venjulegum leiktíma skoraði Thomas Müller skallamark á fyrstu mínútu í uppbótartíma, 2-2 (4-4), og þurfti því að grípa til framlengingar. Müller lagði svo upp fimmta mark leiksins fyrir varamanninn Thiago Alcantara. Thiago tók nettan þríhyrning við Müller í vítateig Juventus á 108. mínútu og lagði boltann snyrtilega í hornið, 3-2 (5-4). Thiago skoraði á 108. mínútu og tveimur mínútum síðar gekk Frakkinn Kingsley Coeman frá einvíginu með fallegu marki, 4-2. Samanlögð staða þá orðin 6-4 fyrir Bayern. Coeman, sem er lánsmaður frá Juventus, smellti boltanum í hornið framhjá Buffon með föstu skoti úr teignum. Fjórum mínútum fyrir leiksloks fengu Stefano Sturaro og Mario Mandzukic báðir góð færi í sömu sókninni til að minnka muninn og hleypa spennu í lokakaflann en þeim brást bogalistin. Eftir að fá á sig fjögur mörk í röð í einvíginu skoraði Bayern fjögur í röð í leiknum í kvöld eftir að lenda 2-0 undir og komst áfram í átta liða úrslitin. Silfurlið síðasta árs úr leik eftir magnað tíu marka einvígi.Paul Pogba kemur Juve í 0-1 (2-3) Juan Cuadrado kemur Juventus í 0-2 (2-4). Robert Lewandowski minnkar muninn í 1-2 (3-4): Thomas Müller jafnar fyrir Bayern 2-2 (4-4): Thiago Alcantara kemur Bayern í 3-2 (5-4): Kingsley Coeman kemur Bayern í 4-2 (6-4):
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Fótbolti Fleiri fréttir Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Sjá meira