Skíðað inn í skafl í ítölsku Ölpunum Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 18. mars 2016 13:00 Á bólakaf Nú er undirrituð stödd í ítölsku Ölpunum ásamt fjölda annarra kollega víðs vegar að úr heiminum. Félagsskapurinn er alþjóðlegur skíðaklúbbur blaðamanna sem gengur undir nafninu SCIJ. Líkt og nafnið gefur til kynna er markmið klúbbsins að skíða saman auk þess að byggja upp tengslanet við aðra í bransanum en hópurinn hittist í mismunandi löndum á hverju ári. Minn fyrsti SCIJ-fundur hér í Sestriere hófst kannski eins og við var að búast, fremur stormasamlega. Ég var auðvitað síðust í myndatöku sem allir hinir rúmlega 100 blaðamennirnir höfðu stillt sér upp fyrir í snyrtilegri röð niður brekkuna með sína þjóðfána. Allir alsælir og teinréttir á sínum skíðum og snjóbrettum. Ég hins vegar rak mig strax á það að það fer mér ekkert sérstaklega vel að flýta mér á skíðum því þar sem ég kom á blússandi ferð niður brekkuna, þjökuð af samviskubiti yfir því að vera að tefja fyrir myndatökunni, tókst mér að gleyma því hvernig nema á staðar. Það endaði á því að ég skíðaði beina leið og á bólakaf inn í stærðarinnar skafl sem var að sjálfsögðu staðsettur beint fyrir framan alla. Skaflinn var sem betur fer dúnmjúkur svo ekki varð mér meint af en aðstæður voru þannig að ég gat ekki með neinu móti komist úr honum og sat pikkföst í snjó upp að mitti. Hjálp barst þó fljótlega þar sem ítalskur skíðakennari sá aumur á mér og gróf mig út úr skaflinum. Hann var með jafn hvítar tennur og snjórinn og svo sólbrúnn að mér datt einna helst í hug að hann hefði verið lagður inn á sólbekkjastofu í vikutíma með ströngum fyrirmælum þess efnis að hann mætti hvorki yfirgefa bekkinn né slökkva á honum. Þó mig gruni reyndar líka að sólbrúnkan sé tilkomin af náttúrulegri aðstæðum á borð við mikla útivist. Eftir þetta átakanlega upphaf hófst ég handa við að skíða af miklum móð og reyna að æfa mig í því að nema staðar sem ég hafði komist að á þessum tímapunkti að er nauðsynlegur hæfileiki þegar kemur að því að skíða. Það gekk nú ágætlega og okkar kona er orðin ansi hreint lúnkin í því ásamt alls konar öðru. Ég virðist raunar einna helst detta þegar ég er kyrrstæð. Byltunum hefur þó fækkað eftir því sem líður á vikuna og er ég orðin dáldið montin með mig og mína skíðafærni.Hákarl Að skíða er þó ekki það eina sem ég hef verið að bralla síðustu daga. Á mánudagskvöldið var svokölluð Nations’ Night þar sem allir kynntu matar- og drykkjarföng frá heimkynnum sínum. Hér eru blaðamenn frá 34 löndum og lögðu margir mikinn metnað í sínar kynningar og var öllu til tjaldað. Bretarnir komu með Pimms, Tyrkirnir raki og kebab, Rússarnir kavíar og vodka og við Íslendingarnir komum auðvitað með brennivín, harðfisk og hákarl. Ég var alveg öskrandi fúl út í mig fyrir að hafa ekki komið með SS pylsur með öllu tilheyrandi. BBP, eða Bæjarins bestu pylsur er nefnilega uppáhaldsveitingastaðurinn minn og ég fæ mér að sjálfsögðu alltaf eina með öllu.Karókí Nú er ég ekkert sérstaklega fær söngvari. Sem er einna helst sökum þess hversu erfitt ég á með það að halda lagi. Í afmælisveislum mæma ég yfirleitt afmælissönginn eins og poppstjarna sem komin er af léttasta skeiði. Þetta hamlar mér ekkert sérstaklega mikið í mínu daglega lífi þó ég sé auðvitað mjög stressuð yfir því hvað í ósköpunum ég eigi að taka til bragðs þegar ég fer að fjölga mér og þarf að syngja barn í svefn. En allavega, það er seinni tíma vandamál. Hingað til hefur þessi vanhæfni mín einna helst áhrif í listgreininni karókí. Ég væri nefnilega svo geðveikt til í að geta flutt Woman in Love með Barbru Streisand óaðfinnanlega, auk nokkurra klassískra kraftballaða með Céline Dion auðvitað. Það vantar ekkert upp á sviðsframkomuna hjá mér, ég gef mig alla í flutninginn. Einhvers konar leið til þess að bæta fyrir hversu fölsk ég er. Nú er ég talsvert lausnamiðuð að eðlisfari og hef því fundið lausn á karókívanda mínum því þó að ég geti ekki sungið þá er ég frekar fær rappari þó ég segi sjálf frá. Það var karókíkvöld hér á hótelinu í gær og eftir því sem leið á kvöldið og alkóhól í blóðinu fór vaxandi fór okkar konu að klæja í raddböndin. Ég ákvað því að skrá mig hjá ítalska plötusnúðnum og valdi eitt af mínum uppáhaldslögum: Big Poppa með The Notorious B.I.G. Nú vil ég ekki vera að monta mig of mikið en ég er enn þá að taka við hamingjuóskum yfir hversu vel mér hafi tekist til. Meira að segja frá fólki sem var ekki á svæðinu og hafði heyrt af stórkostlegum flutningi mínum á þessari tímalausu klassík. Ég vil líka leggja áherslu á þá sturluðu staðreynd að ég flutti lagið að mestu leyti án þess að líta á textavélina. Mér finnst því frekar líklegt að mér verði boðið starf hér á hótelinu sem sérstakur karókírappari þess. Annars tek ég líka við bónum um að koma fram í hvers kyns fögnuðum í tölvupósti. Lífsbarátta Lóunnar Tengdar fréttir Sjóndöpur á stökkpalli í skíðaferð Staðalbúnaður við uppvask og yfirþyrmandi spenna á flugvöllum. 11. mars 2016 11:00 Farlama óféti í foreldrahúsum Af snögum á almenings salernum og framhald stóra brunablöðrumálsins. 26. febrúar 2016 11:00 Lífsbarátta Lóunnar: Hefjast nú leikar Vikuleg lífsbarátta Gyðu Lóu Ólafsdóttur. 29. janúar 2016 11:00 Lífsbarátta Lóunnar: Með stírurnar í augunum Að sjóða súpu og safna kryddum. 5. febrúar 2016 10:00 Lifaður glysrokkari íklæddur rúllukragabol Óvær kona og heimsendir í herbergi. 19. febrúar 2016 10:30 Að drekka flókna kokteila í úthverfi Sæt dýr og hraunplattar sem borðbúnaður. 12. febrúar 2016 11:00 Fimm hundruð eðalsteinar og þunglyndir þykkblöðungar Af kæfandi heyrnatólum og draumum um netverslanir. 4. mars 2016 10:30 Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Á bólakaf Nú er undirrituð stödd í ítölsku Ölpunum ásamt fjölda annarra kollega víðs vegar að úr heiminum. Félagsskapurinn er alþjóðlegur skíðaklúbbur blaðamanna sem gengur undir nafninu SCIJ. Líkt og nafnið gefur til kynna er markmið klúbbsins að skíða saman auk þess að byggja upp tengslanet við aðra í bransanum en hópurinn hittist í mismunandi löndum á hverju ári. Minn fyrsti SCIJ-fundur hér í Sestriere hófst kannski eins og við var að búast, fremur stormasamlega. Ég var auðvitað síðust í myndatöku sem allir hinir rúmlega 100 blaðamennirnir höfðu stillt sér upp fyrir í snyrtilegri röð niður brekkuna með sína þjóðfána. Allir alsælir og teinréttir á sínum skíðum og snjóbrettum. Ég hins vegar rak mig strax á það að það fer mér ekkert sérstaklega vel að flýta mér á skíðum því þar sem ég kom á blússandi ferð niður brekkuna, þjökuð af samviskubiti yfir því að vera að tefja fyrir myndatökunni, tókst mér að gleyma því hvernig nema á staðar. Það endaði á því að ég skíðaði beina leið og á bólakaf inn í stærðarinnar skafl sem var að sjálfsögðu staðsettur beint fyrir framan alla. Skaflinn var sem betur fer dúnmjúkur svo ekki varð mér meint af en aðstæður voru þannig að ég gat ekki með neinu móti komist úr honum og sat pikkföst í snjó upp að mitti. Hjálp barst þó fljótlega þar sem ítalskur skíðakennari sá aumur á mér og gróf mig út úr skaflinum. Hann var með jafn hvítar tennur og snjórinn og svo sólbrúnn að mér datt einna helst í hug að hann hefði verið lagður inn á sólbekkjastofu í vikutíma með ströngum fyrirmælum þess efnis að hann mætti hvorki yfirgefa bekkinn né slökkva á honum. Þó mig gruni reyndar líka að sólbrúnkan sé tilkomin af náttúrulegri aðstæðum á borð við mikla útivist. Eftir þetta átakanlega upphaf hófst ég handa við að skíða af miklum móð og reyna að æfa mig í því að nema staðar sem ég hafði komist að á þessum tímapunkti að er nauðsynlegur hæfileiki þegar kemur að því að skíða. Það gekk nú ágætlega og okkar kona er orðin ansi hreint lúnkin í því ásamt alls konar öðru. Ég virðist raunar einna helst detta þegar ég er kyrrstæð. Byltunum hefur þó fækkað eftir því sem líður á vikuna og er ég orðin dáldið montin með mig og mína skíðafærni.Hákarl Að skíða er þó ekki það eina sem ég hef verið að bralla síðustu daga. Á mánudagskvöldið var svokölluð Nations’ Night þar sem allir kynntu matar- og drykkjarföng frá heimkynnum sínum. Hér eru blaðamenn frá 34 löndum og lögðu margir mikinn metnað í sínar kynningar og var öllu til tjaldað. Bretarnir komu með Pimms, Tyrkirnir raki og kebab, Rússarnir kavíar og vodka og við Íslendingarnir komum auðvitað með brennivín, harðfisk og hákarl. Ég var alveg öskrandi fúl út í mig fyrir að hafa ekki komið með SS pylsur með öllu tilheyrandi. BBP, eða Bæjarins bestu pylsur er nefnilega uppáhaldsveitingastaðurinn minn og ég fæ mér að sjálfsögðu alltaf eina með öllu.Karókí Nú er ég ekkert sérstaklega fær söngvari. Sem er einna helst sökum þess hversu erfitt ég á með það að halda lagi. Í afmælisveislum mæma ég yfirleitt afmælissönginn eins og poppstjarna sem komin er af léttasta skeiði. Þetta hamlar mér ekkert sérstaklega mikið í mínu daglega lífi þó ég sé auðvitað mjög stressuð yfir því hvað í ósköpunum ég eigi að taka til bragðs þegar ég fer að fjölga mér og þarf að syngja barn í svefn. En allavega, það er seinni tíma vandamál. Hingað til hefur þessi vanhæfni mín einna helst áhrif í listgreininni karókí. Ég væri nefnilega svo geðveikt til í að geta flutt Woman in Love með Barbru Streisand óaðfinnanlega, auk nokkurra klassískra kraftballaða með Céline Dion auðvitað. Það vantar ekkert upp á sviðsframkomuna hjá mér, ég gef mig alla í flutninginn. Einhvers konar leið til þess að bæta fyrir hversu fölsk ég er. Nú er ég talsvert lausnamiðuð að eðlisfari og hef því fundið lausn á karókívanda mínum því þó að ég geti ekki sungið þá er ég frekar fær rappari þó ég segi sjálf frá. Það var karókíkvöld hér á hótelinu í gær og eftir því sem leið á kvöldið og alkóhól í blóðinu fór vaxandi fór okkar konu að klæja í raddböndin. Ég ákvað því að skrá mig hjá ítalska plötusnúðnum og valdi eitt af mínum uppáhaldslögum: Big Poppa með The Notorious B.I.G. Nú vil ég ekki vera að monta mig of mikið en ég er enn þá að taka við hamingjuóskum yfir hversu vel mér hafi tekist til. Meira að segja frá fólki sem var ekki á svæðinu og hafði heyrt af stórkostlegum flutningi mínum á þessari tímalausu klassík. Ég vil líka leggja áherslu á þá sturluðu staðreynd að ég flutti lagið að mestu leyti án þess að líta á textavélina. Mér finnst því frekar líklegt að mér verði boðið starf hér á hótelinu sem sérstakur karókírappari þess. Annars tek ég líka við bónum um að koma fram í hvers kyns fögnuðum í tölvupósti.
Lífsbarátta Lóunnar Tengdar fréttir Sjóndöpur á stökkpalli í skíðaferð Staðalbúnaður við uppvask og yfirþyrmandi spenna á flugvöllum. 11. mars 2016 11:00 Farlama óféti í foreldrahúsum Af snögum á almenings salernum og framhald stóra brunablöðrumálsins. 26. febrúar 2016 11:00 Lífsbarátta Lóunnar: Hefjast nú leikar Vikuleg lífsbarátta Gyðu Lóu Ólafsdóttur. 29. janúar 2016 11:00 Lífsbarátta Lóunnar: Með stírurnar í augunum Að sjóða súpu og safna kryddum. 5. febrúar 2016 10:00 Lifaður glysrokkari íklæddur rúllukragabol Óvær kona og heimsendir í herbergi. 19. febrúar 2016 10:30 Að drekka flókna kokteila í úthverfi Sæt dýr og hraunplattar sem borðbúnaður. 12. febrúar 2016 11:00 Fimm hundruð eðalsteinar og þunglyndir þykkblöðungar Af kæfandi heyrnatólum og draumum um netverslanir. 4. mars 2016 10:30 Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Sjóndöpur á stökkpalli í skíðaferð Staðalbúnaður við uppvask og yfirþyrmandi spenna á flugvöllum. 11. mars 2016 11:00
Farlama óféti í foreldrahúsum Af snögum á almenings salernum og framhald stóra brunablöðrumálsins. 26. febrúar 2016 11:00
Lífsbarátta Lóunnar: Hefjast nú leikar Vikuleg lífsbarátta Gyðu Lóu Ólafsdóttur. 29. janúar 2016 11:00
Lifaður glysrokkari íklæddur rúllukragabol Óvær kona og heimsendir í herbergi. 19. febrúar 2016 10:30
Fimm hundruð eðalsteinar og þunglyndir þykkblöðungar Af kæfandi heyrnatólum og draumum um netverslanir. 4. mars 2016 10:30
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp