Fótbolti

Í beinni: Hópurinn tilkynntur fyrir leikina á móti Danmörku og Grikklandi

Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson
Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson Vísir/Anton
Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson hitta blaðamenn á fundi í dag og fara yfir val sitt á leikmannahópnum fyrir vináttulandsleiki á móti Danmörku og Grikklandi seinna í þessum mánuði.

Þetta eru fyrstu leikir íslenska liðsins á árinu 2016 þar sem þjálfararnir geta valið sitt sterkasta lið.

Blaðamannafundiurinn hefst klukkan 13.15 en hann fer fram í höfuðstöðvum KSÍ.

Leikmenn á Englandi og á meginlandi Evrópu voru ekki með í leikjum liðsins í janúar. Báðir leikirnir í mars fara hinsvegar fram á alþjóðlegum landsleikjadögum og eru mikilvægur hluti af undirbúningi íslenska liðsins fyrir úrslitakeppni EM 2016 sem fram fer í Frakklandi í sumar.

Hópurinn sem er tilkynntur í dag gefur því sterkar vísbendingar um það hvaða leikmenn eru næstir því að komast í fyrsta EM-hóp Íslands frá upphafi.  Ísland mætir Danmörku á MCH Arena í Herning 24. mars og spilar síðan við Grikki í Aþenu fimm dögum síðar.

Beina textalýsingu frá blaðamannafundinum má lesa hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×