Vin Diesel-bollur til sölu á Skaganum Bjarki Ármannsson skrifar 2. mars 2016 12:58 Ekki er vitað hvort Vin sjálfur sé á leið til landsins, en hann fengi sjálfsagt að smakka. Mynd/Vísir/Kallabakari Brauða- og kökugerðin á Akranesi, sem einnig er þekkt sem Kallabakarí, hefur undanfarna þrjá daga boðið til sölu svokallaða Vin Diesel Donuts. Heitið er vísun í Hollywood-leikarann Vin Diesel, sem fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Fast 8 sem verður að hluta til tekin upp á Akranesi í næsta mánuði. Bæjarstjóri Akraness, Regína Ásvaldsdóttir, sagðist í nýlegu viðtali við Vísi eiga von á því að tökurnar myndu hafa áhrif á verslun og þjónustu í bænum og er hér mögulega komið fyrsta dæmið um það. Að sögn Alfreðs Karlssonar yfirbakara hafa viðskiptavinir tekið vel í Vin Diesel bollurnar. „Það er mjög mikil spenna út af þessu í bænum,“ segir Alfreð. „Fólk er mikið að spá í það hverjir koma og hvaða svæði þau ætla að nota í myndina.“ Alfreð segir ekki fleiri hugmyndir að bakkelsi með vísunum í Fast and Furious-kvikmyndabálkinn á teikniborðinu. Hann útilokar þó ekki að Vin Diesel bollurnar séu komnar til að vera, jafnvel eftir að Fast-æðið hefur gengið yfir á Skaganum. En hvernig smakkast einn svona Vin Diesel? „Þetta er alveg nýtt, þetta er í grunninn donuts-deig með slatta af kakói úti,“ útskýrir bakarinn. „Svo erum við með í sölu hérna Langa-Jón og þetta er svona dekkri útfærsla af honum.“@AkranesPosted by Gunnar Þór Nilsen on 2. mars 2016 Tengdar fréttir Fast 8 í ísakstri á Mývatni og steypa einum bíl ofan í vatnið Meðal skilyrða sem Umhverfisstofnun setti vegna kvikmyndagerðarinnar er að starfsmenn gangi snyrtilega um svæðið og forðist allt rask. 26. febrúar 2016 12:11 Tökur á Fast 8 munu fara fram fyrir norðan Búið er að bóka nærri allt laust gistipláss í Mývatnssveit í mars undir tökulið kvikmyndarinnar. 26. janúar 2016 20:45 Fast 8 verður tekin upp á Akranesi „Við erum mjög áhugasöm,“ segir bæjarstjórinn. 26. janúar 2016 10:38 Fyrstu Fast & Furious bílarnir komnir í Mývatnssveit Meðal bílanna er Lamborghini Murchielago. 1. mars 2016 11:24 Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Bob Weir látinn Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Fleiri fréttir Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Sjá meira
Brauða- og kökugerðin á Akranesi, sem einnig er þekkt sem Kallabakarí, hefur undanfarna þrjá daga boðið til sölu svokallaða Vin Diesel Donuts. Heitið er vísun í Hollywood-leikarann Vin Diesel, sem fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Fast 8 sem verður að hluta til tekin upp á Akranesi í næsta mánuði. Bæjarstjóri Akraness, Regína Ásvaldsdóttir, sagðist í nýlegu viðtali við Vísi eiga von á því að tökurnar myndu hafa áhrif á verslun og þjónustu í bænum og er hér mögulega komið fyrsta dæmið um það. Að sögn Alfreðs Karlssonar yfirbakara hafa viðskiptavinir tekið vel í Vin Diesel bollurnar. „Það er mjög mikil spenna út af þessu í bænum,“ segir Alfreð. „Fólk er mikið að spá í það hverjir koma og hvaða svæði þau ætla að nota í myndina.“ Alfreð segir ekki fleiri hugmyndir að bakkelsi með vísunum í Fast and Furious-kvikmyndabálkinn á teikniborðinu. Hann útilokar þó ekki að Vin Diesel bollurnar séu komnar til að vera, jafnvel eftir að Fast-æðið hefur gengið yfir á Skaganum. En hvernig smakkast einn svona Vin Diesel? „Þetta er alveg nýtt, þetta er í grunninn donuts-deig með slatta af kakói úti,“ útskýrir bakarinn. „Svo erum við með í sölu hérna Langa-Jón og þetta er svona dekkri útfærsla af honum.“@AkranesPosted by Gunnar Þór Nilsen on 2. mars 2016
Tengdar fréttir Fast 8 í ísakstri á Mývatni og steypa einum bíl ofan í vatnið Meðal skilyrða sem Umhverfisstofnun setti vegna kvikmyndagerðarinnar er að starfsmenn gangi snyrtilega um svæðið og forðist allt rask. 26. febrúar 2016 12:11 Tökur á Fast 8 munu fara fram fyrir norðan Búið er að bóka nærri allt laust gistipláss í Mývatnssveit í mars undir tökulið kvikmyndarinnar. 26. janúar 2016 20:45 Fast 8 verður tekin upp á Akranesi „Við erum mjög áhugasöm,“ segir bæjarstjórinn. 26. janúar 2016 10:38 Fyrstu Fast & Furious bílarnir komnir í Mývatnssveit Meðal bílanna er Lamborghini Murchielago. 1. mars 2016 11:24 Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Bob Weir látinn Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Fleiri fréttir Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Sjá meira
Fast 8 í ísakstri á Mývatni og steypa einum bíl ofan í vatnið Meðal skilyrða sem Umhverfisstofnun setti vegna kvikmyndagerðarinnar er að starfsmenn gangi snyrtilega um svæðið og forðist allt rask. 26. febrúar 2016 12:11
Tökur á Fast 8 munu fara fram fyrir norðan Búið er að bóka nærri allt laust gistipláss í Mývatnssveit í mars undir tökulið kvikmyndarinnar. 26. janúar 2016 20:45
Fast 8 verður tekin upp á Akranesi „Við erum mjög áhugasöm,“ segir bæjarstjórinn. 26. janúar 2016 10:38
Fyrstu Fast & Furious bílarnir komnir í Mývatnssveit Meðal bílanna er Lamborghini Murchielago. 1. mars 2016 11:24