Fast 8 verður tekin upp á Akranesi Aðalsteinn Kjartansson skrifar 26. janúar 2016 10:38 Vin Diesel mun kannski þeysast um á sementsreitnum á Akranesi í vor. Vísir/Akranes/Universal Hollywood-myndin Fast 8, áttunda myndin í Fast and the Furious myndaflokknum, verður að hluta til tekin upp á Akranesi nú í vor. Þetta staðfestir bæjarstjóri Akranes. „Ég á von á því að það verði núna í apríl,“ segir Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri á Akranesi, um komur tökuliðsins hingað til lands. Íbúar bæjarins heyrðu fyrst af þessu á þorrablóti Skagamanna um helgina en ekki hefur verið tilkynnt formlega um áætlanirnar. Héldu margir að um grín væri að ræða en Regína staðfestir að bæjaryfirvöld hafi verið í samskiptum við undirbúningsaðila myndarinnar. „Þetta er auðvitað umfangsmikið verkefni og mun hafa áhrif á verslun og þjónustu í bænum,“ segir Regína. Hún segir að spenna sé fyrir tökunum í bænum. „Við erum mjög áhugasöm.“ Skagamenn eru ekki óvanir kvikmyndaverkefnum en gera má ráð fyrir að tökur Fast 8 verði sýnilegri í bænum en áður hefur verið. „Það var hluti af Sense 8 tekinn upp hérna á sjúkrahúsinu en núna verður þetta aðallega bryggjan og sementsreiturinn sem verður tökusvæðið,“ segir Regína. Heimildir Vísis herma að tökuliðið ætli að framkvæma stærstu sprengingu sem gerð hefur verið hér á landi. Regína kannast þó alls ekki við að þetta verði gert á Akranesi en samkvæmt heimildum Vísis fara tökurnar fara fram á tveimur öðrum stöðum á landinu. Óvíst er hversu umfangsmiklar tökurnar verða og hvort einhverjir leikarar úr myndunum komi hingað til lands eða hvort aðeins verði um að ræða umhverfistökur sem nýttar verða í myndinni. Heimildir Vísis herma að lagt sé upp með að nýta myndefni héðan á grænskjá sem leikarar myndarinnar verði klipptir inn á. Fast and the Furious myndaflokkurinn hefur notið mikilla vinsælda en hann snýst fyrst og fremst um götukappakstur í hinum ýmsu borgum. Leikarinn Vin Diesel hefur verið aðal maðurinn við gerð myndanna, sem leikari og framleiðandi. Síðasta myndin í flokknum, sem hét Furious 7, er sjötta tekjuhæsta mynd allra tíma en hún halaði inn 1.515 milljónum dollara, jafnvirði 202 milljarða íslenskra króna, í miðasölu. Bíó og sjónvarp Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Bob Weir látinn Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Hollywood-myndin Fast 8, áttunda myndin í Fast and the Furious myndaflokknum, verður að hluta til tekin upp á Akranesi nú í vor. Þetta staðfestir bæjarstjóri Akranes. „Ég á von á því að það verði núna í apríl,“ segir Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri á Akranesi, um komur tökuliðsins hingað til lands. Íbúar bæjarins heyrðu fyrst af þessu á þorrablóti Skagamanna um helgina en ekki hefur verið tilkynnt formlega um áætlanirnar. Héldu margir að um grín væri að ræða en Regína staðfestir að bæjaryfirvöld hafi verið í samskiptum við undirbúningsaðila myndarinnar. „Þetta er auðvitað umfangsmikið verkefni og mun hafa áhrif á verslun og þjónustu í bænum,“ segir Regína. Hún segir að spenna sé fyrir tökunum í bænum. „Við erum mjög áhugasöm.“ Skagamenn eru ekki óvanir kvikmyndaverkefnum en gera má ráð fyrir að tökur Fast 8 verði sýnilegri í bænum en áður hefur verið. „Það var hluti af Sense 8 tekinn upp hérna á sjúkrahúsinu en núna verður þetta aðallega bryggjan og sementsreiturinn sem verður tökusvæðið,“ segir Regína. Heimildir Vísis herma að tökuliðið ætli að framkvæma stærstu sprengingu sem gerð hefur verið hér á landi. Regína kannast þó alls ekki við að þetta verði gert á Akranesi en samkvæmt heimildum Vísis fara tökurnar fara fram á tveimur öðrum stöðum á landinu. Óvíst er hversu umfangsmiklar tökurnar verða og hvort einhverjir leikarar úr myndunum komi hingað til lands eða hvort aðeins verði um að ræða umhverfistökur sem nýttar verða í myndinni. Heimildir Vísis herma að lagt sé upp með að nýta myndefni héðan á grænskjá sem leikarar myndarinnar verði klipptir inn á. Fast and the Furious myndaflokkurinn hefur notið mikilla vinsælda en hann snýst fyrst og fremst um götukappakstur í hinum ýmsu borgum. Leikarinn Vin Diesel hefur verið aðal maðurinn við gerð myndanna, sem leikari og framleiðandi. Síðasta myndin í flokknum, sem hét Furious 7, er sjötta tekjuhæsta mynd allra tíma en hún halaði inn 1.515 milljónum dollara, jafnvirði 202 milljarða íslenskra króna, í miðasölu.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Bob Weir látinn Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira