Fast 8 verður tekin upp á Akranesi Aðalsteinn Kjartansson skrifar 26. janúar 2016 10:38 Vin Diesel mun kannski þeysast um á sementsreitnum á Akranesi í vor. Vísir/Akranes/Universal Hollywood-myndin Fast 8, áttunda myndin í Fast and the Furious myndaflokknum, verður að hluta til tekin upp á Akranesi nú í vor. Þetta staðfestir bæjarstjóri Akranes. „Ég á von á því að það verði núna í apríl,“ segir Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri á Akranesi, um komur tökuliðsins hingað til lands. Íbúar bæjarins heyrðu fyrst af þessu á þorrablóti Skagamanna um helgina en ekki hefur verið tilkynnt formlega um áætlanirnar. Héldu margir að um grín væri að ræða en Regína staðfestir að bæjaryfirvöld hafi verið í samskiptum við undirbúningsaðila myndarinnar. „Þetta er auðvitað umfangsmikið verkefni og mun hafa áhrif á verslun og þjónustu í bænum,“ segir Regína. Hún segir að spenna sé fyrir tökunum í bænum. „Við erum mjög áhugasöm.“ Skagamenn eru ekki óvanir kvikmyndaverkefnum en gera má ráð fyrir að tökur Fast 8 verði sýnilegri í bænum en áður hefur verið. „Það var hluti af Sense 8 tekinn upp hérna á sjúkrahúsinu en núna verður þetta aðallega bryggjan og sementsreiturinn sem verður tökusvæðið,“ segir Regína. Heimildir Vísis herma að tökuliðið ætli að framkvæma stærstu sprengingu sem gerð hefur verið hér á landi. Regína kannast þó alls ekki við að þetta verði gert á Akranesi en samkvæmt heimildum Vísis fara tökurnar fara fram á tveimur öðrum stöðum á landinu. Óvíst er hversu umfangsmiklar tökurnar verða og hvort einhverjir leikarar úr myndunum komi hingað til lands eða hvort aðeins verði um að ræða umhverfistökur sem nýttar verða í myndinni. Heimildir Vísis herma að lagt sé upp með að nýta myndefni héðan á grænskjá sem leikarar myndarinnar verði klipptir inn á. Fast and the Furious myndaflokkurinn hefur notið mikilla vinsælda en hann snýst fyrst og fremst um götukappakstur í hinum ýmsu borgum. Leikarinn Vin Diesel hefur verið aðal maðurinn við gerð myndanna, sem leikari og framleiðandi. Síðasta myndin í flokknum, sem hét Furious 7, er sjötta tekjuhæsta mynd allra tíma en hún halaði inn 1.515 milljónum dollara, jafnvirði 202 milljarða íslenskra króna, í miðasölu. Bíó og sjónvarp Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Hollywood-myndin Fast 8, áttunda myndin í Fast and the Furious myndaflokknum, verður að hluta til tekin upp á Akranesi nú í vor. Þetta staðfestir bæjarstjóri Akranes. „Ég á von á því að það verði núna í apríl,“ segir Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri á Akranesi, um komur tökuliðsins hingað til lands. Íbúar bæjarins heyrðu fyrst af þessu á þorrablóti Skagamanna um helgina en ekki hefur verið tilkynnt formlega um áætlanirnar. Héldu margir að um grín væri að ræða en Regína staðfestir að bæjaryfirvöld hafi verið í samskiptum við undirbúningsaðila myndarinnar. „Þetta er auðvitað umfangsmikið verkefni og mun hafa áhrif á verslun og þjónustu í bænum,“ segir Regína. Hún segir að spenna sé fyrir tökunum í bænum. „Við erum mjög áhugasöm.“ Skagamenn eru ekki óvanir kvikmyndaverkefnum en gera má ráð fyrir að tökur Fast 8 verði sýnilegri í bænum en áður hefur verið. „Það var hluti af Sense 8 tekinn upp hérna á sjúkrahúsinu en núna verður þetta aðallega bryggjan og sementsreiturinn sem verður tökusvæðið,“ segir Regína. Heimildir Vísis herma að tökuliðið ætli að framkvæma stærstu sprengingu sem gerð hefur verið hér á landi. Regína kannast þó alls ekki við að þetta verði gert á Akranesi en samkvæmt heimildum Vísis fara tökurnar fara fram á tveimur öðrum stöðum á landinu. Óvíst er hversu umfangsmiklar tökurnar verða og hvort einhverjir leikarar úr myndunum komi hingað til lands eða hvort aðeins verði um að ræða umhverfistökur sem nýttar verða í myndinni. Heimildir Vísis herma að lagt sé upp með að nýta myndefni héðan á grænskjá sem leikarar myndarinnar verði klipptir inn á. Fast and the Furious myndaflokkurinn hefur notið mikilla vinsælda en hann snýst fyrst og fremst um götukappakstur í hinum ýmsu borgum. Leikarinn Vin Diesel hefur verið aðal maðurinn við gerð myndanna, sem leikari og framleiðandi. Síðasta myndin í flokknum, sem hét Furious 7, er sjötta tekjuhæsta mynd allra tíma en hún halaði inn 1.515 milljónum dollara, jafnvirði 202 milljarða íslenskra króna, í miðasölu.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira