Yfirmenn Ísal skipa út áli í dag Heimir Már Pétursson skrifar 2. mars 2016 13:31 Tólf yfirmenn og stjórnarmenn álversins í Straumsvík byrja að skipa út áli frá fyrirtækinu nú í kring um hádegið, eftir að Sýslumaðurinn í Reykjavík úrskurðaði í gær að þetta fólk mætti ganga í störf hafnarverkamanna. Formaður verkalýðsfélagsins Hlífar efast um getu þessa fólks til að sinna þessum störfum. Flutningaskip á vegum álversins er nú í Straumsvíkurhöfn og var varningi skipað upp úr skipinu í morgun. Útflutningsbann verkalýðsfélagsins Hlífar á áli er hins vegar enn í gildi þótt Sýslumaðurinn í Reykjavík hafi úrskurðað í gær að fimmtán yfirmenn hjá fyrirtækinu, þar af fimm stjórnarmenn, megi ganga í störf hafnarverkamanna sem alla jafna sjá um útskipun á áli. Á meðal stjórnarmanna eru þrír Frakkar og svo Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis hf. Kolbeinn Gunnarsson, formaður Hlífar, segir menn ekki hafa búist við þessari niðurstöðu hjá Sýslumanni og hann efast um að þetta fólk geti gengið í störf hafnarverkamannanna og segir að réttindi þessa fólks til að stjórna vinnuvélum verði könnuð. „Ég er ekki alveg að skilja hvernig þau ætla að vinna þessa vinnu því þetta fólk hefur aldrei komið nálægt svona störfum og hefur enga reynslu eða þekkingu á því,“ segir Kolbeinn. „Þá spyr maður sig í ljósi þess að Ísal hefur státað sig af miklu öryggi fyrir starfsmenn, en ég veit ekki hvað þetta fólk er búið að fara í gegnum mikið af öryggisnámskeiðum hér á svæðinu.“ En venjulega vinni enginn hjá fyrirtækinu án þess að hafa verið í svo kallaðri fóstrun hjá vönum starfsmanni í minnst tvo daga áður en menn geti byrjað að vinna einir.Úr jakkafötunum í samfestinginnEr þessi hópur með nógu mikla þjálfun til að ganga í þessi störf með litlum fyrirvara?„Það mun enginn sinna störfum sem hann hefur ekki þjálfun til eða réttindi. Það eru alveg hreinar línur,“ segir Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Ísal. Þannig að öryggið verði í fyrirrúmi, enda alltaf verið á oddinum hjá fyrirtækinu. Hann vill hins vegar ekkert segja til um hvort frönsku stjórnarmennirnir þrír muni koma til landsins til að skipa út áli í Straumsvík. Úrskurður sýslumanns þýði að fyrirtækið komi að minnsta kosti hluta af því sem flytja á út til viðskiptavina fyrirtækisins. „Á því hvílir nú tilverugrundvöllur fyrirtækisins, að geta selt sína vöru. Þannig að okkur hefur væntanlega tekist að afstýra hluta af því tjóni sem annars hefði hlotist,“ segir Ólafur Teitur.Þú segir hluta, reiknið þið ekki með að það fari allt eins og hefði gerst?„Það er bara ekki gott að segja á þessu stigi. Við getum alla vega ekki fullyrt að við náum að lesta öllum málminum um borð,“ segir Ólafur Teitur sem reiknar með að skipið verði í Straumsvíkurhöfn þar til á morgun. Formaður Hlífar segir að ekki sé búið að draga tennurnar úr aðgerðum starfsmannanna með úrskurði sýslumanns.Eruð þið í ljósi þessa alls að ræða að víkka ykkar aðgerðir út?„Það á allt eftir að fara til skoðunar núna næstu klukkustundir eða næstu daga í samninganefndinni hjá okkur. Hvaða skref við tökum næst,“ segir Kolbeinn Gunnarsson. Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Rio Tinto vill lögbann á að yfirmönnum sé meinað að lesta áli Fyrirtækið hefur farið fram á það við sýslumann að yfirmenn fyrirtækisins geti lestað áli til útflutnings um borð í flutningaskip. 29. febrúar 2016 16:27 Rio Tinto vill láta reyna á aðgerðir yfirmanna fyrir dómstólum „Það væri sérkennilegt að láta svona ágreining um hvar rétturinn liggur, liggja svona óleystan,“ segir upplýsingafulltrúi álversins. 25. febrúar 2016 12:31 Deilan í Straumsvík: Fimmtán „skrifstofumenn“ mega ganga í störfin Fimmtán yfirmenn hjá Rio Tinto Alcan mega lesta áli um borð í skip til útflutnings í álverinu í Straumsvík. 1. mars 2016 21:35 Segir yfirmenn í fullum rétti til að ganga í störfin Um tuttugu yfirmenn í álverinu í Straumsvík gerðu tilraun til að skipa út áli þar í morgun í trássi við útflutningsbann en voru stöðvaðir af verkfallsvörðum. 24. febrúar 2016 12:58 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Tólf yfirmenn og stjórnarmenn álversins í Straumsvík byrja að skipa út áli frá fyrirtækinu nú í kring um hádegið, eftir að Sýslumaðurinn í Reykjavík úrskurðaði í gær að þetta fólk mætti ganga í störf hafnarverkamanna. Formaður verkalýðsfélagsins Hlífar efast um getu þessa fólks til að sinna þessum störfum. Flutningaskip á vegum álversins er nú í Straumsvíkurhöfn og var varningi skipað upp úr skipinu í morgun. Útflutningsbann verkalýðsfélagsins Hlífar á áli er hins vegar enn í gildi þótt Sýslumaðurinn í Reykjavík hafi úrskurðað í gær að fimmtán yfirmenn hjá fyrirtækinu, þar af fimm stjórnarmenn, megi ganga í störf hafnarverkamanna sem alla jafna sjá um útskipun á áli. Á meðal stjórnarmanna eru þrír Frakkar og svo Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis hf. Kolbeinn Gunnarsson, formaður Hlífar, segir menn ekki hafa búist við þessari niðurstöðu hjá Sýslumanni og hann efast um að þetta fólk geti gengið í störf hafnarverkamannanna og segir að réttindi þessa fólks til að stjórna vinnuvélum verði könnuð. „Ég er ekki alveg að skilja hvernig þau ætla að vinna þessa vinnu því þetta fólk hefur aldrei komið nálægt svona störfum og hefur enga reynslu eða þekkingu á því,“ segir Kolbeinn. „Þá spyr maður sig í ljósi þess að Ísal hefur státað sig af miklu öryggi fyrir starfsmenn, en ég veit ekki hvað þetta fólk er búið að fara í gegnum mikið af öryggisnámskeiðum hér á svæðinu.“ En venjulega vinni enginn hjá fyrirtækinu án þess að hafa verið í svo kallaðri fóstrun hjá vönum starfsmanni í minnst tvo daga áður en menn geti byrjað að vinna einir.Úr jakkafötunum í samfestinginnEr þessi hópur með nógu mikla þjálfun til að ganga í þessi störf með litlum fyrirvara?„Það mun enginn sinna störfum sem hann hefur ekki þjálfun til eða réttindi. Það eru alveg hreinar línur,“ segir Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Ísal. Þannig að öryggið verði í fyrirrúmi, enda alltaf verið á oddinum hjá fyrirtækinu. Hann vill hins vegar ekkert segja til um hvort frönsku stjórnarmennirnir þrír muni koma til landsins til að skipa út áli í Straumsvík. Úrskurður sýslumanns þýði að fyrirtækið komi að minnsta kosti hluta af því sem flytja á út til viðskiptavina fyrirtækisins. „Á því hvílir nú tilverugrundvöllur fyrirtækisins, að geta selt sína vöru. Þannig að okkur hefur væntanlega tekist að afstýra hluta af því tjóni sem annars hefði hlotist,“ segir Ólafur Teitur.Þú segir hluta, reiknið þið ekki með að það fari allt eins og hefði gerst?„Það er bara ekki gott að segja á þessu stigi. Við getum alla vega ekki fullyrt að við náum að lesta öllum málminum um borð,“ segir Ólafur Teitur sem reiknar með að skipið verði í Straumsvíkurhöfn þar til á morgun. Formaður Hlífar segir að ekki sé búið að draga tennurnar úr aðgerðum starfsmannanna með úrskurði sýslumanns.Eruð þið í ljósi þessa alls að ræða að víkka ykkar aðgerðir út?„Það á allt eftir að fara til skoðunar núna næstu klukkustundir eða næstu daga í samninganefndinni hjá okkur. Hvaða skref við tökum næst,“ segir Kolbeinn Gunnarsson.
Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Rio Tinto vill lögbann á að yfirmönnum sé meinað að lesta áli Fyrirtækið hefur farið fram á það við sýslumann að yfirmenn fyrirtækisins geti lestað áli til útflutnings um borð í flutningaskip. 29. febrúar 2016 16:27 Rio Tinto vill láta reyna á aðgerðir yfirmanna fyrir dómstólum „Það væri sérkennilegt að láta svona ágreining um hvar rétturinn liggur, liggja svona óleystan,“ segir upplýsingafulltrúi álversins. 25. febrúar 2016 12:31 Deilan í Straumsvík: Fimmtán „skrifstofumenn“ mega ganga í störfin Fimmtán yfirmenn hjá Rio Tinto Alcan mega lesta áli um borð í skip til útflutnings í álverinu í Straumsvík. 1. mars 2016 21:35 Segir yfirmenn í fullum rétti til að ganga í störfin Um tuttugu yfirmenn í álverinu í Straumsvík gerðu tilraun til að skipa út áli þar í morgun í trássi við útflutningsbann en voru stöðvaðir af verkfallsvörðum. 24. febrúar 2016 12:58 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Rio Tinto vill lögbann á að yfirmönnum sé meinað að lesta áli Fyrirtækið hefur farið fram á það við sýslumann að yfirmenn fyrirtækisins geti lestað áli til útflutnings um borð í flutningaskip. 29. febrúar 2016 16:27
Rio Tinto vill láta reyna á aðgerðir yfirmanna fyrir dómstólum „Það væri sérkennilegt að láta svona ágreining um hvar rétturinn liggur, liggja svona óleystan,“ segir upplýsingafulltrúi álversins. 25. febrúar 2016 12:31
Deilan í Straumsvík: Fimmtán „skrifstofumenn“ mega ganga í störfin Fimmtán yfirmenn hjá Rio Tinto Alcan mega lesta áli um borð í skip til útflutnings í álverinu í Straumsvík. 1. mars 2016 21:35
Segir yfirmenn í fullum rétti til að ganga í störfin Um tuttugu yfirmenn í álverinu í Straumsvík gerðu tilraun til að skipa út áli þar í morgun í trássi við útflutningsbann en voru stöðvaðir af verkfallsvörðum. 24. febrúar 2016 12:58