Er einhver munur á gömlu bönkunum og þeim nýju? skjóðan skrifar 2. mars 2016 15:45 Vísir/Vilhelm Stóru bankarnir þrír hafa nú skilað uppgjörum fyrir 2015. Ekki geta þeir kvartað því hagnaður ársins er um 107 milljarðar. Hagnaðurinn frá hruni er 480 milljarðar, sem verður að teljast talsvert í hagkerfi, sem hrundi nánast til grunna, þar sem allur hlutabréfamarkaðurinn hvarf á einni nóttu – varð að núlli. Þetta er ekki slæmt í hagkerfi þar sem viðskiptavinir bankanna úr hópi einstaklinga lentu í vanskilum og bankarnir leystu til sín þúsundir íbúða. Þetta er nokkuð gott í umhverfi þar sem bankarnir leystu til sín hundruð, ef ekki þúsundir, fyrirtækja og atvinnufasteigna vegna skuldavanda eigenda, þegar skuldir tvöfölduðust og jafnvel þrefölduðust í hruninu. Þetta er ekki síst eftirtektarverður „árangur“ hjá stóru bönkunum þremur þegar horft er til þess að forverar þeirra, bankarnir sem féllu, högnuðust ekki um nema 450 milljarða á árunum 2003-2007, á fimm ára tímabili, sem hefur verið tekið sem dæmi um það hve „ruglið“ í íslenska fjármálakerfinu hafi verið orðið algert á þeim tíma, sem stundum er nefndur „gróðærið“. Sjálfsagt má með núvirðisútreikningum komast að þeirri niðurstöðu að hagnaður gömlu bankanna í „gróðærinu“ hafi verið sjónarmun meiri en hagnaður endurreistu bankanna frá hruni. Gömlu bankarnir voru alþjóðlegar fjármálastofnanir með viðskipti um víða veröld. Hagnaður þeirra varð til í London, Stokkhólmi, Ósló, Kaupmannahöfn, Lúxemborg, Sviss, New York og víðar. Gömlu bankarnir færðu heim hagnað af alþjóðaviðskiptum og greiddu skatta af honum hér á landi. Í ljós kom að íslensku bankarnir voru áhættusæknir og einsleitir og þegar alþjóðlegt fjármálakerfi riðaði féllu þeir allir. Nýju bankarnir eru ekki alþjóðleg fjármálafyrirtæki í neinum skilningi þess hugtaks. Þeir starfa í lokuðu hagkerfi sem er í fjötrum gjaldeyrishafta. Nýju bankarnir fengu allar innlendar eignir gömlu bankanna á hálfvirði, eða innan við það, eftir því um hvaða eignir var að ræða, og hafa endurmetið þær upp í fullt verð og gengið fram af fullkominni hörku gegn sínum nýju viðskiptavinum, sem þeir fengu líka í arf eftir gömlu bankana. Starfsmenn Landsbankans fengu hlut í bankanum sem verðlaun fyrir að ganga sérlega hart fram gagnvart viðskiptavinum bankans. Nýju bankarnir sækja ekki hagnaðinn til útlanda eins og þeir gömlu. Hagnaður þeirra samanstendur af brostnum vonum fólks sem tók lán fyrir íbúðinni sinni, sorgum fyrrverandi hjóna og tárum barna sem búa við skort í allsnægtalandinu, Íslandi. Nýju bankarnir mergsjúga íslensk heimili og fyrirtæki til að ná sínum hagnaði. Samt er verið að dæma stjórnendur gömlu bankanna í fangelsi en stjórnendur nýju bankanna ganga um eins og fínir menn.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Stóru bankarnir þrír hafa nú skilað uppgjörum fyrir 2015. Ekki geta þeir kvartað því hagnaður ársins er um 107 milljarðar. Hagnaðurinn frá hruni er 480 milljarðar, sem verður að teljast talsvert í hagkerfi, sem hrundi nánast til grunna, þar sem allur hlutabréfamarkaðurinn hvarf á einni nóttu – varð að núlli. Þetta er ekki slæmt í hagkerfi þar sem viðskiptavinir bankanna úr hópi einstaklinga lentu í vanskilum og bankarnir leystu til sín þúsundir íbúða. Þetta er nokkuð gott í umhverfi þar sem bankarnir leystu til sín hundruð, ef ekki þúsundir, fyrirtækja og atvinnufasteigna vegna skuldavanda eigenda, þegar skuldir tvöfölduðust og jafnvel þrefölduðust í hruninu. Þetta er ekki síst eftirtektarverður „árangur“ hjá stóru bönkunum þremur þegar horft er til þess að forverar þeirra, bankarnir sem féllu, högnuðust ekki um nema 450 milljarða á árunum 2003-2007, á fimm ára tímabili, sem hefur verið tekið sem dæmi um það hve „ruglið“ í íslenska fjármálakerfinu hafi verið orðið algert á þeim tíma, sem stundum er nefndur „gróðærið“. Sjálfsagt má með núvirðisútreikningum komast að þeirri niðurstöðu að hagnaður gömlu bankanna í „gróðærinu“ hafi verið sjónarmun meiri en hagnaður endurreistu bankanna frá hruni. Gömlu bankarnir voru alþjóðlegar fjármálastofnanir með viðskipti um víða veröld. Hagnaður þeirra varð til í London, Stokkhólmi, Ósló, Kaupmannahöfn, Lúxemborg, Sviss, New York og víðar. Gömlu bankarnir færðu heim hagnað af alþjóðaviðskiptum og greiddu skatta af honum hér á landi. Í ljós kom að íslensku bankarnir voru áhættusæknir og einsleitir og þegar alþjóðlegt fjármálakerfi riðaði féllu þeir allir. Nýju bankarnir eru ekki alþjóðleg fjármálafyrirtæki í neinum skilningi þess hugtaks. Þeir starfa í lokuðu hagkerfi sem er í fjötrum gjaldeyrishafta. Nýju bankarnir fengu allar innlendar eignir gömlu bankanna á hálfvirði, eða innan við það, eftir því um hvaða eignir var að ræða, og hafa endurmetið þær upp í fullt verð og gengið fram af fullkominni hörku gegn sínum nýju viðskiptavinum, sem þeir fengu líka í arf eftir gömlu bankana. Starfsmenn Landsbankans fengu hlut í bankanum sem verðlaun fyrir að ganga sérlega hart fram gagnvart viðskiptavinum bankans. Nýju bankarnir sækja ekki hagnaðinn til útlanda eins og þeir gömlu. Hagnaður þeirra samanstendur af brostnum vonum fólks sem tók lán fyrir íbúðinni sinni, sorgum fyrrverandi hjóna og tárum barna sem búa við skort í allsnægtalandinu, Íslandi. Nýju bankarnir mergsjúga íslensk heimili og fyrirtæki til að ná sínum hagnaði. Samt er verið að dæma stjórnendur gömlu bankanna í fangelsi en stjórnendur nýju bankanna ganga um eins og fínir menn.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira