Boxarinn Manny Pacquiao útilokar ekki þann möguleika á boxa á Ólympíuleikunum í Ríó næsta sumar.
Pacquiao er að undirbúa sig fyrir bardaga gegn Timothy Bradley en hann fer fram í Las Vegas þann 9. apríl næstkomandi. Til stóð hjá Manny að leggja hanskana á hilluna í kjölfarið.
Það gæti þó breyst ef hann verður beðinn um að fara til Ríó og keppa fyrir hönd Filipseyja.
„Það væri heiður að keppa fyrir þjóð mín á Ólympíuleikunum. Ef ég yrði beðinn um það þá myndi ég örugglega gera það. Ég er til í að gera allt fyrir þjóð mína,“ sagði Pacquiao.
Hann hefur verið mikið í fjölmiðlum upp á síðkastið eftir að hann sagði samkynhneigða vera verri en dýr. Lesa má meira um það hér að neðan.
Pacquiao gæti farið á Ólympíuleikana

Tengdar fréttir

Pacquiao: Sagði bara það sem stendur í Biblíunni
Hnefaleikakappinn Manny Pacquiao vakti mikla reiði með ummælum sínum á dögunum þar sem hann sagði að samkynhneigt fólk sé "verra en dýr“ og að samkynhneigð fyrirfyndist ekki í dýraríkinu.

Mayweather er ekki eins fordómafullur og Manny
Hnefaleikakappinn fyrrverandi Floyd Mayweather segir sína skoðun á flestum hlutum og líka umdeildum ummælum Manny Pacquiao

Samkynhneigðir „verri en dýr“
Hnefaleikamaðurinn Manny Pacquaio hefur vakið mikla reiði með ótrúlegum ummælum sínum.

Slíta samningi við Pacquaio vegna ummæla um samkynhneigða
Stórfyrirtækið Nike segir ummæli boxarans um að samkynhneigðir væru verri en dýr vera "andstyggileg“.