Herferð gegn hvalveiðum Íslendinga ekki hætt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. mars 2016 21:17 Hvalveiðar Íslendinga eru umdeildar í meira lagi. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn bandarískrar auglýsingaherferðar til höfuðs íslenskum hvalveiðum segjast ekki ætla að hætta að berjast gegn hvalveiðum Íslendinga þrátt fyrir að Hvalur hf. hyggist ekki veiða neina hvali næsta sumar. Mun herferðin halda áfram þangað til að Íslendingar hætta alfarið hvalveiðum. RÚV greinir frá málinu. Herferðin nefnist Don't Buy from Icelandic Whalers eða Ekki versla við íslenska hvalveiðimenn. Er markmið hennar að fá verslanir og fyrirtæki til þess að kaupa ekki sjávarfang af íslenskum fyrirtækjum með tengsl við hvalveiðar.Sjá einnig: Engar hvalveiðar í sumar: „Ef við hefðum vitað hvað var í vændum í Japan hefðum við aldrei byrjað aftur“Í yfirlýsingu frá samtökunum sem standa að baki herferðinni segir að þau hafi fengið margvísleg fyrirtæki með starfsemi í Bandaríkjunum til þess að lýsa því yfir að þau versli ekki við íslensk fyrirtæki með tengsl við hvalveiðar. Jafnframt segir að samtökin muni fylgjast með þróun mála varðandi hvalveiðar á Íslandi þrátt fyrir yfirlýsingu Hvals hf. um að það hyggist ekki veiða neina hvali næsta sumar þar sem fyrirtækinu hefur gengið illa að koma hvalaafurðum á markað í Japan.Sjá einnig: Anonymous réðst á íslenskar vefsíður vegna hvalveiða ÍslendingaBaráttu samtakanna verði haldið til streitu allt þar til að Íslendingar hætti alfarið hvalveiðum og munu samtökin kynna herferðina á stórri ráðstefnu í Boston sem haldin verður um helgina. Hvalveiðar fyrirtækis Hvals hf., sem er það eina sem stundað hefur hvalveiðar við Íslandsstrendur síðastliðin ár, hafa verið í meira lagi umdeildar. Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt þær, Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur sagt þær skaða ímynd Íslands og erlendir tölvuþrjótar ítrekað gert árásir á íslenskar vefsíður í mótmælaskyni við þær.Sjá einnig: Ekki hægt að merkja teljandi áhrif vegna hvalveiðaÁrið 2014 var Íslandi ekki boðið að taka þátt í hafráðstefnunni Our Ocean, sem utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna stóð fyrir, þrátt fyrir að vera ein stærsta fiskveiðiþjóð í Norður-Atlantshafi og hafi sóst eftir að taka þátt. Var ákvörðun Bandaríkjastjórnar rakin til hvalveiða Íslendinga. Í vikunni gaf utanríkisráðuneytið út skýrslu um áhrif hvalveiða á samskipti Íslanda og annarra ríkja. Niðurstaða hennar var m.a. að ekki væru unnt að sjá að ákvarðanir Bandaríkjaforseta, í tengslum við hvalveiðar Íslendinga, hafi haft nokkur teljandi áhrif á viðskiptalega hagsmuni eða diplómatísk samskipti ríkjanna. Hvalveiðar Tengdar fréttir Engar hvalveiðar í sumar: „Ef við hefðum vitað hvað var í vændum í Japan hefðum við aldrei byrjað aftur“ Hvalur hf. hyggst ekki veiða neina hvali næsta sumar þar sem fyrirtækinu hefur gengið illa að koma hvalaafurðum á markað í Japan. 25. febrúar 2016 08:24 Ekki hægt að merkja teljandi áhrif vegna hvalveiða Þetta er meðal niðurstaðna sem lesa má í skýrslu utanríkisráðherra um áhrif hvalveiða á samskipti Íslands og annarra ríkja. 29. febrúar 2016 17:58 Anonymous lokar síðum á ný vegna hvalveiða Íslendinga Hvetja til sniðgöngu á Bláa lóninu og segja Kristján Loftsson „andlit skammar Íslands.“ 11. janúar 2016 19:09 Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
Forsvarsmenn bandarískrar auglýsingaherferðar til höfuðs íslenskum hvalveiðum segjast ekki ætla að hætta að berjast gegn hvalveiðum Íslendinga þrátt fyrir að Hvalur hf. hyggist ekki veiða neina hvali næsta sumar. Mun herferðin halda áfram þangað til að Íslendingar hætta alfarið hvalveiðum. RÚV greinir frá málinu. Herferðin nefnist Don't Buy from Icelandic Whalers eða Ekki versla við íslenska hvalveiðimenn. Er markmið hennar að fá verslanir og fyrirtæki til þess að kaupa ekki sjávarfang af íslenskum fyrirtækjum með tengsl við hvalveiðar.Sjá einnig: Engar hvalveiðar í sumar: „Ef við hefðum vitað hvað var í vændum í Japan hefðum við aldrei byrjað aftur“Í yfirlýsingu frá samtökunum sem standa að baki herferðinni segir að þau hafi fengið margvísleg fyrirtæki með starfsemi í Bandaríkjunum til þess að lýsa því yfir að þau versli ekki við íslensk fyrirtæki með tengsl við hvalveiðar. Jafnframt segir að samtökin muni fylgjast með þróun mála varðandi hvalveiðar á Íslandi þrátt fyrir yfirlýsingu Hvals hf. um að það hyggist ekki veiða neina hvali næsta sumar þar sem fyrirtækinu hefur gengið illa að koma hvalaafurðum á markað í Japan.Sjá einnig: Anonymous réðst á íslenskar vefsíður vegna hvalveiða ÍslendingaBaráttu samtakanna verði haldið til streitu allt þar til að Íslendingar hætti alfarið hvalveiðum og munu samtökin kynna herferðina á stórri ráðstefnu í Boston sem haldin verður um helgina. Hvalveiðar fyrirtækis Hvals hf., sem er það eina sem stundað hefur hvalveiðar við Íslandsstrendur síðastliðin ár, hafa verið í meira lagi umdeildar. Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt þær, Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur sagt þær skaða ímynd Íslands og erlendir tölvuþrjótar ítrekað gert árásir á íslenskar vefsíður í mótmælaskyni við þær.Sjá einnig: Ekki hægt að merkja teljandi áhrif vegna hvalveiðaÁrið 2014 var Íslandi ekki boðið að taka þátt í hafráðstefnunni Our Ocean, sem utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna stóð fyrir, þrátt fyrir að vera ein stærsta fiskveiðiþjóð í Norður-Atlantshafi og hafi sóst eftir að taka þátt. Var ákvörðun Bandaríkjastjórnar rakin til hvalveiða Íslendinga. Í vikunni gaf utanríkisráðuneytið út skýrslu um áhrif hvalveiða á samskipti Íslanda og annarra ríkja. Niðurstaða hennar var m.a. að ekki væru unnt að sjá að ákvarðanir Bandaríkjaforseta, í tengslum við hvalveiðar Íslendinga, hafi haft nokkur teljandi áhrif á viðskiptalega hagsmuni eða diplómatísk samskipti ríkjanna.
Hvalveiðar Tengdar fréttir Engar hvalveiðar í sumar: „Ef við hefðum vitað hvað var í vændum í Japan hefðum við aldrei byrjað aftur“ Hvalur hf. hyggst ekki veiða neina hvali næsta sumar þar sem fyrirtækinu hefur gengið illa að koma hvalaafurðum á markað í Japan. 25. febrúar 2016 08:24 Ekki hægt að merkja teljandi áhrif vegna hvalveiða Þetta er meðal niðurstaðna sem lesa má í skýrslu utanríkisráðherra um áhrif hvalveiða á samskipti Íslands og annarra ríkja. 29. febrúar 2016 17:58 Anonymous lokar síðum á ný vegna hvalveiða Íslendinga Hvetja til sniðgöngu á Bláa lóninu og segja Kristján Loftsson „andlit skammar Íslands.“ 11. janúar 2016 19:09 Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
Engar hvalveiðar í sumar: „Ef við hefðum vitað hvað var í vændum í Japan hefðum við aldrei byrjað aftur“ Hvalur hf. hyggst ekki veiða neina hvali næsta sumar þar sem fyrirtækinu hefur gengið illa að koma hvalaafurðum á markað í Japan. 25. febrúar 2016 08:24
Ekki hægt að merkja teljandi áhrif vegna hvalveiða Þetta er meðal niðurstaðna sem lesa má í skýrslu utanríkisráðherra um áhrif hvalveiða á samskipti Íslands og annarra ríkja. 29. febrúar 2016 17:58
Anonymous lokar síðum á ný vegna hvalveiða Íslendinga Hvetja til sniðgöngu á Bláa lóninu og segja Kristján Loftsson „andlit skammar Íslands.“ 11. janúar 2016 19:09
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf