Herferð gegn hvalveiðum Íslendinga ekki hætt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. mars 2016 21:17 Hvalveiðar Íslendinga eru umdeildar í meira lagi. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn bandarískrar auglýsingaherferðar til höfuðs íslenskum hvalveiðum segjast ekki ætla að hætta að berjast gegn hvalveiðum Íslendinga þrátt fyrir að Hvalur hf. hyggist ekki veiða neina hvali næsta sumar. Mun herferðin halda áfram þangað til að Íslendingar hætta alfarið hvalveiðum. RÚV greinir frá málinu. Herferðin nefnist Don't Buy from Icelandic Whalers eða Ekki versla við íslenska hvalveiðimenn. Er markmið hennar að fá verslanir og fyrirtæki til þess að kaupa ekki sjávarfang af íslenskum fyrirtækjum með tengsl við hvalveiðar.Sjá einnig: Engar hvalveiðar í sumar: „Ef við hefðum vitað hvað var í vændum í Japan hefðum við aldrei byrjað aftur“Í yfirlýsingu frá samtökunum sem standa að baki herferðinni segir að þau hafi fengið margvísleg fyrirtæki með starfsemi í Bandaríkjunum til þess að lýsa því yfir að þau versli ekki við íslensk fyrirtæki með tengsl við hvalveiðar. Jafnframt segir að samtökin muni fylgjast með þróun mála varðandi hvalveiðar á Íslandi þrátt fyrir yfirlýsingu Hvals hf. um að það hyggist ekki veiða neina hvali næsta sumar þar sem fyrirtækinu hefur gengið illa að koma hvalaafurðum á markað í Japan.Sjá einnig: Anonymous réðst á íslenskar vefsíður vegna hvalveiða ÍslendingaBaráttu samtakanna verði haldið til streitu allt þar til að Íslendingar hætti alfarið hvalveiðum og munu samtökin kynna herferðina á stórri ráðstefnu í Boston sem haldin verður um helgina. Hvalveiðar fyrirtækis Hvals hf., sem er það eina sem stundað hefur hvalveiðar við Íslandsstrendur síðastliðin ár, hafa verið í meira lagi umdeildar. Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt þær, Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur sagt þær skaða ímynd Íslands og erlendir tölvuþrjótar ítrekað gert árásir á íslenskar vefsíður í mótmælaskyni við þær.Sjá einnig: Ekki hægt að merkja teljandi áhrif vegna hvalveiðaÁrið 2014 var Íslandi ekki boðið að taka þátt í hafráðstefnunni Our Ocean, sem utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna stóð fyrir, þrátt fyrir að vera ein stærsta fiskveiðiþjóð í Norður-Atlantshafi og hafi sóst eftir að taka þátt. Var ákvörðun Bandaríkjastjórnar rakin til hvalveiða Íslendinga. Í vikunni gaf utanríkisráðuneytið út skýrslu um áhrif hvalveiða á samskipti Íslanda og annarra ríkja. Niðurstaða hennar var m.a. að ekki væru unnt að sjá að ákvarðanir Bandaríkjaforseta, í tengslum við hvalveiðar Íslendinga, hafi haft nokkur teljandi áhrif á viðskiptalega hagsmuni eða diplómatísk samskipti ríkjanna. Hvalveiðar Tengdar fréttir Engar hvalveiðar í sumar: „Ef við hefðum vitað hvað var í vændum í Japan hefðum við aldrei byrjað aftur“ Hvalur hf. hyggst ekki veiða neina hvali næsta sumar þar sem fyrirtækinu hefur gengið illa að koma hvalaafurðum á markað í Japan. 25. febrúar 2016 08:24 Ekki hægt að merkja teljandi áhrif vegna hvalveiða Þetta er meðal niðurstaðna sem lesa má í skýrslu utanríkisráðherra um áhrif hvalveiða á samskipti Íslands og annarra ríkja. 29. febrúar 2016 17:58 Anonymous lokar síðum á ný vegna hvalveiða Íslendinga Hvetja til sniðgöngu á Bláa lóninu og segja Kristján Loftsson „andlit skammar Íslands.“ 11. janúar 2016 19:09 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Forsvarsmenn bandarískrar auglýsingaherferðar til höfuðs íslenskum hvalveiðum segjast ekki ætla að hætta að berjast gegn hvalveiðum Íslendinga þrátt fyrir að Hvalur hf. hyggist ekki veiða neina hvali næsta sumar. Mun herferðin halda áfram þangað til að Íslendingar hætta alfarið hvalveiðum. RÚV greinir frá málinu. Herferðin nefnist Don't Buy from Icelandic Whalers eða Ekki versla við íslenska hvalveiðimenn. Er markmið hennar að fá verslanir og fyrirtæki til þess að kaupa ekki sjávarfang af íslenskum fyrirtækjum með tengsl við hvalveiðar.Sjá einnig: Engar hvalveiðar í sumar: „Ef við hefðum vitað hvað var í vændum í Japan hefðum við aldrei byrjað aftur“Í yfirlýsingu frá samtökunum sem standa að baki herferðinni segir að þau hafi fengið margvísleg fyrirtæki með starfsemi í Bandaríkjunum til þess að lýsa því yfir að þau versli ekki við íslensk fyrirtæki með tengsl við hvalveiðar. Jafnframt segir að samtökin muni fylgjast með þróun mála varðandi hvalveiðar á Íslandi þrátt fyrir yfirlýsingu Hvals hf. um að það hyggist ekki veiða neina hvali næsta sumar þar sem fyrirtækinu hefur gengið illa að koma hvalaafurðum á markað í Japan.Sjá einnig: Anonymous réðst á íslenskar vefsíður vegna hvalveiða ÍslendingaBaráttu samtakanna verði haldið til streitu allt þar til að Íslendingar hætti alfarið hvalveiðum og munu samtökin kynna herferðina á stórri ráðstefnu í Boston sem haldin verður um helgina. Hvalveiðar fyrirtækis Hvals hf., sem er það eina sem stundað hefur hvalveiðar við Íslandsstrendur síðastliðin ár, hafa verið í meira lagi umdeildar. Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt þær, Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur sagt þær skaða ímynd Íslands og erlendir tölvuþrjótar ítrekað gert árásir á íslenskar vefsíður í mótmælaskyni við þær.Sjá einnig: Ekki hægt að merkja teljandi áhrif vegna hvalveiðaÁrið 2014 var Íslandi ekki boðið að taka þátt í hafráðstefnunni Our Ocean, sem utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna stóð fyrir, þrátt fyrir að vera ein stærsta fiskveiðiþjóð í Norður-Atlantshafi og hafi sóst eftir að taka þátt. Var ákvörðun Bandaríkjastjórnar rakin til hvalveiða Íslendinga. Í vikunni gaf utanríkisráðuneytið út skýrslu um áhrif hvalveiða á samskipti Íslanda og annarra ríkja. Niðurstaða hennar var m.a. að ekki væru unnt að sjá að ákvarðanir Bandaríkjaforseta, í tengslum við hvalveiðar Íslendinga, hafi haft nokkur teljandi áhrif á viðskiptalega hagsmuni eða diplómatísk samskipti ríkjanna.
Hvalveiðar Tengdar fréttir Engar hvalveiðar í sumar: „Ef við hefðum vitað hvað var í vændum í Japan hefðum við aldrei byrjað aftur“ Hvalur hf. hyggst ekki veiða neina hvali næsta sumar þar sem fyrirtækinu hefur gengið illa að koma hvalaafurðum á markað í Japan. 25. febrúar 2016 08:24 Ekki hægt að merkja teljandi áhrif vegna hvalveiða Þetta er meðal niðurstaðna sem lesa má í skýrslu utanríkisráðherra um áhrif hvalveiða á samskipti Íslands og annarra ríkja. 29. febrúar 2016 17:58 Anonymous lokar síðum á ný vegna hvalveiða Íslendinga Hvetja til sniðgöngu á Bláa lóninu og segja Kristján Loftsson „andlit skammar Íslands.“ 11. janúar 2016 19:09 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Engar hvalveiðar í sumar: „Ef við hefðum vitað hvað var í vændum í Japan hefðum við aldrei byrjað aftur“ Hvalur hf. hyggst ekki veiða neina hvali næsta sumar þar sem fyrirtækinu hefur gengið illa að koma hvalaafurðum á markað í Japan. 25. febrúar 2016 08:24
Ekki hægt að merkja teljandi áhrif vegna hvalveiða Þetta er meðal niðurstaðna sem lesa má í skýrslu utanríkisráðherra um áhrif hvalveiða á samskipti Íslands og annarra ríkja. 29. febrúar 2016 17:58
Anonymous lokar síðum á ný vegna hvalveiða Íslendinga Hvetja til sniðgöngu á Bláa lóninu og segja Kristján Loftsson „andlit skammar Íslands.“ 11. janúar 2016 19:09