Hvalveiðar skaði ímynd Íslands og því mikilvægt að ná sátt um þær sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 4. ágúst 2015 12:46 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir mikilvægt að Íslendingar nái samstöðu um hvalveiðar. Ekki eigi að leggja þær niður en að draga þurfi úr þeim því þær skaði ímynd íslensku þjóðarinnar á alþjóðlegum vettvangi. Hann ræddi málið í Bítinu í morgun. „Ef við horfum á stóru myndina og vegum og metum okkar hagsmuni þá kann að vera að það sé mikilvægt fyrir okkur að ná einhvers konar samstöðu um þessar hvalveiðar okkar. Það kemur ekki til greina að gefa það eftir að við megum sækja hval, við megum veiða hval,” sagði hann og bætti við að honum þætti líklegt að hægt væri að ná samstöðu um málið. „Það er ekkert svo mikill ágreiningur á milli vísindamanna. Þetta er einhvers konar stilling á ákveðnum tölum og hvernig menn nálgast hlutina, en það er kannski erfiðara í pólitíkinni. Vegna þess að þetta er vitanlega fyrir marga mjög pólitískt mál og menn eru að nýta sér þetta, sumir hverjir, í pólitískri vegferð.” Hann segir hvalveiðarnar standa í veg fyrir ákveðnum hlutum á alþjóðlegum vettvangi, til að mynda hafi Ísland ekki fengið aðild að samkomulagi ríkjanna fimm; þ.e Bandaríkjanna, Danmerkur, Kanada, Noregs og Rússlands á dögunum, vegna hvalveiðanna. Hann segir það vonbrigði og boðaði sendiherra þjóðanna því á fund í ráðuneytinu. „Hvalveiðar standa í vegi fyrir ákveðnum hlutum, það er alveg ljóst. Við þurfum hins vegar alltaf að standa fast á því sem við getum gert og það er alveg réttmæt sjónarmið þegar menn segja „Ef við hættum að veiða hvali, hvert fara þá til dæmis það sem er kallað umhverfissamtök sem eru kannski frekar öfgakenndari en önnur. Hvert færa þau þá víglínuna?“ er það þorskurinn, ýsan?” segir Gunnar Bragi en viðtalið við hann má heyra í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Fleiri fréttir Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir mikilvægt að Íslendingar nái samstöðu um hvalveiðar. Ekki eigi að leggja þær niður en að draga þurfi úr þeim því þær skaði ímynd íslensku þjóðarinnar á alþjóðlegum vettvangi. Hann ræddi málið í Bítinu í morgun. „Ef við horfum á stóru myndina og vegum og metum okkar hagsmuni þá kann að vera að það sé mikilvægt fyrir okkur að ná einhvers konar samstöðu um þessar hvalveiðar okkar. Það kemur ekki til greina að gefa það eftir að við megum sækja hval, við megum veiða hval,” sagði hann og bætti við að honum þætti líklegt að hægt væri að ná samstöðu um málið. „Það er ekkert svo mikill ágreiningur á milli vísindamanna. Þetta er einhvers konar stilling á ákveðnum tölum og hvernig menn nálgast hlutina, en það er kannski erfiðara í pólitíkinni. Vegna þess að þetta er vitanlega fyrir marga mjög pólitískt mál og menn eru að nýta sér þetta, sumir hverjir, í pólitískri vegferð.” Hann segir hvalveiðarnar standa í veg fyrir ákveðnum hlutum á alþjóðlegum vettvangi, til að mynda hafi Ísland ekki fengið aðild að samkomulagi ríkjanna fimm; þ.e Bandaríkjanna, Danmerkur, Kanada, Noregs og Rússlands á dögunum, vegna hvalveiðanna. Hann segir það vonbrigði og boðaði sendiherra þjóðanna því á fund í ráðuneytinu. „Hvalveiðar standa í vegi fyrir ákveðnum hlutum, það er alveg ljóst. Við þurfum hins vegar alltaf að standa fast á því sem við getum gert og það er alveg réttmæt sjónarmið þegar menn segja „Ef við hættum að veiða hvali, hvert fara þá til dæmis það sem er kallað umhverfissamtök sem eru kannski frekar öfgakenndari en önnur. Hvert færa þau þá víglínuna?“ er það þorskurinn, ýsan?” segir Gunnar Bragi en viðtalið við hann má heyra í heild í spilaranum hér fyrir ofan.
Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Fleiri fréttir Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Sjá meira