Æskilegt að Landsbankinn njóti trausts áður en hlutur í honum verður seldur Heimir Már Pétursson skrifar 3. mars 2016 21:26 Fjármálaráðherra segir að aukin arður Landsbankans til ríkissjóðs verði notaður til að greiða niður skuldir. Hann segir mikilvægt að eigendastefna ríkisins á fjármálastofnunum liggi fyrir áður en hlutur úr bankanum verði seldur og að traust sé borið til bankans. Stjórn Landsbankans tilkynnti á dögunum að hún legði til að bankinn greiddi ríkissjóði 28,5 milljarða króna í arð. Það er 21,5 milljörðum meira en gert var ráð fyrir á fjárlögum þessa árs. „Það verður að skoða hlutina í stóra samhenginu. Við höfum líka verið að gera ráð fyrir því að hafa sölutekjur af sölu ákveðins eignarhlutar í bankanum. Það er svo sem ekkert í hendi með það. Þannig að þetta kemur þá eitthvað upp á móti því ef það skyldi ekki ganga eftir. Svona einskiptistekjur höfum við fyrst og fremst verið að nýta til að greiða upp skuldir,“ segir Bjarni. Sem muni lækka vexti ríkissjóðs og hjálpa til við að gera ríkisfjármálin sjálfbærari og heilbrigðari. Bankasýsla ríkisins sem fer með hlutabréf ríkisins í Landsbankanum hefur heimild frá Alþingi til að selja 30 prósenta hlut í honum. „Ég hef alltaf séð fyrir mér að Landsbankinn yrði að stærstum hluta í eigu ríkisins. Það er að segja að ríkið yrði stærsti eigandinn,“ segir fjármálaráðherra. Ríkið verði að vanda sig á næstu árum varðandi breytt eignarhald vegna þess að það liggi fyrir að Arion banki sé að fara úr höndum kröfuhafa til nýrra eigenda á næstu misserum. „Svo erum við nýtekin við Íslandsbanka líka. Þannig að þetta eru risavaxin, mjög krefjandi verkefni fyrir okkur og það skiptir öllu að það gerist í jafnvægi og góðri sátt og með langtímahagsmuni okkar allra að leiðarljósi,“ segir Bjarni.Ekki víst að 30% hlutur verði seldur á þessu ári Aðalfundur Landsbankans er fram undan en borgunarmálið hefur varpað skugga á störf stjórnar bankans og bankastjórans, sem annars er að skila mjög góðum rekstri á síðasta ári og mestu arðgreiðslu í sögu sinni til ríkissjóðs. Bjarni segist enn ekki hafa fengið tillögu frá Bankasýslunni um að ráðist verði í sölu á 30 prósenta hlutnum í bankanum þótt hún hafi gefið merki um að það gætu verið aðstæður til þess. Arðgreiðslan nú tryggi ríkinu að minnsta kosti verulegar tekjur af bankanum á þessu ári. Nú sé verið að endurskrifa eigendastefnu ríkisins á fjármálafyrirtækjum þar sem horft sé til lengri tíma. „Það er rétt sem menn hafa sagt að það skiptir máli þegar ríkið fer að losa um eignarhlut sinn í Landsbankanum, að það liggi fyrir hvað gerist eftir að 30 prósenta eignarhluturinn hefur verið seldur; hversu miklu ætlar ríkið að halda eftir, hvenær verður bankinn skráður, hvaða lagabreytingar eru í farvatninu og svo framvegis. Þessi mál þarf að skýra áður en hægt er að hafa raunhæfar væntingar um að eignarhaldið breytist,“ segir Bjarni. Fjármálaráðherra segir það síðan í verkahring Bankasýslunnar að ákveða hvort nauðsynlegt sé að skipa nýja stjórn yfir Landsbankann.Fyndist þér það æskilegt?„Nú er þetta bara þannig að við höfum komið upp hér fyrirkomulagi þar sem ákvarðanir af þessum toga eru komnar úr höndum ráðherrans. Hvað er æskilegt að gerist á aðalfundi? Það er æskilegt að við höfum stefnufestu, öryggi og traust til bankans. Það eru þessir hlutir sem menn hljóta að leggja til grundvallar,“ segir Bjarni Benediktsson. Tengdar fréttir Landsbankinn fær 2,4 milljarða í gegnum Valitor Landsbankinn hefur tekjufært í ársreikningi fyrir árið 2015 2,4 milljarða króna sem vænt fyrirframgreitt endurgjald vegna kaupa Visa Inc. á Visa Europe. 25. febrúar 2016 16:39 Landsbankinn hagnaðist um 36,5 milljarða Lagt verður til við aðalfund að greiddur verði 28,5 milljarða króna arður til hluthafa Landsbankans. 25. febrúar 2016 16:24 Einar ræddi Borgunarmálið ekki við Bjarna frænda sinn Fjárfestirinn Einar Sveinsson vill ekki tjá sig um það hvort hann sé tilbúinn að rifta samningnum um kaup sín á hlut í fyrirtækinu Borgun. 18. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að aukin arður Landsbankans til ríkissjóðs verði notaður til að greiða niður skuldir. Hann segir mikilvægt að eigendastefna ríkisins á fjármálastofnunum liggi fyrir áður en hlutur úr bankanum verði seldur og að traust sé borið til bankans. Stjórn Landsbankans tilkynnti á dögunum að hún legði til að bankinn greiddi ríkissjóði 28,5 milljarða króna í arð. Það er 21,5 milljörðum meira en gert var ráð fyrir á fjárlögum þessa árs. „Það verður að skoða hlutina í stóra samhenginu. Við höfum líka verið að gera ráð fyrir því að hafa sölutekjur af sölu ákveðins eignarhlutar í bankanum. Það er svo sem ekkert í hendi með það. Þannig að þetta kemur þá eitthvað upp á móti því ef það skyldi ekki ganga eftir. Svona einskiptistekjur höfum við fyrst og fremst verið að nýta til að greiða upp skuldir,“ segir Bjarni. Sem muni lækka vexti ríkissjóðs og hjálpa til við að gera ríkisfjármálin sjálfbærari og heilbrigðari. Bankasýsla ríkisins sem fer með hlutabréf ríkisins í Landsbankanum hefur heimild frá Alþingi til að selja 30 prósenta hlut í honum. „Ég hef alltaf séð fyrir mér að Landsbankinn yrði að stærstum hluta í eigu ríkisins. Það er að segja að ríkið yrði stærsti eigandinn,“ segir fjármálaráðherra. Ríkið verði að vanda sig á næstu árum varðandi breytt eignarhald vegna þess að það liggi fyrir að Arion banki sé að fara úr höndum kröfuhafa til nýrra eigenda á næstu misserum. „Svo erum við nýtekin við Íslandsbanka líka. Þannig að þetta eru risavaxin, mjög krefjandi verkefni fyrir okkur og það skiptir öllu að það gerist í jafnvægi og góðri sátt og með langtímahagsmuni okkar allra að leiðarljósi,“ segir Bjarni.Ekki víst að 30% hlutur verði seldur á þessu ári Aðalfundur Landsbankans er fram undan en borgunarmálið hefur varpað skugga á störf stjórnar bankans og bankastjórans, sem annars er að skila mjög góðum rekstri á síðasta ári og mestu arðgreiðslu í sögu sinni til ríkissjóðs. Bjarni segist enn ekki hafa fengið tillögu frá Bankasýslunni um að ráðist verði í sölu á 30 prósenta hlutnum í bankanum þótt hún hafi gefið merki um að það gætu verið aðstæður til þess. Arðgreiðslan nú tryggi ríkinu að minnsta kosti verulegar tekjur af bankanum á þessu ári. Nú sé verið að endurskrifa eigendastefnu ríkisins á fjármálafyrirtækjum þar sem horft sé til lengri tíma. „Það er rétt sem menn hafa sagt að það skiptir máli þegar ríkið fer að losa um eignarhlut sinn í Landsbankanum, að það liggi fyrir hvað gerist eftir að 30 prósenta eignarhluturinn hefur verið seldur; hversu miklu ætlar ríkið að halda eftir, hvenær verður bankinn skráður, hvaða lagabreytingar eru í farvatninu og svo framvegis. Þessi mál þarf að skýra áður en hægt er að hafa raunhæfar væntingar um að eignarhaldið breytist,“ segir Bjarni. Fjármálaráðherra segir það síðan í verkahring Bankasýslunnar að ákveða hvort nauðsynlegt sé að skipa nýja stjórn yfir Landsbankann.Fyndist þér það æskilegt?„Nú er þetta bara þannig að við höfum komið upp hér fyrirkomulagi þar sem ákvarðanir af þessum toga eru komnar úr höndum ráðherrans. Hvað er æskilegt að gerist á aðalfundi? Það er æskilegt að við höfum stefnufestu, öryggi og traust til bankans. Það eru þessir hlutir sem menn hljóta að leggja til grundvallar,“ segir Bjarni Benediktsson.
Tengdar fréttir Landsbankinn fær 2,4 milljarða í gegnum Valitor Landsbankinn hefur tekjufært í ársreikningi fyrir árið 2015 2,4 milljarða króna sem vænt fyrirframgreitt endurgjald vegna kaupa Visa Inc. á Visa Europe. 25. febrúar 2016 16:39 Landsbankinn hagnaðist um 36,5 milljarða Lagt verður til við aðalfund að greiddur verði 28,5 milljarða króna arður til hluthafa Landsbankans. 25. febrúar 2016 16:24 Einar ræddi Borgunarmálið ekki við Bjarna frænda sinn Fjárfestirinn Einar Sveinsson vill ekki tjá sig um það hvort hann sé tilbúinn að rifta samningnum um kaup sín á hlut í fyrirtækinu Borgun. 18. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira
Landsbankinn fær 2,4 milljarða í gegnum Valitor Landsbankinn hefur tekjufært í ársreikningi fyrir árið 2015 2,4 milljarða króna sem vænt fyrirframgreitt endurgjald vegna kaupa Visa Inc. á Visa Europe. 25. febrúar 2016 16:39
Landsbankinn hagnaðist um 36,5 milljarða Lagt verður til við aðalfund að greiddur verði 28,5 milljarða króna arður til hluthafa Landsbankans. 25. febrúar 2016 16:24
Einar ræddi Borgunarmálið ekki við Bjarna frænda sinn Fjárfestirinn Einar Sveinsson vill ekki tjá sig um það hvort hann sé tilbúinn að rifta samningnum um kaup sín á hlut í fyrirtækinu Borgun. 18. febrúar 2016 07:00