Heimsins verstu foreldrar Pawel Bartoszek skrifar 5. mars 2016 07:00 Hvað sér fólk fyrir sér þegar talað er um „vonda foreldra“? Sér fólk fyrir sér drykkfelldan, ofbeldisfullan föður? Sér fólk fyrir sér móður sem skilur börnin eftir svöng meðan hún lognast út af dópuð í einhverjum bílskúr? Ef svo er þá hafa menn rangt fyrir sér. Þetta eru ekki verstu foreldrarnir. Fólk sem betur þekkir til hefur sagt mér að börn sem eiga „vonda“ foreldra séu gjarnan mjög meðvirk. Þau halda yfir þeim hlífiskildi og vilja ekki vera tekin frá þeim. Af hverju er það? Fyrsta skýringin sem kemur upp í hugann er að börnin treysti því ekki að aðrir geti varið þau og óttist hefnd þessara vondu foreldra ef þau með einhverjum hætti koma þeim í klandur. „Börnin eru hrædd og vita ekki hvað þeim er fyrir bestu. Við verðum að verja þau,“ hugsar fólk. En sé litið til reynslu seinustu alda þá eru það einmitt börnin sem vita hvað þeim er fyrir bestu. Ekki við. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á högum þeirra sem ólust upp á ábyrgð hins opinbera er sorgarlesning. Þær eru studdar með fjölda frásagna. Oft alltof nýlegra. Margir þolendur sem stíga fram hér á landi er fólk um fimmtugt. Gamlir starfsmenn eru ekki aðalatriðið. Það er ekki þannig að hugmyndin hafi verið góð en vont fólk fengist til að framkvæma hana. Því svona var þetta alls staðar í heiminum. Alls staðar taldi fólk sig vera að gera vel með því að hjálpa börnum sem ekki áttu nógu góða foreldra. En í flestum tilfellum, þar sem það var hægt, hefðu allir verið betur settir ef börnin hefðu fengið að alast upp hjá stórgölluðum foreldrum sínum heldur en að vera sett í umsjá hins opinbera. Því ríkið, eins vel og það vill, er ömurlegt foreldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Hvað sér fólk fyrir sér þegar talað er um „vonda foreldra“? Sér fólk fyrir sér drykkfelldan, ofbeldisfullan föður? Sér fólk fyrir sér móður sem skilur börnin eftir svöng meðan hún lognast út af dópuð í einhverjum bílskúr? Ef svo er þá hafa menn rangt fyrir sér. Þetta eru ekki verstu foreldrarnir. Fólk sem betur þekkir til hefur sagt mér að börn sem eiga „vonda“ foreldra séu gjarnan mjög meðvirk. Þau halda yfir þeim hlífiskildi og vilja ekki vera tekin frá þeim. Af hverju er það? Fyrsta skýringin sem kemur upp í hugann er að börnin treysti því ekki að aðrir geti varið þau og óttist hefnd þessara vondu foreldra ef þau með einhverjum hætti koma þeim í klandur. „Börnin eru hrædd og vita ekki hvað þeim er fyrir bestu. Við verðum að verja þau,“ hugsar fólk. En sé litið til reynslu seinustu alda þá eru það einmitt börnin sem vita hvað þeim er fyrir bestu. Ekki við. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á högum þeirra sem ólust upp á ábyrgð hins opinbera er sorgarlesning. Þær eru studdar með fjölda frásagna. Oft alltof nýlegra. Margir þolendur sem stíga fram hér á landi er fólk um fimmtugt. Gamlir starfsmenn eru ekki aðalatriðið. Það er ekki þannig að hugmyndin hafi verið góð en vont fólk fengist til að framkvæma hana. Því svona var þetta alls staðar í heiminum. Alls staðar taldi fólk sig vera að gera vel með því að hjálpa börnum sem ekki áttu nógu góða foreldra. En í flestum tilfellum, þar sem það var hægt, hefðu allir verið betur settir ef börnin hefðu fengið að alast upp hjá stórgölluðum foreldrum sínum heldur en að vera sett í umsjá hins opinbera. Því ríkið, eins vel og það vill, er ömurlegt foreldri.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun