Er þetta hinn sögufrægi smiðjusteinn Skallagríms? Kristján Már Unnarsson skrifar 7. mars 2016 19:00 Smiðjusteinn Skallagríms Kveldúlfssonar, landnámsmanns Borgarfjarðar, gæti verið fundinn. Raunar er fullyrt að þessi sögufrægi steinn hafi aldrei týnst, það hafi alltað verið vitað um hann á sveitabæ einum á Mýrum. Nokkrir merkustu sögustaðir Egils sögu Skallagrímssonar eru í Borgarnesi og nágrenni, einn þeirra er bærinn Rauðanes. „Skalla-Grímur var járnsmiður mikill og hafði rauðablástur mikinn á vetrinn; hann lét gera smiðju með sjónum mjög langt út frá Borg, þar sem heitir Raufarnes,“ segir í Egilssögu en bærinn heitir nú Rauðanes. Egilssaga greinir jafnframt frá því að Skallagrímur hafi haft mikið fyrir því að finna góðan smiðjustein því grjót á svæðinu hafi hentað illa. Steininn hafi hann fundið í sjó við Miðfjarðareyjar, kafað eftir honum og róið með hann til lands. „Liggur sá steinn þar enn og mikið sindur hjá, og sér það á steininum, að hann er barður ofan og það er brimsorfið grjót og ekki því grjóti líkt öðru, er þar er, og munu nú ekki meira hefja fjórir menn,“ segir í Egilssögu. Þegar þau Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir voru að koma Landnámssetri Íslands á fót í Borgarnesi fyrir liðlega áratug vissu menn ekki betur en að smiðjusteinn Skallagríms væri týndur. „Það er árið 2004 sennilega sem við erum að tala við þau hérna í Rauðanesi,“ segir Kjartan og kveðst hafa sagt við Rósu í Rauðanesi að það væri leiðinlegt að steinninn skyldi hafa týnst. Hún hafi þá svarað: „Hann týnst? Steinninn er hérna niðrí fjöru! Við höfum alltaf vitað hvar þessi steinn er! Komdu! Ég skal sýna þér hann!“ Kjartan skoðaði steininn og segir að útlit hans og stærð komi heim og saman við lýsinguna í Egilssögu. Úr varð að þau í Rauðanesi sóttu steininn á traktor og komu honum fyrir á aðgengilegri stað. Kjartan Ragnarsson, forstöðumaður Landnámsseturs Íslands í Borgarnesi, við vörðu sem búið er hlaða við bæinn Rauðanes til minja um smiðju Skallagríms.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Rauðnesingar eru alveg sannfærðir um að þetta sé steinninn. Þetta er skemmtileg spekulasjon og þetta passar við lýsinguna í Egilssögu. Þarna er þessi ágæti steinn,“ segir Kjartan. Fjallað er um Skallagrím og Egilssögu í þættinum Landnemarnir á Stöð 2 í kvöld, mánudagskvöld, klukkan 20.15. Borgarbyggð Fornminjar Landnemarnir Tengdar fréttir Keltnesk áhrif vanmetin í menningu Íslendinga Keltnesk áhrif í íslenskri menningu eru mun meiri en menn hafa séð eða viljað vera láta, eins og í örnefnum og tungumálinu. 22. febrúar 2016 22:00 Er íslensk þjóð afurð grimmra stúlknarána? Ísland var numið af norskum strákum sem fóru til Bretlands og náðu sér í konur, segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 21. febrúar 2016 01:30 Telja Auði djúpúðgu ættaða frá Kvam við Aurlandsfjörð Þess vegna hafi hún valið sama heiti á landnámsbæ sinn á Íslandi. 8. febrúar 2016 19:15 Hann kallar skyr súrmjólk af geit Hvar í Noregi er norskan líkust íslensku? 28. febrúar 2016 09:45 Norðmenn segja Ingólf úr Hrífudal Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaður Íslands, kom frá Dalsfirði á Fjölum, samkvæmt Landnámabók. 29. janúar 2016 15:00 Egill Skallagrímsson listaskáld en einnig illræmdur morðingi Saga Skallagríms Kveldúlfssonar, landnámsmanns Borgarfjarðar, og sonar hans, Egils Skallagrímssonar, er einhver magnaðasta frásögn Íslendingasagna. 6. mars 2016 18:30 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira
Smiðjusteinn Skallagríms Kveldúlfssonar, landnámsmanns Borgarfjarðar, gæti verið fundinn. Raunar er fullyrt að þessi sögufrægi steinn hafi aldrei týnst, það hafi alltað verið vitað um hann á sveitabæ einum á Mýrum. Nokkrir merkustu sögustaðir Egils sögu Skallagrímssonar eru í Borgarnesi og nágrenni, einn þeirra er bærinn Rauðanes. „Skalla-Grímur var járnsmiður mikill og hafði rauðablástur mikinn á vetrinn; hann lét gera smiðju með sjónum mjög langt út frá Borg, þar sem heitir Raufarnes,“ segir í Egilssögu en bærinn heitir nú Rauðanes. Egilssaga greinir jafnframt frá því að Skallagrímur hafi haft mikið fyrir því að finna góðan smiðjustein því grjót á svæðinu hafi hentað illa. Steininn hafi hann fundið í sjó við Miðfjarðareyjar, kafað eftir honum og róið með hann til lands. „Liggur sá steinn þar enn og mikið sindur hjá, og sér það á steininum, að hann er barður ofan og það er brimsorfið grjót og ekki því grjóti líkt öðru, er þar er, og munu nú ekki meira hefja fjórir menn,“ segir í Egilssögu. Þegar þau Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir voru að koma Landnámssetri Íslands á fót í Borgarnesi fyrir liðlega áratug vissu menn ekki betur en að smiðjusteinn Skallagríms væri týndur. „Það er árið 2004 sennilega sem við erum að tala við þau hérna í Rauðanesi,“ segir Kjartan og kveðst hafa sagt við Rósu í Rauðanesi að það væri leiðinlegt að steinninn skyldi hafa týnst. Hún hafi þá svarað: „Hann týnst? Steinninn er hérna niðrí fjöru! Við höfum alltaf vitað hvar þessi steinn er! Komdu! Ég skal sýna þér hann!“ Kjartan skoðaði steininn og segir að útlit hans og stærð komi heim og saman við lýsinguna í Egilssögu. Úr varð að þau í Rauðanesi sóttu steininn á traktor og komu honum fyrir á aðgengilegri stað. Kjartan Ragnarsson, forstöðumaður Landnámsseturs Íslands í Borgarnesi, við vörðu sem búið er hlaða við bæinn Rauðanes til minja um smiðju Skallagríms.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Rauðnesingar eru alveg sannfærðir um að þetta sé steinninn. Þetta er skemmtileg spekulasjon og þetta passar við lýsinguna í Egilssögu. Þarna er þessi ágæti steinn,“ segir Kjartan. Fjallað er um Skallagrím og Egilssögu í þættinum Landnemarnir á Stöð 2 í kvöld, mánudagskvöld, klukkan 20.15.
Borgarbyggð Fornminjar Landnemarnir Tengdar fréttir Keltnesk áhrif vanmetin í menningu Íslendinga Keltnesk áhrif í íslenskri menningu eru mun meiri en menn hafa séð eða viljað vera láta, eins og í örnefnum og tungumálinu. 22. febrúar 2016 22:00 Er íslensk þjóð afurð grimmra stúlknarána? Ísland var numið af norskum strákum sem fóru til Bretlands og náðu sér í konur, segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 21. febrúar 2016 01:30 Telja Auði djúpúðgu ættaða frá Kvam við Aurlandsfjörð Þess vegna hafi hún valið sama heiti á landnámsbæ sinn á Íslandi. 8. febrúar 2016 19:15 Hann kallar skyr súrmjólk af geit Hvar í Noregi er norskan líkust íslensku? 28. febrúar 2016 09:45 Norðmenn segja Ingólf úr Hrífudal Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaður Íslands, kom frá Dalsfirði á Fjölum, samkvæmt Landnámabók. 29. janúar 2016 15:00 Egill Skallagrímsson listaskáld en einnig illræmdur morðingi Saga Skallagríms Kveldúlfssonar, landnámsmanns Borgarfjarðar, og sonar hans, Egils Skallagrímssonar, er einhver magnaðasta frásögn Íslendingasagna. 6. mars 2016 18:30 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira
Keltnesk áhrif vanmetin í menningu Íslendinga Keltnesk áhrif í íslenskri menningu eru mun meiri en menn hafa séð eða viljað vera láta, eins og í örnefnum og tungumálinu. 22. febrúar 2016 22:00
Er íslensk þjóð afurð grimmra stúlknarána? Ísland var numið af norskum strákum sem fóru til Bretlands og náðu sér í konur, segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 21. febrúar 2016 01:30
Telja Auði djúpúðgu ættaða frá Kvam við Aurlandsfjörð Þess vegna hafi hún valið sama heiti á landnámsbæ sinn á Íslandi. 8. febrúar 2016 19:15
Norðmenn segja Ingólf úr Hrífudal Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaður Íslands, kom frá Dalsfirði á Fjölum, samkvæmt Landnámabók. 29. janúar 2016 15:00
Egill Skallagrímsson listaskáld en einnig illræmdur morðingi Saga Skallagríms Kveldúlfssonar, landnámsmanns Borgarfjarðar, og sonar hans, Egils Skallagrímssonar, er einhver magnaðasta frásögn Íslendingasagna. 6. mars 2016 18:30