Reynt að fá Tyrkland til samstarfs um lausn Guðsteinn Bjarnason skrifar 8. mars 2016 07:00 Angela Merkel Þýskalandskanslari, lengst til hægri, og Ahmet Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands, fyrir miðri mynd á leiðtogafundinum í Brussel í gær. vísir/EPA „Þessi leiðtogafundur sýnir hve ómissandi Tyrkland er fyrir Evrópusambandið og Evrópusambandið fyrir Tyrkland,“ sagði Ahmet Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands, við blaðamenn í Brussel í gærmorgun áður en fundur hans með leiðtogum Evrópusambandsríkjanna hófst. Evrópusambandið vill fá Tyrki til þess að halda aftur af flóttafólki, sem undanfarin misseri hefur streymt í stríðum straumum yfir hafið til Grikklands í von um að komast þaðan áfram norður eftir og fá hæli í öðrum aðildarríkjum. Davutoglu sagði bæði Evrópusambandið og Tyrkland standa frammi fyrir erfiðu verkefni, en það væri allt hægt að leysa með samvinnu. „Tyrkland er reiðubúið til þess að starfa með Evrópusambandinu,“ sagði hann, og bætti við: „Tyrkland er líka reiðbúið til þess að verða aðildarríki í Evrópusambandinu.“ Á fundinum fóru Tyrkir fram á þrjá milljarða evra frá Evrópusambandinu, til viðbótar þeim þremur milljörðum sem Tyrkjum var heitið á síðasta ári. Féð á að nota til að byggja upp betri aðstæður fyrir flóttafólk í Tyrklandi. Þar að auki fór Davutoglu fram á einhver árangur náist í aðildarviðræðum Tyrklands við Evrópusambandið á fundinum. Forseti Evrópuþingsins, Martin Schulz, var ekki á sama máli. „Við verðum að aðskilja aðildarviðræðurnar frá flóttamannavandanum,“ sagði Schulz á blaðamannafundi. Á hverjum degi koma þúsundir manna frá Tyrklandi yfir til Grikklands. Tugir þúsunda sitja nú fastir við norðurlandamærin í Grikklandi, eftir að ríkin norðan Grikklands lokuðu landamærunum. Fólkinu er nú aðeins hleypt yfir í litlum hópum, frekar en að allir komist hindrunarlaust í gegn eins og raunin hefur verið til þessa. Í næstu viku verður svo fundur í framkvæmdastjórn ESB, þar sem nýjar reglur um flóttafólk verða ræddar. Meðal hugmynda er að allt flóttafólk skrái sig og bíði afgreiðslu umsóknar í því landi, sem það kemur fyrst til. Samstarf Evrópusambandsins við Tyrkland um að halda aftur af flóttafólki hefur verið gagnrýnt, meðal annars af mannréttindasamtökum og þá ekki síst á þeim forsendum að Tyrkland hafi ekki sýnt af sér neina fyrirmyndarhegðun í mannréttindamálum. Innrás tyrknesku lögreglunnar í höfuðstöðvar dagblaðsins Zaman, sem er útbreiddasta blað landsins, um helgina hefur ekki aukið tiltrú til tyrkneskra stjórnvalda. Flóttamenn Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
„Þessi leiðtogafundur sýnir hve ómissandi Tyrkland er fyrir Evrópusambandið og Evrópusambandið fyrir Tyrkland,“ sagði Ahmet Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands, við blaðamenn í Brussel í gærmorgun áður en fundur hans með leiðtogum Evrópusambandsríkjanna hófst. Evrópusambandið vill fá Tyrki til þess að halda aftur af flóttafólki, sem undanfarin misseri hefur streymt í stríðum straumum yfir hafið til Grikklands í von um að komast þaðan áfram norður eftir og fá hæli í öðrum aðildarríkjum. Davutoglu sagði bæði Evrópusambandið og Tyrkland standa frammi fyrir erfiðu verkefni, en það væri allt hægt að leysa með samvinnu. „Tyrkland er reiðubúið til þess að starfa með Evrópusambandinu,“ sagði hann, og bætti við: „Tyrkland er líka reiðbúið til þess að verða aðildarríki í Evrópusambandinu.“ Á fundinum fóru Tyrkir fram á þrjá milljarða evra frá Evrópusambandinu, til viðbótar þeim þremur milljörðum sem Tyrkjum var heitið á síðasta ári. Féð á að nota til að byggja upp betri aðstæður fyrir flóttafólk í Tyrklandi. Þar að auki fór Davutoglu fram á einhver árangur náist í aðildarviðræðum Tyrklands við Evrópusambandið á fundinum. Forseti Evrópuþingsins, Martin Schulz, var ekki á sama máli. „Við verðum að aðskilja aðildarviðræðurnar frá flóttamannavandanum,“ sagði Schulz á blaðamannafundi. Á hverjum degi koma þúsundir manna frá Tyrklandi yfir til Grikklands. Tugir þúsunda sitja nú fastir við norðurlandamærin í Grikklandi, eftir að ríkin norðan Grikklands lokuðu landamærunum. Fólkinu er nú aðeins hleypt yfir í litlum hópum, frekar en að allir komist hindrunarlaust í gegn eins og raunin hefur verið til þessa. Í næstu viku verður svo fundur í framkvæmdastjórn ESB, þar sem nýjar reglur um flóttafólk verða ræddar. Meðal hugmynda er að allt flóttafólk skrái sig og bíði afgreiðslu umsóknar í því landi, sem það kemur fyrst til. Samstarf Evrópusambandsins við Tyrkland um að halda aftur af flóttafólki hefur verið gagnrýnt, meðal annars af mannréttindasamtökum og þá ekki síst á þeim forsendum að Tyrkland hafi ekki sýnt af sér neina fyrirmyndarhegðun í mannréttindamálum. Innrás tyrknesku lögreglunnar í höfuðstöðvar dagblaðsins Zaman, sem er útbreiddasta blað landsins, um helgina hefur ekki aukið tiltrú til tyrkneskra stjórnvalda.
Flóttamenn Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira