Samstaða verður ekki úrelt Drífa Snædal skrifar 9. mars 2016 07:00 Ef við berum fyrir okkur stórkarlalegar myndlíkingar úr hermáli þá er „víglínan“ á vinnumarkaðinum skýr þessa dagana. Starfsfólk álversins í Straumsvík á í harðri baráttu við alþjóðlegt stórfyrirtæki um kaup og kjör. Í fyrstu fjallaði málið um heimild fyrirtækisins til verktöku en það var hluti af kjörum starfsfólksins að verktaka væri takmörkuð og að undirverktakar byðu sínu starfsfólki sömu laun og væri það starfandi beint fyrir fyrirtækið. Það er leið til þess að viðhalda þeim kjörum sem samið hefur verið um fyrir allt starfsfólkið en ekki bara suma sem koma að störfum fyrir fyrirtækið. Fyrirtækið sjálft var þannig ábyrgt fyrir ákveðnum kjörum gagnvart öllum sem þjónusta það og mætti svo vera um fleiri fyrirtæki. Verkalýðshreyfingin hefur barist fyrir svokallaðri keðjuábyrgð sem felur í sér að ekki sé hægt að ráða sér undirverktaka til að framleiða þjónustu eða vöru án þess að axla ábyrgð á því að kaup, kjör og aðstæður séu samkvæmt samningum. Krafa RIO Tinto Alcan um heimild til aukinnar verktöku gengur þvert á þetta markmið enda útvistun verkefna væntanlega gerð í þeim tilgangi að „minnka kostnað“. Eftir því sem á leið baráttu starfsfólksins kemur yfirlýsing frá fyrirtækinu sjálfu um launafrystingu. Á þeim tímapunkti varð þessi barátta starfsfólksins í Straumsvík að sameiginlegri baráttu alls launafólks á Íslandi. Við búum við eina sterkustu vinnulöggjöf í heimi og sterk stéttarfélög sem launafólk um allan heim öfundar okkur af og telur til fyrirmyndar. Í nágrannalöndum okkar berst fólk gegn atvinnuleysi, óöruggum ráðningum, launafrystingu og í Svíþjóð og Finnlandi er hávær krafa um beinar launalækkanir. Við sjálf jafnt sem stórfyrirtæki úti í heimi verðum að gera okkur grein fyrir að íslenski vinnumarkaðurinn er sterkur og felst styrkur hans einkum í skýrum reglum, öruggu starfsumhverfi og mikilli samstöðu þegar á reynir. Starfsfólkið í Straumsvík þarf að finna þessa samstöðu því barátta þess er barátta okkar allra fyrir sanngjörnum skilyrðum á vinnumarkaði og frelsi til að semja um kaup og kjör. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Ef við berum fyrir okkur stórkarlalegar myndlíkingar úr hermáli þá er „víglínan“ á vinnumarkaðinum skýr þessa dagana. Starfsfólk álversins í Straumsvík á í harðri baráttu við alþjóðlegt stórfyrirtæki um kaup og kjör. Í fyrstu fjallaði málið um heimild fyrirtækisins til verktöku en það var hluti af kjörum starfsfólksins að verktaka væri takmörkuð og að undirverktakar byðu sínu starfsfólki sömu laun og væri það starfandi beint fyrir fyrirtækið. Það er leið til þess að viðhalda þeim kjörum sem samið hefur verið um fyrir allt starfsfólkið en ekki bara suma sem koma að störfum fyrir fyrirtækið. Fyrirtækið sjálft var þannig ábyrgt fyrir ákveðnum kjörum gagnvart öllum sem þjónusta það og mætti svo vera um fleiri fyrirtæki. Verkalýðshreyfingin hefur barist fyrir svokallaðri keðjuábyrgð sem felur í sér að ekki sé hægt að ráða sér undirverktaka til að framleiða þjónustu eða vöru án þess að axla ábyrgð á því að kaup, kjör og aðstæður séu samkvæmt samningum. Krafa RIO Tinto Alcan um heimild til aukinnar verktöku gengur þvert á þetta markmið enda útvistun verkefna væntanlega gerð í þeim tilgangi að „minnka kostnað“. Eftir því sem á leið baráttu starfsfólksins kemur yfirlýsing frá fyrirtækinu sjálfu um launafrystingu. Á þeim tímapunkti varð þessi barátta starfsfólksins í Straumsvík að sameiginlegri baráttu alls launafólks á Íslandi. Við búum við eina sterkustu vinnulöggjöf í heimi og sterk stéttarfélög sem launafólk um allan heim öfundar okkur af og telur til fyrirmyndar. Í nágrannalöndum okkar berst fólk gegn atvinnuleysi, óöruggum ráðningum, launafrystingu og í Svíþjóð og Finnlandi er hávær krafa um beinar launalækkanir. Við sjálf jafnt sem stórfyrirtæki úti í heimi verðum að gera okkur grein fyrir að íslenski vinnumarkaðurinn er sterkur og felst styrkur hans einkum í skýrum reglum, öruggu starfsumhverfi og mikilli samstöðu þegar á reynir. Starfsfólkið í Straumsvík þarf að finna þessa samstöðu því barátta þess er barátta okkar allra fyrir sanngjörnum skilyrðum á vinnumarkaði og frelsi til að semja um kaup og kjör.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun