Stóru páskaeggin farin að seljast á nýjan leik Ingvar Haraldsson skrifar 9. mars 2016 09:00 Páskaeggjasalan er farin að færast nær því sem hún var fyrir hrun, sé horft í stærð eggja að sögn Kristjáns Geirs. Stærri páskaegg njóta aukinna vinsælda miðað við strax eftir hrun að sögn Kristjáns Geirs Gunnarssonar, framkvæmdastjóra markaðs- og sölusviðs Nóa Síríus. „Eftir hrun sáum við að fólk fór í minni egg en í fyrra var fólk farið að færa sig upp aftur í eggjum,“ segir Kristján. Nói Síríus hafi aðlagað framleiðsluna milli ára til að búa sig undir aukna sölu stærri eggja. Kristján segir fjölda eggja vera mjög svipaðan ár eftir ár enda vilji allir fá sitt páskaegg. Nói Síríus selji um milljón egg á ári. Undirbúningur fyrir páskaeggjasölu næsta árs er þegar hafinn að sögn Kristjáns. „Það má að segja að árið og jafnvel rúmlega það fari í páskaeggjavertíðina. Það tekur alltaf svo langan tíma að undirbúa og fá afhent. Vöruþróun þarf að eiga sér stað með miklum fyrirvara,“ segir hann.Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóra markaðs- og sölusviðs Nóa Síríus.Þá leggi Nói Síríus litla áherslu á útflutning á páskaeggjum vegna takmarkaðrar afkastagetu.„Við höfum svo lítinn tíma til að framleiða þetta. Við erum að flytja eitthvað út, það er meira til Íslendingasamfélaga í Skandinavíu,“ segir Kristján. Hins vegar sé góður vöxtur í útflutningi á almennu sælgæti hjá Nóa Síríusi. „Við erum að ná smá sigrum hér og þar og erum á áætlun,“ segir Kristján. Pétur Thor Gunnarsson, sölu- og markaðsstjóri hjá Freyju, segir eina helstu breytinguna sem orðið hafi á framleiðslu síðustu ára vera að mikill meirihluti eggja sé seldur með sælgæti í skelinni. Dæmi um það séu Drauma- og Rísegg. Hjá Freyju standi páskaeggjavertíðin yfir hálft árið. Tekjurnar komi svo á mjög skömmum tíma í kringum páskana. „Við sjáum algjöra sprengingu í sölu á fjórum og allt niður í tvær vikur fyrir páska,“ segir Pétur. Páskar Mest lesið „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Birta og LV skoða mögulegan samruna Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Stærri páskaegg njóta aukinna vinsælda miðað við strax eftir hrun að sögn Kristjáns Geirs Gunnarssonar, framkvæmdastjóra markaðs- og sölusviðs Nóa Síríus. „Eftir hrun sáum við að fólk fór í minni egg en í fyrra var fólk farið að færa sig upp aftur í eggjum,“ segir Kristján. Nói Síríus hafi aðlagað framleiðsluna milli ára til að búa sig undir aukna sölu stærri eggja. Kristján segir fjölda eggja vera mjög svipaðan ár eftir ár enda vilji allir fá sitt páskaegg. Nói Síríus selji um milljón egg á ári. Undirbúningur fyrir páskaeggjasölu næsta árs er þegar hafinn að sögn Kristjáns. „Það má að segja að árið og jafnvel rúmlega það fari í páskaeggjavertíðina. Það tekur alltaf svo langan tíma að undirbúa og fá afhent. Vöruþróun þarf að eiga sér stað með miklum fyrirvara,“ segir hann.Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóra markaðs- og sölusviðs Nóa Síríus.Þá leggi Nói Síríus litla áherslu á útflutning á páskaeggjum vegna takmarkaðrar afkastagetu.„Við höfum svo lítinn tíma til að framleiða þetta. Við erum að flytja eitthvað út, það er meira til Íslendingasamfélaga í Skandinavíu,“ segir Kristján. Hins vegar sé góður vöxtur í útflutningi á almennu sælgæti hjá Nóa Síríusi. „Við erum að ná smá sigrum hér og þar og erum á áætlun,“ segir Kristján. Pétur Thor Gunnarsson, sölu- og markaðsstjóri hjá Freyju, segir eina helstu breytinguna sem orðið hafi á framleiðslu síðustu ára vera að mikill meirihluti eggja sé seldur með sælgæti í skelinni. Dæmi um það séu Drauma- og Rísegg. Hjá Freyju standi páskaeggjavertíðin yfir hálft árið. Tekjurnar komi svo á mjög skömmum tíma í kringum páskana. „Við sjáum algjöra sprengingu í sölu á fjórum og allt niður í tvær vikur fyrir páska,“ segir Pétur.
Páskar Mest lesið „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Birta og LV skoða mögulegan samruna Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira