Eftirlitssamfélagið Óttar Guðmundsson skrifar 27. febrúar 2016 07:00 George Orwell gaf út bókina 1984 skömmu eftir seinna stríð. Hann lýsti skelfilegri framtíðarsýn, svokölluðu eftirlitssamfélagi. Stóri bróðir vakti yfir öllum þegnum ríkisins. Bókin náði miklum vinsældum og margir óttuðust þessa ókomnu tíð. Tíminn leið og fólk vandist eftirliti af hálfu opinberra aðila. Símhleranir og öryggismyndavélar urðu smám saman hluti af veruleika nútímamannsins. Eftirlitssamfélagið varð þó aldrei eins yfirþyrmandi og Orwell hafði spáð, fyrr en á allra síðustu tímum. Með tilkomu snjallsíma eignuðust allir litlar handbærar myndavélar og upptökutæki. Á Íslandi munu vera um 200.000 símar í umferð og allir eru að fylgjast með öllum. Símarnir eru hvarvetna á lofti og mynda öll mistök sem eigendur símanna verða varir við. Strætóstjóri laumast í símann sinn undir stýri. Mynd af honum er umsvifalaust komin á Facebook og honum refsað. Ungur starfsmaður á veitingastað missir gaffal í gólfið. Mynd birtist á Facebook og hann fær makleg málagjöld. Þingmaður leggur í stæði fyrir fatlaða. Mynd á netinu kallar á afsökunarbeiðni og langar útskýringar. Feitir frændur strita í líkamsræktarstöð og fá af sér myndband á netið. Þjóðin hlær illkvittnislega. Lögga handtekur konu á harkalegan hátt. Rekin með skömm. Pör dreifa nektarmyndum af hvort öðru á netið. Kennarar óttast upptökutæki og myndavélar nemenda. Læknar búast við því að sjúklingar taki upp öll samskipti. Þetta er hið fullkomna eftirlit þar sem enginn er óhultur. Nú þarf ekki lengur stóra bróður sem vakir yfir þegnunum. Þeir vaka yfir hver öðrum og sjá til þess að allir séu steyptir í sama mót. Gerist einhver sekur um óviðeigandi hegðun er mynd af viðkomandi umsvifalaust komin á netið eða forsíður blaðanna. Framtíðarsýn Orwells hefur snúist upp í martröð hins fullkomna eftirlitskerfis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun
George Orwell gaf út bókina 1984 skömmu eftir seinna stríð. Hann lýsti skelfilegri framtíðarsýn, svokölluðu eftirlitssamfélagi. Stóri bróðir vakti yfir öllum þegnum ríkisins. Bókin náði miklum vinsældum og margir óttuðust þessa ókomnu tíð. Tíminn leið og fólk vandist eftirliti af hálfu opinberra aðila. Símhleranir og öryggismyndavélar urðu smám saman hluti af veruleika nútímamannsins. Eftirlitssamfélagið varð þó aldrei eins yfirþyrmandi og Orwell hafði spáð, fyrr en á allra síðustu tímum. Með tilkomu snjallsíma eignuðust allir litlar handbærar myndavélar og upptökutæki. Á Íslandi munu vera um 200.000 símar í umferð og allir eru að fylgjast með öllum. Símarnir eru hvarvetna á lofti og mynda öll mistök sem eigendur símanna verða varir við. Strætóstjóri laumast í símann sinn undir stýri. Mynd af honum er umsvifalaust komin á Facebook og honum refsað. Ungur starfsmaður á veitingastað missir gaffal í gólfið. Mynd birtist á Facebook og hann fær makleg málagjöld. Þingmaður leggur í stæði fyrir fatlaða. Mynd á netinu kallar á afsökunarbeiðni og langar útskýringar. Feitir frændur strita í líkamsræktarstöð og fá af sér myndband á netið. Þjóðin hlær illkvittnislega. Lögga handtekur konu á harkalegan hátt. Rekin með skömm. Pör dreifa nektarmyndum af hvort öðru á netið. Kennarar óttast upptökutæki og myndavélar nemenda. Læknar búast við því að sjúklingar taki upp öll samskipti. Þetta er hið fullkomna eftirlit þar sem enginn er óhultur. Nú þarf ekki lengur stóra bróður sem vakir yfir þegnunum. Þeir vaka yfir hver öðrum og sjá til þess að allir séu steyptir í sama mót. Gerist einhver sekur um óviðeigandi hegðun er mynd af viðkomandi umsvifalaust komin á netið eða forsíður blaðanna. Framtíðarsýn Orwells hefur snúist upp í martröð hins fullkomna eftirlitskerfis.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun